sunnudagur, febrúar 25, 2007

Bíó-grátur

Okkur Grétu var boðið í bíó um daginn en fyrst vildi hún ekki fara þar sem myndin var með ensku tali og íslenskum texta. Eftir svolitla umhugsun tók hún þá ákvörðun að vilja svo fara og sjá þessa mynd sem heitir Pursuit of Happiness og er með Will Smith og krúttlega syni hans. Allavega, við skelltum okkur með ömmu Þórey og Jóni Bjarna og ég hefði ekki viljað missa af þessu. Myndin er sannsöguleg og raunir þeirra feðga miklar, þeir eru bláfátækir og þurfa að sofa eina nótt á karlaklósetti á lestarstöð og það tekur svo mikið á pabbann að hann fer að gráta...og það sama gerðum við mæðgur!!!!
Við litum á hvor aðra með tárin í augunum og kreistum hendur hvor annarrar...með því finnst mér að við höfum veriða að segja hvor annarri hvað við erum þakklátar fyrir það sem við höfum. Því við Gréta höfum svo sannarlega allt sem við þurfum, hestaheilsu, fæði og húsnæði, fjölskyldu og vini, skóla og vinnu, og við getum gert það sem við viljum.
Enda þegar við löbbuðum út úr salnum með tárin í augunum sagðist Gréta vera fegin að hafa ákveðið að fara á þessa mynd, hún hefði ekki viljað missa af henni!!!!!!!!!!!

Þessi mynd fékk mann svo sannarlega til að hugsa sinn gang, hvar maður hefur verið staddur í lífinu og hvar maður er staddur í dag, ég hef hingað til getað veitt Grétu það sem ég tel hana þurfa, efnislega og andlega, og okkur hefur ekki skort neitt. Við eigum líka marga góða að sem hafa aðstoðað okkur á margan og mismunandi hátt og við kunnum líka að meta það. Við mæðgur höfum farið ófáar ferðir saman innanlands og utan, farið í sumarbústaði, eytt dýrmætum tíma saman og upplifað margt skemmtilegt.
Gréta er ótrúlega þægilegt og meðfærilegt barn og hún er á margan hátt mjög fullorðin og ég má oft passa mig að gera ekki of miklar kröfur til hennar, því á margan hátt hefur hún verið minn félagi. Ég meina eins og í sumar....þá sat hún í bíl í ca 8 klst á dag í 8 daga þegar við fórum hringinn með ítölunum, hún kleif fjöll, arkaði um holt og hæðir, fór í hvalaskoðun og ég veit ekki hvað og hvað og ekki heyrðist múkk í henni....hún var bara með i-podinn, gemsann minn eða bara að spjalla við mig og ömmu sína.....algerlega ómótstæðilega dugleg stelpa!!

Allavega...þessi mynd er algerlega frábær og ég er glöð yfir því að við mæðgur skulum hafa séð hana saman, EN ég vil þó taka eitt fram...mér finnst algerlega óviðeigandi að bíóin skuli auglýsa þessa mynd sem fjölskyldumynd og sýna svo treilera úr hrollvekjum, morðmyndum og allskyns viðbjóði sem ekki er fyrir börn, hvað eru þeir að pæla????
í 20 mínútur fyrir sýninguna var sýnt úr misfallegum myndum og ég varð að halda fyrir augun á barninu.....og þarna vorum við kl 18 á föstudegi á FJÖLSKYLDUMYND..og þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist....finnst alveg að bíóin mættu taka þetta til endurskoðunar!!!

mánudagur, febrúar 19, 2007

Bolla bolla....

...bolludagur, sprengidagur og öskudagur....þessir dagar eru svo skemmtilegir!!

