miðvikudagur, ágúst 30, 2006

21 dagur

Í bókinni Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn er komið inn á að brjótast úr viðjum vanans og tileinka sér nýjan lífsstíl. Þannig er nú mál með vexti að mér þykir afskaplega gott að sofa á morgnana og það myndi henta mér að mæta í vinnu svona upp úr kl.10 en ég myndi samt ekkert endilega vilja vinna til kl. 20.00 í staðinn.
Í þessari mögnuðu bók, sem ég hvet alla til að lesa, er sagt að það taki mann 21 dag að breyta út af einum vana og tileinka sér annan.

Mér þykir ekkert betra en að sofa og morgnarnir eru því ekki minn uppáhaldstími...allavega ekki fyrir kl.7 en ég hef oft óskað þess að ég væri þessi morguntýpa sem fer á fætur, fær sér kaffi....eða safa í mínu tilfelli, og les blöðin og svona og kemur þar afleiðandi afar fersk í vinnu...en nei...Halakotsgenin mín eru of sterk til þess að þetta verði að veruleika!!! Það versta er að Gréta er að verða svona og það er hræðilegt að vekja hana á morgnana...kemur vel á vondann!!!!!

Þegar Gréta var í leikskólanum voru morgnarnir hér stundum erfiðir, við nýttum hverja mínútu sem við gátum til að SOFA og kúra og vorum oft að fara fram úr á síðustu sekúndu...en þar sem við þurftum ekki að hafa áhyggjur af morgunmat eða nesti þá þurftum við bara að klæða okkur og bursta tennur og hár og út!!!

Nú er öldin heldur betur önnur...nú þarf Gréta að borða morgunmat áður en hún fer í skólann og hún er svolítið lík mömmu sinni með það að hún fer ekki bara á fætur og fer að borða...nei báðar þurfum við svolítinn tíma á fótum áður en við borðum. Svo er að smyrja nesti og gera allt það sem þarf að gera á morgnana.
Svo núna er engin miskun...klukkan hringir 06.50 og það má bara snooza einu sinni = Nýr vani!
Morgunsjónvarpið er ekki minn uppáhaldsþáttur en hann nær að halda manni vakandi og svo er það PINGU, sem hefur bjargað mér á hverjum morgni hingað til...Gréta rífur sig upp þegar ég segi henni að Pingu sé alveg að fara að byrja = nýr vani
Vona bara að það haldi áfram eða það alla vega komi þá eitthvað jafnspennandi í staðinn.

Fyrstu morgnarnir voru nokkuð erfiðir og sérstaklega þar sem ég er gjörn á að vaka lengi, annað hvort í tölvunni, að læra eða að lesa, því ég veit ekkert betra en að lesa aðeins þegar ég er komin upp í, og fer því aldrei að sofa fyrir miðnætti. En núna er þetta bara að verða að vana og samt ekki komnir nema 5 dagar...þannig að kannski verð ég orðin morguntýpan eftir 21 dag eða svo???

mánudagur, ágúst 28, 2006

Í skólanum, í skólanum...

...er skemmtilegt að vera!!

Þurfti ekki að hafa miklar áhyggjur af dóttur minni og hennar fyrstu skóladögum, henni fannst bara leiðinlegt að vera svona stutt í skólanum (fyrsta daginn til kl.11:55 og annan daginn til 12.30) og á föstudaginn sagðist hún hlakka mikið til dagsins í dag því þá yrði hún lengi í skólanum!! Hún var bara ánægð með daginn þegar ég sótti hana kl 16.15 í dag og ég auðvitað í skýjunum yfir hvað henni finnst þetta gaman...vona að það endist!!

Það fyndnasta er að á föstudaginn vorum við að ræða þessi skólamál þegar þessi elska segir við mig að henni finnist þetta bara vera allt annar heimur (orðrétt), að vera bara að vakna svona snemma, borða morgunmat heima og fara svo með skólatösku í skólann, ekki í leikskólann.

Ég var sjálf í skólanum alla síðustu viku og verð að játa að ég var ekki alveg jafn spennt og dóttir mín. Mesta spennan var samt að þetta er næst síðasta önnin mín...já 7.misseri af 8 hafið og nú fer að sjá fyrir endann á þessu námi....en stelpan er ekki af baki dottin og næsta nám er þegar í skoðun!!! Svona er þetta þegar maður er kominn á skrið...en hvort ég læt svo loks af því verða er ekki fyrirséð!!

