Það er svo skrýtið
Ég sagði það hér þegar Bókatíðindi birtust, og ég var svona lauslega búin að renna í gegnum það og merkja við þær bækur sem ég var pottþétt á að vilja lesa, að þetta væru 35 bækur og mér reiknaðist til að það yrðu þá að meðaltali 3 bækur á mánuði (en það voru sko bara bækur úr Bókatíðindum....burtséð frá ítölskum bókum sem ég á enn eftir að lesa sem og skólabækurnar!!)
sko...vissi ég ekki...það hlaut að koma að því að strákarnir okkar myndu taka sig saman í andlitinu og sýna hvað í þeim býr. Hrikalega voru samt síðustu 20 mínúturnar hrikalega lengi að líða...hélt að klukkan væri bara eitthvað biluð...þorði ekki að fagna eða neitt á meðan, hélt nánast niðri í mér andanum síðustu 15 mínúturnar.
En að öðru.....
...Gréta er búin að vera tala um að hana langi að fara að æfa fótbolta og í gær drifum við okkur að fygjast með æfingu hjá 7.flokki kvenna hjá Þrótti og stelpan bara alveg ákveðin í að fara að æfa fótbolta. Ég er náttúrulega hoppandi glöð yfir því, enda æfði ég sjálf bæði hand-og fótbolta á mínum yngri árum. Nú... í dag fórum við því á stúfana og keyptum innanhússkó, legghlífar, stuttbuxur og háa sokka og Gréta var svona líka ánægð með þetta og montin.
Ég hins vegar dauðöfunda hana að eiga þetta allt eftir, ég vildi óska að ég hefði verið ákveðnari sem unglingur þá hefði ég kannski enst lengur í boltanum...þótt ég væri náttúrulega hætt í dag heheheh... en mér þótti ákaflega gaman að æfa og hef enn mjög gaman af því og væri alveg til í að vera á svona oldgirls æfingum þar sem mér þykir þetta miklu miklu skemmtilegra en fara í ræktina. Æ upplifi þetta bara í gegnum barnið ;)Reykjavík hlýtur að eiga aldeilis nóg af peningum þar sem hún verður með 2 borgarstjóra á biðlaunum, og einn á fullum launum, eitthvað hlýtur það að kosta þar sem laun borgarstjóra eru ekkert slor.
Hvað verður það næst?????????
Æjjjjjj.....fyrir nokkrum dögum var ég með öran hjartslátt, gæsahúð og líkaminn allur uppspenntur en það var sko vegna þess að EM 2008 var að byrja. Ég elska að fylgjast með strákunum okkar og hef ákaflega gaman að því að horfa á handboltann.
Ok...ég veit að ég get stundum verið stórfurðuleg, ég tek upp á skrýtnum hlutum stundum eins og að telja hluti sem skipta akkúrat engu máli...og ég sem er ekki einu sinni sleip í stærðfræði.
Þá kom að því....dóttir mín er smeyk við hunda og ketti en fékk tvo fiska þegar hún var 5 ára en þeir dóu.
Jæja...þá er komið að því að fara aftur í skólann eftir stutt hlé frá námi en langt hlé frá þessu námi ;)
Árið 2007 var mér alveg hreint hið ágætasta, betra en 2006 fannst mér, ég var glöð að sjá árið 2006 hverfa og nýtt taka við þar sem ég var eitthvað deprimeruð í lok árs 2006. Ég var reyndar líka eitthvað niðurlút í lok 2007 en samt öðruvísi....æææææ...þetta meikar engan sens.
Enn einum jólunum að ljúka, enn ein áramótin að baki og enn einn janúar tekinn við. Ég þakka fyrir að fá að vera hér, að sjá og finna tímann fljúga áfram sérstaklega er ég hugsa til þess að í dag, 4.janúar, eru 9 ár síðan Kristbjörg mín dó, 9 ár....hugsa sér.