Gréta gerði bolluvönd í gær á meðan ég bakaði bollur!!
Buðum svo Óla bróður í bollukaffi og hann kom náttúrlega færandi hendi...með konudagsgjafir handa okkur mæðgum, ég fékk nýja Norah Jones diskinn og Gréta Júróvisjón diskinn....og vorum við báðar mjög sáttar...takk fyrir okkur Ólinn okkar :)
Úðuðum svo í okkur bollum með sultu og rjóma...ég er svo gamaldags að ég vil bara hafa þær þannig...enga ávexti og skraut...bara eins og var í gamla daga!!
Skelltum okkur svo aðeins í Kringluna og Gréta fékk nornabúning fyrir öskudaginn, ég var svo glöð þegar hún vildi vera norn og hætta við að vera Silvía Nótt eins og hún er búin að vera að tala um sl. 6 mánuði...hjúkk...mikil gleði á mínum bæ :)
Brunuðum svo í Ikea þar sem ég fjárfesti loksins í náttborðinu sem mig hefur langað í sl. 2 ár...já maður leyfir sér ekki alltaf allt strax....bara þegar það er tímabært :) skellti því svo saman á meðan Gréta horfði á Stundina okkar.

Í dag voru fiskibollur í hádeginu, bollur með sultu og rjóma í kaffinu og hinar alræmdu Írisar-Ritz bollur í kvöldmat.....en á morgun verður bara Saltkjöt og baunir í hádeginu því ég hvorki kann né nenni að læra að elda þennan þjóðarrétt....allavega ekki þetta árið!!
Afi og Inga hafa alltaf boðið okkur en nú eru þau bara á Kanarí....algerlega vanhugsað hjá þeim að vera í útlöndum á sjálfan sprengidag...hehehehe...vona að þau hafi það sem allra best þar eftir allt sem á undan er gengið hjá þeim!!

Jæja....á morgun fæ ég að vera með Grétu í skólanum í fyrsta tíma og morgunsöng og það verður eflaust svaka gaman, allavega erum við báðar mjög spenntar :)

Öskudagur er enn óráðinn hjá mér....á eftir að finna mér búning....

sunnudagur, febrúar 18, 2007

Morgnarnir mínir...og margt annað :)

Morgnarnir hér eru oftast nokkuð erfiðir, okkur mæðgum þykir báðum ótrúlega gott að sofa og notum tímann til hins ítrasta á morgnana...sem er ekki gott því oftar en ekki erum við á síðasta snúngingi og það er óþolandi og enn meira óþolandi að ná ekki að losna við þennan löst...og fara á fætur fyrir kl.7.
Ég læt klukkuna hringja kl 6.50 finnst alveg djöfullegt að sjá töluna 6 á útvarpsvekjaranum...þótt hún sé 6.50....en svo læt ég útvarpið líka vekja mig og hef það stillt á Bylgjuna þar sem ég er haldin sjálfspyntingarhvöt....þannig er mál með vexti að Sirrý er langt langt frá því að vera minn uppáhaldsfjölmiðlamaður...mér finnst hún ákaflega ekki skemmtileg...en samt læt ég þau Í Bítið alltaf vekja mig....þrátt fyrir að margar aðrar stöðvar séu í boði!!!!
Svo er það annað....maður vaknar kl 7 og fréttirnar eru það fyrsta sem maður heyrir og ég verð nú bara að segja eins og er að mér finnst að það ætti að vera regla nr 1, 2 og 3 að byrja á GLEÐIFRÉTTUM...ég er viss um að ég færi glöð á fætur ef fyrsta fréttin væri t.d að Raggi Bjarna og Eivör væru að fara að syngja með Sinfoníuhljómsveit Íslands....en ekki að 26 manns hafi látist og 14 slasast í sprengjuárás í Bagdad!!!!!!!!!!!!!!

Mér finnst voðalega gott að lesa helgarblöðin uppí rúmi á laugardögum og sunnudögum, enda margt skemmtilegt að lesa um helgar. Í morgun las ég meðal annars Mælistikuna í Fréttablaðinu og sá að GULUR verður litur sumarsins og komst líka að því hvaða fatnaður er skyldueign fyrir vor/sumar 2007 og mér líður svo miklu miklu betur....satínkjóll, pallíettur, silfurlitaður kjóll, og aðrar málmlitaðar og glansandi flíkur....úff hvað ég er fegin að vita þetta...vorið á næsta leiti og ég var farin að örvænta!!!!!!
Og ég fór næstum að gráta þegar ég las að Beckham hjónin hefðu ekki getað eytt Valentínusardeginum saman...snökt snökt!!!!