Þannig að mestur tími okkar mæðgna síðustu daga hefur snúist um nesti, skólatöskur, pennaveski, skólaföt og rándýrar skólabækur...aðallega mínar því Grétu voru ekkert svo dýrar!!

Já það er ekkert sældarlíf fyrir pyngjuna að vera að byrja í skóla :(

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Stóri dagurinn...

...nei nei...ekki misskilja neitt...ég er ekki að fara að gifta mig :) heldur er fyrsti skóladagur einkadóttur minnar á morgun...Almáttugur...litla barnið mitt er að fara í þetta stóra hús með öllu þessu fólki og öllum þessum börnum, öllu þessu opna svæði...er engin áfallahjálp fyrir foreldra í mínum sporum???

Hehehe...nei nei....mamman róaðist nú aðeins í dag...við Þórir fórum með Grétu í viðtal hjá kennaranum og okkur leist öllum mjög vel áhana, hún hefur kennt við skólann í 9 ár og það veitti manni öryggistilfinningu. Ég hef ekki miklar áhyggjur af Grétu minni námslega séð, hún er sterk á því sviði enda löngu löngu farin að lesa (hún er að lesa Pál Vilhjálmsson!!!!), skrifa og er núna að reikna...svo margt af því sem þau læra í 1.bekk er þegar komið hjá henni.

Leikskólinn er allt öðruvísi, minni, meira fólk með færri börn, lokað svæði og miklu verndaðari finnst manni. Við fórum ekki í heimsókn í skólann í vor þar sem við vissum ekki hvar við myndum búa...og svo er verið að byggja við skólann svo við höfum ekki enn skoðað skólastofuna eða neitt þannig. Svo það gerist allt í fyrramálið.

Mikil spenna er því í loftinu og litla músin mín búin að máta skólatöskuna, finna til nestisboxið og vatnsbrúsann, setja nýja pennaveskið sem pabbi hennar gaf henni í dag í skólatöskuna svo það er allt tilbúið. EN.....þegar dúllan mín var komin upp í rúm og var um það bil að sofna kom það....hún byrjaði að gráta og segjast vera illt í maganum og svo kom það: ég er hrædd við að fara í skóla!!
Alveg átti ég von á þessu og eflaust er eitthvað af þessu mér að kenna....en ég stappaði í hana stálinu og við ræddum þetta fram og til baka og komumst að því að það er í lagi að vera hræddur við eitthvað sem maður þekkir ekki og á morgun og hinn kynnist hún skólanum og hvað á að gera...hún sagðist líka vera hrædd um að vita ekki hvað hún eigi að gera :(
Já þetta er meira en að segja það...ég ætti nú að vita það....10 ára flutti ég til Vestmannaeyja og fór í nýjan skóla þar sem ég þekkti engann og fannst þetta allt ömurlegt....hvernig er það þá þegar maður er bara 6 ára og getur ekki almennilega gert grein fyrir því hvað er að gerast í kollinum á manni?????

Held nú samt að þetta sé meiri spenningur er hræðsla og vona að morgundagurinn verði bjartur og fagur og verði mér og dóttur minni eftirminnilegur :)

mánudagur, ágúst 21, 2006

Mottó

Úr hinni frábæru bók, MUNKURINN SEM SELDI SPORTBÍLINN SINN, kemur eftirfarandi setning:

Mikilvægasta stundin er núna. Lærðu að lifa í núinu og njóttu þess til hins ýtrasta, ekki agnúast út í fortíðina og því sem ekki fæst breytt og ekki hafa áhyggjur af framtíðinni...af því sem koma skal..og kemur svo aldrei!!!!!!!!!!!!!

ÚFFFFFFF....svo sannarlega orð að sönnu....skildi mér einhvern tímann takast að fara eftir þeim??????

