Ég er frík
Ok...ég veit að ég get stundum verið stórfurðuleg, ég tek upp á skrýtnum hlutum stundum eins og að telja hluti sem skipta akkúrat engu máli...og ég sem er ekki einu sinni sleip í stærðfræði.
Einu sinni var ég á leið til Akureyrar og mér leiddist og ég fór að telja stikur!!!!!!
Svo á ég það til að telja stafi í orðum og hætti ekki fyrr en ég fæ ákveðna tölu....svo lá ég einu sinni í hvíldinni í vinnunni og þar sem ég lá varð mér litið til lofts og þar eru plötur með svona rifum í og ég taldi allar rifurnar, lagði þær saman og margfaldaði!!!!!!!!!!!!!
Kom svo fram og hét því að segja aldrei neinum frá þessu!!!!
Nema hvað...um jólin lá ég uppi í rúmi þegar Gréta kemur og kúrir hjá mér. Allt í einu sé ég hvar hún fer að benda og telja og hvað haldiði???????????
Barnið er að telja plöturnar í loftinu hjá ömmu sinni og afa!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ó já, sjaldan fellur eplið langt frá eikinni!!!
En....mér datt þessi della í gær, þar sem ég er haldin annarri ruglun en hún er sú að fara frekar þá leið þar sem ég get verið meira á ferðinni en þá leið þar sem ég þarf meira að bíða.....skiljiði???
Þegar ég fer heim úr vinnunni á ég það til að fara hinar ýmsu krókaleiðir, ekki endilega til að stytta mér leið heldur er minni bið...heldur en fara t.d. bara Miklubrautina og vera jafnlengi en þar þarf ég að bíða svo mikið....alltaf bíll við bíl.....en allavega...ég er svo búin að finna mér góða leið til að komast heim úr vinnunni og fer hana daglega og yfirleitt er engin umferð þar og eins og fáir viti af þessari leið NEMA í gær. Þá var allt á kafi í snjó og snjókoma og ég hugsaði mér gott til glóðarinnar að komast fljótt og vel heim en þá voru bara allir að fara mína leið...og ég þurfti sem sagt að bíða....og þar sem ég beið fylgdist ég með bílunum í kringum mig og ég get sagt ykkur það að af 20 bílum voru 6 sem voru búnir að skafa BARA af framrúðunni (ekki hliðarrúðunum, afturrúðunni, hliðarspeglunum eða ljósunum) og 4 sem voru búnir að skafa vel af bílnum sínum, restin var svona la la!!
Ég heyrði svo í morgun að það hefðu orðið í kringum 50 umferðaróhöpp í borginni og mér finnst það bara ekkert skrýtið, ef fólk nennir ekki að skafa af bílnum til að sjá betur út þá er ekki nema von að það lendi í óhöppum.
Mér finnst persónulega að það eigi að sekta fólk fyrir að skafa ekki almennilega af bílnum sínum!!
En nóg um ruglið...EM er að byrja og ég ræð mér ekki fyrir kæti...ÁFRAM ÍSLAND OG STRÁKARNIR OKKAR!!!!!!!!!!!!!!!!!
1 Comments:
Veltist um af hlátri þegar ég las þessa færslu, á það nefnilega til sjálf að telja alla mögulega og ómögulega hluti (hef líka talið rifurnar í loftinu í vinnunni) og hugsaði er Íris að tala um mig.
Kveðja
Anna Guðjóns
Skrifa ummæli
<< Home