Ég las líka gagnrýni um barnasöngleikinn Abbababb en ég fór einmitt með Grétu og Jón Bjarna og Óla bróður að sjá hann í gær og krakkarnir skemmtu sér konunglega og fengu að taka þátt í lokaatriðinu, sem var bara gaman. Ég skemmti mér líka mjög vel en fyrir mér er það fyrir mestu að börnin hafi gaman af þessu og það höfðu mín svo sannarlega því Gréta vildi ólm fara aftur!!!
En leikritið fékk ekki góða dóma af því FULLORÐNUM gagnrýnanda fannst leikmyndin ekki nógu góð, búningarnir ekki góðir, tónlistin ekki góð og svona mætti lengi telja. Gagnrýnandinn segist vilja fá þetta betra, vandaðra, agaðra og segir að ekkert sé of gott og ekkert of vandað að gerð sem á að bjóða ungum börnum....ég spyr:ætli hann eigi barn?? Ætli hann hafi spurt börnin út í búningana, leikmyndina, tónlistina?? Hvort þeim hafi fundist þetta skemmtilegt eða leiðinlegt? Skildu þau leikritið og innihaldið? Hvaða karakter fannst þeim skemmtilegastur??
Ég er alveg sammála því að sumt af barnaefninu í sjónvarpinu er alls ekki boðlegt börnum, það er talað til barna eins og þau séu algerlega út úr heiminum og sumt finnst mér bara alveg fyrir neðan þeirra virðingu.
En þetta fullorðna fólk er svo skrýtið og sér hlutina í allt öðru ljósi en börn ,ég meina ekki eru það börn sem líta á Barbie sem staðalímynd og kynveru/kyntákn. Hvað þá að ég hafi hitt ungabarn sem pælir í því hvort Tinky Winky í Stubbunum sé hommi, eða hvort merkið sem hann er með á höfðinu sé merki samkynhneigðra og hvað stendur taskan eiginlega fyrir? Er hann hann eða hún??????????????????
Þetta segir meira um hugsunarhátt fullorðinna en barna.

En jæja....þessi pistill er kominn út og suður......best að skella sér bara í bollubakstur!!!!!

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Strengir og spinning :)

Vaknaði í morgun...og var alveg viss um að ég væri tognuð í náranum!!! Þvílíkar harðsperrur hef ég aldrei á ævinni fengið...eða jú kannski...en það er bara svo asskoti langt síðan ég hef hreyft mig reglulega og þá svona mikið í einu að ég er bara búin að gleyma hvernig alvöru harðsperrur eru..híhíhíhíhí....
En við Ingunn fórum hring í tækjunum á þriðjudaginn, fórum eftir hennar prógrammi og vorum frekar fyndnar...ég er svolítið lengri en hún og hún er svolítið sterkari en ég svo við þurftum að stilla allt aftur og aftur þar sem við fórum samferða svona í fyrsta skiptið mitt...fyrst hún svo ég....svo hún gæti nú kennt mér :) og hvatt mig til dáða :) híhíhíhí....