laugardagur, ágúst 19, 2006

Menningarnótt

Vaknaði í morgun, við mæðgur skelltum okkur í sturtu og svo skellti Gréta sér í Latabæjarbolinn og síðan var brunað í bæinn til að taka þátt í Latabæjarmaraþoni Glitnis.....jæts....þvílíkt mikið af fólki og var farið af stað í mörgum hollum eftir upphitun.
Mér finnst alltaf svolítið spes þegar svona er gert fyrir börn, þarna var Jónsi, Solla stirða og Íþróttaálfurinn en svo gasalega mikið af fólki að upphitunun fór svolítið fyrir ofan garð og neðan og börnin sáu bara ekki neitt. Þannig að lítið var um upphitun hjá minni stelpu sem gerði ekki annað en biðja mig um að halda á sér eða taka sig á háhest.
En það er víst gamla góða mottóið AÐ VERA MEÐ sem gildir og við brunuðum af stað í maraþonið...jú jú...mamman skellti sér auðvitað með því fjöldinn var svo mikill að ég þorði ekki að láta hana fara eina af hættu við að finna hana bara ekki aftur að loknu hlaupi, og þetta gekk svona líka vel, Gréta bara hljóp nánast alla leið og skemmti sér konunglega og ekki minnkaði gleðin þegar hún tók við gúmmí-verðlaunapening með mynd af Sollu og Íþróttaálfinum...svo það sannast enn og aftur að lítið er ungs manns gaman!!

Síðan tók við löööng bið í KB banka til að fá andlitsmálningu og við hlustuðum bara á Bríet Sunnu taka nokkur lög á meðan...gaman að henni alltaf...fersk og glöð týpa!!
Röltum um bæinn og ég verð að segja að ég verð alltaf hálf utan við mig í svona miklum mannfjölda....allir að koma og fara og maður veit varla í hvorn fótinn maður á að stíga...en þvílíkt fínt veður...sem betur fer!!!

Gréta er svo að fara í Garðabæinn til mömmu og pabba í kvöld þar sem mamman ætlar á Menningardansleik með stórhljómsveitinni Sálinni....hlakka mikið mikið til en er viss um að það verður svooooo troðið að það verður ekki fyndið...Diddi bróðir er með afmælispartý fyrst svo það verður ekki leiðinlegt í kvöld!!

Gangið hægt um gleðinnar dyr og verið menningarleg!!

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Stelpuferð :)

Jæja þá er það klappað og klárt...ég er ekki einu sinni búin með sumarfríið mitt þegar ég fer með skottið á milli lappanna til yfirmanns míns og segi: Sigga mín, ég veit ég er ekki enn búin með sumarfríið, er í fríi þessa viku, fer svo í skólann næstu viku, kem svo og vinn í nokkra daga...er séns á að fá frí 7-11 sept til að fara í stelpuferð til Köben?????
Og þar sem ég er sjúklega ofdekruð allsstaðar þá fékk ég JÁ, það ætti ekki að vera neitt mál!!!!

Þannig er mál með vexti að stórvinkona mín, Þóra Hallgríms, hefur lengi verið að gæla við þá hugmynd að við hérna í gamla vinahópnum gerum eitthvað álíka, bara stelpurnar að sleppa aðeins fram af sér beislinu og seklla sér í húsmæðraorlof....skilja kallana og börnin eftir heima og fara eitthvað...það hefur ekki fengið góðan hljómgrunn hjá neinum nema mér, Þóru og Hörpu og því er svo komið að við ætlum að skella okkur saman til Köben og djöfull sem það skal vera gaman...og rúsínan í pylsuendandum er að Dóra Hanna ætlar að koma og vera með okkur hele tiden....mikið sem ég hlakka til...og við vorum svoooo heppnar að fá heimferðina á 2000 kall....

Svo stelpan ætlar bara að bregða sér af bæ...kíkja í einn danskan bjór, og skoða alla sætu flott klæddu strákana í danaveldi (skv. Frú Fiðrildi) og kannski shoppa eitthvað í leiðinni....annars bara relax and have a gr8 time......ó já......girl´s just wanna have fun!!!!!

mánudagur, ágúst 14, 2006

Tómlegt

Skrapp með ítalana til eyja um helgina og enn lék veðrið við okkur...þar til við komum upp í Stórhöfða og leituðum að hellinum þar...þá helltist þokan yfir og byrjaði að rigna en það var allt í lagi þar sem við vorum búin að skoða allt það helsta. Svo mætti sólin aftur í gærmorgun og þá var eyjan eins falleg og hún nú er!!!

Komum aftur í bæinn í gærkvöldi og þá fóru ítalarnir mínir að pakka og svo var brottför héðan kl. 4.10 stundvíslega!! Mín fór auðvitað á fætur til að fylgja gestunum úr hlaði og það er ekki hægt að segja annað en það hafi verið frekar tómlegt í morgun...bara við mæðgurnar heima :(

Þessar tvær vikur hafa liðið fljótt enda hefur verið mikið að gera við að kynna land og þjóð, svara ótrúlegustu spurningum, bera saman Ísland og Ítalíu, rifja upp ítölskuna, læra ný orð, kenna þeim íslensk orð og annað. Þetta tekur nú samt svolítið á, að hafa fjóra útlendinga inni á heimilinu, hugsa og tala annað tungumál og þýða fyrir aðra og svona...hafði gott og gaman af því og vil hér um leið þakka þeim sem hafa jafn mikið jafnaðargeð og eru jafngestrisnir og ég fyrir það sem þeir gerðu fyrir mig og mína gesti....án ykkar hefði ég orðið gjaldþrota!!!!!!!!

