miðvikudagur, janúar 09, 2008

Back to school ;)

Jæja...þá er komið að því að fara aftur í skólann eftir stutt hlé frá námi en langt hlé frá þessu námi ;)
Í fyrramálið byrja ég aftur í ítölsku í HÍ eftir 8 ára hlé...huhumm.....fæ allar 32, 5 einingarnar mínar metnar og á þá bara 27,5 einingar eftir í 60 einingar...það er ekkert svo mikið!!!! Þarf svo að skoða 30 einingar í viðbót og þá er BA prófið í höfn...held ég??????????

Ég er gasalega spennt og hlakka ofsalega mikið til að byrja aftur og ekki skemmir að það er sami kennari sem kennir mér núna og kenndi mér 1999-2000 og hann er gasa hress og skemmtilegur. Svo er bara að vona að það sé jafn skemmtilegt fólk og ég sem er í þessum kúrsum hahahahaha. Haustið 1999 var Ingunn með mér og það var sko ekki leiðinlegt skal ég segja ykkur, en ég hlakka samt til að fara ein og óstudd og kynnast nýju fólki og læra meira.
Ég tek bara tvö fög, Ítalskt mál og málnotkun 4 og Ritun 2, gaman gaman...gott að byrja rólega, tvö fög og bara 1x í viku!!!

Ég er samt svo skrýtin og vil oft það sem ég ekki get fengið, akkúrat núna er ég svo spennt fyrir náminu og hlakka svo til að ég myndi helst vilja fara á fullt í ítölskuna í HÍ og klára þetta...en maður lifir víst ekki á loftinu einu saman og ég vildi óska að ég gæti fengið launin mín en samt verið í námi, væri það ekki dásamlegt, að fá borgað (þurfa ekki námslán og/eða yfirdrátt) fyrir að vera í námi?????
En ég á svo skemmtilega vinnufélaga að ég veit að ég myndi sakna þeirra voðalega ef ég hætti og færi á fullt í nám.
Ég er því núna í svona haltu mér-slepptu mér ástandi þar sem það eru spennandi tímar framundan í vinnunni, eitthvað sem ég myndi alls ekki vilja missa af.....úfffff....af hverju finnst manni grasið oft grænna hinu megin???

Hef því í huga þessi fleygu orð.....You can´t always get what you want....vitandi samt að ég fæ það sem ég vil með einhverju móti og góðir hlutir gerast hægt!!! Þolinmæði og skipulag eru lykilorð í þessu samhengi :)

En jæja...er farin að sofa.....mikilvægur fyrsti skóladagur á morgun...hehhheheehe.....buona notte!

1 Comments:

At 6:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hvernig gekk svo fyrsta skóladaginn skvís...?

 

Skrifa ummæli

<< Home