Ég var alveg að farast í náranum og gat varla gengið, en skellti mér samt sem áður í ræktina og viti menn....þegar við fórum að hlaupabrettið að hita upp hvarf verkurinn nánast...eða dofnaði allavega ískyggilega.
Þar sem við vorum á hlaupabrettinu og vorum rétt búnar að hita upp var kallað að skemmtilegur spinningtími væri að fara að byrja, við litum á hvor aðra og sögðum:"eigum við að fara?" Og þar sem við erum svo hugaðar og með mikilmennskubrjálæði...á lágu stigi samt...þá skelltum við okkur og skemmtum okkur líka svona vel...ji minn eini, ég hélt að ég yrði ekki eldri þegar ég steig af hjólinu í lokin og Ingunn var eins og eldhnöttur í framan :)
Þetta var ótrúlega gaman og gott, skemmtilegur leiðbeinandi sem hvatti fólkið áfram og sparaði ekki hrósið...og þegar við löbbuðum út sagði hann að við hefðum staðið okkur vel!!!!
Það var ótrúlega gaman og gott að heyra, sérstaklega þar sem hann spurði í byrjun hvort einhver hefði aldrei farið í spinning og ég rétti upp hönd...hehehe...þannig að mín stóð sig bara vel og þegar tíminn var búinn var ég bara ótrúlega stolt af sjálfri mér og ætla pottþétt í þennan tíma aftur :)
Sótti svo Grétu í pössun og þessi elska, spurði hvort þetta hefði verið erfitt og ég sagði henni að ég hefði hjólað næstum frá Reykajvík á Selfoss og þá sagði þessi elska: "æ mamma, hvað þú ert dugleg, ég er svo stolt af þér" Manni fallast bara hendur og það kemur kökkur í hálsinn og ég gat ekki annað en stoppað á miðri leið og knúsað hana og kysst og þakkað henni fyrir. Svona hvatning er nú aldeilis frábær!!

Og ég uppgötvaði annað þegar ég kom heim....ég fór að teygja betur á þegar ég kom heim og fann þá að þegar ég byrjað að teygja og fann fyrir í náranum HÆTTI ég að teygja....og þá rann það upp fyrir mér að þegar ég festist í bakinu og fór í nudd sagði Brynjar mér að ég forðaðist alltaf sársauka og ég yrði að fara að takast á við hlutina, svo ég teygði og teygði og teygði svo enn þá meira.....og viti menn.....sjaldan liðið betur!!! Og velti fyrir mér af hverju ég hefði ekki teygt á í dag í staðinn fyrir að hlífa mér svona??

En maður lifir og lærir.....er farin að fá mér gulrætur og rófu (ó já...er að taka líkamsræktina og mataræðið svaka alvarlega sko.....)

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Blátt áfram (blattafram.is)

Var að koma heim af fyrirlestri á vegum Blátt áfram, í skólanum hennar Grétu. Ég hef mikið og lengi velt fyrir mér, hvað og hvernig maður segir 6 ára gamalli dóttur sinni frá því ógæfulega sem getur hent hana á meðan hún er bara saklaust barn.
Mér finnst ótrúlega sárt að ÞURFA að segja henni frá þessu en ég gerði það samt núna í haust og aftur núna þar sem hún er farin í skóla (sem er opnara og minna verndað svæði en leikskólinn) auk þess sem barnaníðingur var á ferð hér í hverfinu og við fengum ítrekað póst frá skólanum um að tala við börnin okkar um að tala hvorki við né fara eitthvað með ókunnugum. Ég las fyrir hana bækur þar sem við ræddum um líkamann, hver á hann og hver ræður yfir honum og svo sagði ég henni bara beint út að það væru veikir menn sem sýndum börnum typpið á sér og segðu að það væri leyndarmál og það mætti ekki segja frá. Og svo töluðum við um það að mega alls ekki fara með ókunnugum, sama hvað væri í boði, nammi, gæludýr eða hvað sem það nú er sem þessi veiku menn nota.
Við ræddum þetta svolítið og hún virðist alveg vera með á nótunum. EN....það sem sló mig mest á þessum fyrirlestri eru líkurnar á því að ég þekki barnaníðing því 30-40% þeirra barna sem eru misnotuð kynferðislega eru misnotuð af FJÖLSKYLDUMEÐLIMUM!!!!
Börnunum okkar stafar EKKI mest hætta af ókunnugum heldur VINUM OKKAR eða FJÖLSKYLDUMEÐLIMUM; 60% í viðbót eru misnotuð af fólki sem fjölskyldan TREYSTIR.
Ég meina...hversu hræðilegt er þetta? Mér finnst þetta svo hræðilegt að ég fæ bullandi hjartslátt og gubbuna upp í háls. Mér finnst óþægilegt að senda hana eina í afmæli til fólks sem ég þekki ekki neitt, eins og foreldra barna í skólanum hennar, hvað þá þegar hún mun komast á "gista" aldurinn, þegar vinkonurnar vilja fara að gista hjá hver annarri....þær mega bara alltaf allar gista hér!!!!!!!!!!!!!