Engillinn minn hún Jóhanna og hann Jói frændi sem yfirleitt eru bara tvö í heimili en hýstu okkur Grétu, mömmu og fjóra gesti mína (plús Tryggva frænda og 5 vini hans í eina nótt) og leyfði okkur að nota eldhúsið sitt, þvottavélina, og BAÐHERBERGIÐ að vild :) þúsund þakkir engill!!

Mamma mín sem var með mér alla ferðina og las fyrir mig úr vegahandbókinni, eldaði góðan mat, skipulagði og raðaði í bílinn, passaði og lék við Grétu og tók svo á móti okkur öllum í Eyjum um helgina og eldaði al-íslenska og vestmanneyska rétti...slátur, lunda, kjötsúpu og fisk, pönnukökur, bananatertu og fleira og fleira....takk mamma mín!!

Pabbi minn...takk fyrir þolinmæðina og ráðgjöf við að hjálpa mér að skipuleggja hringferðina og benda mér á staði sem nauðsynlegt var að sýna ítölunum...og staði sem nauðsynlegt er líka fyrir íslendinga að sjá!! Takk fyrir lambalærið og allt hitt pabbi minn!!

Diddi bróðir...takk fyrir að skjótast í Þorlákshöfn að sækja okkur og lána okkur bílinn sinn....takk kjallinn minn :) og panta taxa!!

Óli bróðir...takk fyrir það hugrekki að bjóða fjórum ítölskum heimsmeisturum upp á PIZZU á Íslandi...fyrsta skipti sem ítalarnir borða pizzu í öðru landi en heimalandi sínu og ef ég á að segja alveg satt þá voru þau öll mjög hrifin...svo Pizza Company er málið í pizzum hér.....og takk Óli líka fyrir Walkie talkie...það var alveg að gera sig á ferðalaginu!!!

Ester og Einar fyrir að taka á móti okkur, leyfa okkur að nota netið, bjóða okkur te og kex....lána okkur Bjarna bíl (takk Bjarni) og fara með okkur í hellaskoðun í Eyjum....takk Sara fyrir að tékka á þessu með hestana!!

Biggi og Helga...takk fyrir lánið á kæliboxinu og svefnpokunum!!

Birgitta...takk fyrir lánið á dýnunum!!

Síðast en ekki síst....Gréta mín...takk fyrir að vera besta barn í heimi, það er ekki auðvelt fyrir 6 ára stelpu sem er vön að hafa mömmu sína útaf fyrir sig alltaf að þurfa að deila henni með fjórum ítölum sem allir voru mikið að tala og spyrja og mamman mikið að tala annað tungumál og alltaf eitthvað að gera. Gréta er búin að standa sig eins og hetja, arka upp á fjöll, labba í kringum vötn, arka eftir göngustígum og tína ber, skoða fugla, fara í hvalaskoðun og traktorsferð og ég veit ekki hvað og hvað og sitja í bíl í 2020 kílómetra.....þar sat þessi elska og teiknaði myndir, spilaði hringingar í símanum, hlustaði á i-pod-inn og söng hástöfum og kvartaði nánast ekkert....þú ert náttúrulega bara best elskan!!!

Allt þetta ferðalag tekur auðvitað á og ég neita því ekki að maður er svolítið þreyttur og stjörnuspáin mín í gær hittir beint í mark:

Þegar þú ert búin að gera allt sem þú þurftir að gera er kominn tími til að hvíla sig. Þú átt það svo sannarlega skilið enda er annasömu tímabili að ljúka. Leyfðu þér að njóta lífsins áður en næsta vinnutímabil hefst.

Ef þetta eru ekki orð að sönnu...ég á þessa viku eftir í fríi og ætla sko að eyða henni í notalegar stundir með Grétu minni....því í næstu viku byrjar skólinn hjá okkur BÁÐUM!!!!

