Árið 2007 - uppgjör ;)
Árið 2007 var mér alveg hreint hið ágætasta, betra en 2006 fannst mér, ég var glöð að sjá árið 2006 hverfa og nýtt taka við þar sem ég var eitthvað deprimeruð í lok árs 2006. Ég var reyndar líka eitthvað niðurlút í lok 2007 en samt öðruvísi....æææææ...þetta meikar engan sens.
Alla vega sá ég smá eftir gamla árinu þegar það hvarf af skjánum en ég hlakka líka til ársins 2008, held það verði merkilegt og skemmtilegt....er hrifnari af sléttum tölum!!!!!!!
Alla vega...árið 2007 var fínt og ég gerði margt skemmtilegt á því ári, ég byrjaði í ræktinni eftir ansi langt frí og skemmti mér bara ágætlega enda í frábærum félagsskap Ingunnar ;).
Nú svo gerði ég svakalega skemmtilegt lokaverkefni í KHÍ með alveg hreint frábærum stelpum, þeim Villu og Sollu og svo útskrifuðumst við með stæl í júní. Ég sótti um í Mastersnám í menntunarfræðum í Kennó, fékk inn en hætti við. Sótti um ítölsku í HÍ og fékk inn og byrja á fimmtudaginn.....hlakka bara mikið mikið til!!!!
Árið 2007 fór ég í nokkrar fermingar, eitt gæsapartý, eitt brúðkaup og eitt brúðkaupspartý (á Ítalíu).
Tvær utanlandsferðir voru farnar á árinu, ég, Gréta og Óli bróðir fórum til Tenerife í 2 vikur og höfðum það gasalega svakalega gott og svo skruppum við Ingunn til Ítalíu í 10 daga þar sem ég hitti marga vini og lét Tarot spána frá því í Róm 2007 rætast ;)
Ítalska fjölskyldan mín kom til mín og var hjá mér í 2 vikur og við ferðuðumst um landið og Marco og Jorunn komu í sólarhringsferð til okkar.
Dóra Hanna, Sighvatur og synir komu líka heim í sumar og hittumst við aðeins og mér þykir alltaf svo vænt um það!!
Kristborg frænka kom heim frá Svíþjóð í ferminguna hennar Söru, alltaf gott að sjá hana líka.
Nú, ég las slatta af bókum sl. ár en ætla að bæta um betur og lesa allavega 35 bækur á þessu ári plús kannski nokkrar skólabækur!!!
Menningarlífið mitt var ágætt, skellti mér á nokkra tónleika m.a. Josh Groban, Andrea Bocelli, Eivör og Stórsveit Reykjavíkur, Léttsveit Reykjavíkur, Jólagestir Björgvins Halldórssonar og Kvennakóratónleikar í Hallgrímskirkju svo einhverjir séu nefndir.
Skrapp nokkrum sinnum í bíó en var frekar slök í leikhúsferðum og ætla að bæta úr því á nýju ári vegna þess að það er það skemmtilegasta sem ég geri.
Við mæðgur fluttum í aðra íbúð í október og erum bara búnar að koma okkur þokkalega vel fyrir.
Og til að toppa þetta alltsaman fékk ég dásamlegan prins í afmælisgjöf frá Hörpu og Jóni Gunnari
Svo ég hef ekki undan neinu að kvarta, er við hestaheilsu, á yndislega dóttur og góða fjölskyldu og vini og þakka Guði og góðum vættum fyrir það ;)
Hlakka því bara til að taka því sem árið 2008 færir mér ;)
3 Comments:
Vildi bara kasta á þig kveðju kæra vinkona og óska þér góðs gengis í ítölskunni ;-)
Gaman að gera árið svona upp og oft gott að byrja fersk á nýju ári. Þó svo það sé líka erfitt, bæði gleði og sorg og svona. Manni finnst svo skrítið að gleðjast einn daginn í byrjun janúar þar sem ein dúllan í vinahópnum stækkar og stækkar á afmælisdegi sínum og svo er næsti dagur á eftir svo sorglegur. Við erum svo heppin að eiga hvort annað og ég er svo glöð yfir því hve dugleg við erum öll í vinahópnum að halda sambandi við hvert annað. Ég er viss um að vinkona okkar er mjög ánægð með það.
Hafið það sem allra best á nýja árinu kæra vinkona...hlakka til að hitta ykkur mæðgur á nýja árinu (hvort sem það verður í DK eða á Íslandi ;-)
Knús, Dóra Hanna
Gleðileg jól og farsælt komandi ár elsku sys. Vonandi hittumst við meira á þessu ári en því síðasta. Það er nú skyldumæting hjá ykkur Didda í þrítugsafmælið mitt í febrúar ;) við byrjum bara þar ;) hafið það gott mæðgur
knús og kossar HB sys
Ó takk elskan, fyrir gott boð....örugglega stemmning fyrir því...og fín afsökun til að komast aðeins að heiman ;)
Kossar og knús ;)
Skrifa ummæli
<< Home