Staðreyndin er sú að hér á landi er 1 af hverjum 5 stúlkum og 1 af hverjum 10 drengjum eru misnotuð, eða 17% af íslenskra barna fyrir 17 ára aldur.

Systurnar sem standa að Blátt Áfram samtökunum eiga heiður skilið og mér finnst að það eigi að skylda fólk til að mæta á svona fyrirlestra. Þær hafa þessa reynslu frá eigin hendi og tala opinskátt um það og hvetja til spurninga, jafnvel um þeirra persónulegu reynslu.
Það sem mér fannst líka ótrúlegt að heyra er að þær eru að leita úrræða fyrir GERENDUR líka, ekki bara þolendur þar sem það hefur sýnt sig að í flestum tilfellum hafa gerendur orðið fyrir því sama. Meitt fólk meiðir annað fólk sögðu þær margoft í kvöld.
Ég vissi það svosem, og veit það vel að einu sinni voru þetta börn sem var brotið á og enginn gerði neitt en ég held samt að reiðin verði svo brjálæðisleg hjá manni ef þetta myndi henda manns eigið barn og ég fer ekki ofan af því að ef einhver myndi gera dóttur minni þetta myndi ég vilja taka þann hinn saman, hengja hann upp á hárinu og skera undan honum með bitlausum ostaskerara......eina sneið á dag!!!!! Kannski þar til reiðinni slotar en það vakna hjá mér svo ótal margar spurningar eftir á;
Hvernig kemst fólk í gegnum þetta?? Hvernig getur fólk sem frá 4-12 ára aldurs hefur verið misnotað komist í gegnum þetta?? Hvar fær það styrk?? Getur það fyrirgefið í alvöru?? Ég hef trú á sálfræðingum og geðlæknum og öllu því en mér er um megn að skilja þetta og vona svo sannarlega að við mæðgur komumst í gegnum lífið án þess að þurfa að reyna þetta.

Ég mæli hiklaust með heimasíðunni þeirra og ef þið eigið þess kost að komast á svona fyrirlestur, það gerir manni bara gott...ég er allavega mjög fegin að hafa átt þess kost og nýtt mér hann!!

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Allt á réttri leið...

...já...ótrúlegt hvað maður getur dregið suma hluti....EN

ég fór í viðskiptabankann minn um daginn og gekk frá hlutum sem ég er búin að vera á leiðinni að ganga frá í margar vikur...kláraði þau mál gersamlega og er ekkert smá ánægð með það. Nú er allt eins og það á að vera.

Búin að kaupa kort í ræktina og skó og byrjuð að æfa, þannig að það mál er líka frá :)

Nú á ég bara eftir að panta tíma í krabbameinsskoðun og ganga frá innbús-eða heimilistryggingu eða hvað sem það nú er sem mann vantar og þá hef ég lokið við það sem óklárað í haust :)

Semsagt...allt á réttri leið!!

Þessi pistill verður ekki lengri þar sem ég hef ekki orku í höndunum til að skrifa því ég fór í ræktina í dag og fór í alls konar tæki og bara titra og skelf eftir það...en það venst....vonandi!!!