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

2020 kílómetrar að baki

Ó já...ítalirnir mínir eru komnir og búnir að vera hér í eina og hálfa viku og það er ótrúlegt að upplifa landið í gegnum þá...þeim finnst allt svo merkilegt og magnað hér að það hálfa væri nóg og ég verð að játa að ég sé Ísland með öðrum augum núna en fyrir 2 vikum síðan...mikið sem landið okkar er fallegt og merkilegt og hvað er margt sem við megum þakka fyrir. Ísland hefur sýnt sínar langbestu hliðar á meðan ítalarnir hafa verið hér enda ekki annað hægt þegar HEIMSMEISTARAR eru á ferð ;)

Við erum semsagt búin að keyra 2020 kílómetra frá því sl. miðvikudag....plús 250 km sem við keyrðum í dag og reiknið þið nú!!!

Við fórum frá Reykjavík til Akureyrar í björtu og fallegu veðri og stoppuðum á allmörgum stöðum á leiðinni..nefni meðal annars Paradísarlaut, fossinn Glanna, gengum á Grábrók, skoðuðum seli í Hindisvík (mæli sjúklega með þeim stað), skoðuðum Hvítserk og margt margt fleira. Ferðin tók all-langan tíma, 14 klst, með myndatökustoppum, pissustoppum, pylsustoppum og öðrum stoppum!!!

Vorum í góðu yfirlæti á Hrafnagili hjá englinum mínum henni Jóhönnu, fórum í hvalaskoðun frá Húsavík, skelltum okkur í Hrísey, skoðuðum kvölddagskrána á Einni með öllu, og lögðum svo af stað á Seyðisfjörð á sunnudagsmorguninn. Big mama var með í ferðinni, sem betur fer, og var minn leiðsögumaður á leiðinni....ómetanlegt...takk mamma mín...vona að þú hafir notið ferðarinnar!!
Á leiðinni þangað stoppuðum við líka víða, m.a á Mývatni, tókum 6 km langan göngutúr í Dimmuborgum, gengum upp á Hverafjall svo eitthvað sé nefnt.

Gistum á farfuglaheimili á Seyðisfirði þar sem ég hlustaði á brekkusönginn í vasaútvarpinu hennar mömmu með liðið hrjótandi í kojum...allir í sama herbergi!!!
Frá Seyðisfirði lá leiðin á Klaustur með viðkomu á mörgum stöðum en einna helst stendur Jökulsárlónið upp úr....fórum í siglingu um lónið og ég get svarið það...veðrið var bara geggjað, sól og logn og þvílíkt mikið af jöklum í lóninu og mikið af fólki að skoða, að þetta var bara ótrúleg upplifun.

Gistum rétt fyrir utan Klaustur á fínu og góðu farfuglaheimili og borðuðum sjúklega góðan fisk á Systrakaffi í Klaustri..mæli með þeim stað!! Í gær var stefnan tekin á Reykjavík city með viðkomu á Skógum og Seljalandsfossi ásamt fleiri góðum stöðum. Mamma og Gréta fóru reyndar í Herjólf....drulluþreyttar og fegnar að fá smá pásu...er viss um að þær fara ekki í bíl í nokkra daga...eftir alla þessa keyrslu!!! Við hin brunuðum í bæinn og það var sko no mercy...í dag var brunað á Þingvöll, Gullfoss og Geysi og rétt náðum í bæinn fyrir kl. 19 til að skila bílaleigubílnum...tæpt var það en náðist þó!
Kíktum síðan á Pizza Company með bræðrum mínum sem voru mér til sóma..heheheh...og svo var tekinn Laugavegur, kerti sett á flot við Tjörnina og te/kaffi/sódavatn drukkið á Torvaldsen.....

Á morgun er það svo Bláa Lónið, Reykjanesviti og Álfubrúin meðal annars og svo er stefnan tekin á Torvaldsen annað kvöld til að sýna þeim næturlífið á fimmtudagskvöldi því svo eru það Vestmannaeyjar á föstudag og varla verður mikið um næturlíf þar svona helgina eftir þjóðhátíð!!!

Ég er alveg í essinu mínu að blaðra frá mér allt vit á ítölsku og skemmti mér konunglega við það!! Gréta er líka að verða nokkuð fær og ítalarnir eru líka að standa sig í íslenskunni!!!

En alla vega...höfum verið svooo ótrúlega heppin með veður og allt gengið eins og best verður á kosið og ég þakka fyrir það....hverjum svo sem það er að þakka!!!

Buona notte!!!