sunnudagur, febrúar 11, 2007

Óhugnarleg upplifun

Skellti mér í keilu og svo á rúntinn á föstudagskvöldið og fór svo á skyndihjálparnámskeið á laugardaginn. Kom svo heim, lærði smá, fór svo í matarboð og svo fórum við öll fjógur saman í bæinn. Ég var á bílnum og þar sem við er stopp til móts við Kirkjuhúsið sjáum við að manni er bókstaflega fleygt niður af steyptum stigapalli og beint á gangstéttina, fallið er ca 2-2.10 metra hátt og það var virkilega óhuggnalegt að sjá manninn koma fljúgandi þarna niður, og ég er ekki að ýkja, það hefur einhver fáviti ýtt allsvakalega og af virkilega öllum mætti á bakið á manninum og hann kom alveg kylliflatur og beinn niður á steypta stéttina og beint á andlitið. Ég get ímyndað mér þetta svona eins og þegar maður fær magaskell í sundi....bara svona 1000x verra.
Maðurinn lá svo bara hreyfingarlaus í svona 30 sek og félagi minn stökk út úr bílnum mínum til að tékka á honum þar sem allir hinir sem áttu leið um eða stóðu á stigapallinum skeyttu engu um hann. Maðurinn var með meðvitund og hljóðin sem komu úr honum voru hræðileg, hann hefur eflaust verið að reyna að ná andanum og sársaukinn hefur örugglega verið frekar mikill, hann kipptist til og eins og sagði voru hljóðin skelfileg.
Fljótlega komu samt 2 aðrir menn til að athuga með hann og vinkona mín hringdi í 112 og bað um að fá einhvern sendan og löggan kom bara 4 mín seinna og félagi minn gaf skýrslu en því miður sáum við ekki þann sem gerði þetta. Rétt á eftir kom sjúkrabíll og sem betur fer sáum við að maðurinn var reistur við og studdur inn í sjúkrabílinn.

Þetta var bláókunnugur maður og þetta var virkilega óþægileg upplifun, ég skalf alveg á meðan við fylgdumst með þessu öllu saman og mér varð mikið um. Ég hugsaði einmitt að þetta hefði getað verið pabbi minn og það sem mér fannst skondið er að ég hef oft meiri áhyggjur af bræðrum mínum ef ég veit að þeir eru að djamma heldur en sjálfri mér þegar ég er að djamma, þrátt fyrir allt þetta rohypnol-og nauðgunartal er ég hræddari um aðra en sjálfa mig.

Velti einnig öðru fyrir mér, þegar ég lendi í svona aðstæðum verð ég svo hrædd, ég fæ bullandi hjartslátt og skelf og nötra og þegar ég var að blása í dúkkuna á skyndihjálparnámskeiðinu var okkur sagt að það væri oft ekki kræsilegt að þurfa að blása í fólk sem er ekki með lífsmarki og það sá ég í gær, ég efast um að ég gæti bjargað nokkrum manni????

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Jákvætt viðhorf

Það er engu logið þegar sagt er að viðhorfið skipti máli. Ef maður mætir á stað og er með neikvætt viðhorf þá er maður fljótur að sjá það neikvæða en missir af því jákvæða. Ég fór á fyrirlestur um daginn þar sem var sagt frá tveimur afleysingarkennurum sem áttu að vera með bekk í viku. Annar kennarinn fékk þær upplýsingar að bekkurinn væri afar erfiður og það yrði bara að taka vel á þeim og vera strangur við þau því þau skildu bara ekkert annað, þau væru svo óþekk og gætu bara varla lært nokkurn skapaðan hlut. Kennarinn fór með allar þessar upplýsingar inn í bekkinn og gekk náttúrulega ekkert svakalega vel.
Hinn kennarinn fékk hins vega allt aðrar upplýsingar, honum var tjáð að bekkurinn væri bara mjög góður og gaman að kenna honum og þau væru bara til í allt. Hann fór fullur af jákvæðni og bjartsýni í bekkinn og kennslan gekk eins og í sögu.

Ég var í aðferðarfræði fyrir jólin og var fyrirfram búin að ákveða að þetta væri eitthvað sem ég gæti ekki lært, sama hvað ég myndi reyna, auk þess sem ég hafði heyrt frá skólasystrum mínum að þetta væri svo leiðinlegt og erfitt. Ég fékk 5 í stærðfræði alla mína framhaldsskólagöngu og var bara ákaflega glöð með það, þar sem algebran vafðist mikið fyrir mér og ég viðurkenni það að ég nennti hreinlega ekki að læra þetta þar sem ég vissi að ég myndi aldrei í lífinu þurfa að nota þetta. Ég hef greinilega ekki þroskað tilfinningagreind mína mikið því þegar ég byrjaði í aðferðarfræðinni var ég stödd á nákvæmlega þessum stað og ég ýtti lesefninu alltaf frá mér og sagði við sjálfa mig að það þýddi ekkert fyrir mig að vera eyða alltof miklum tíma í þetta......svona skemmir neikvætt viðhorf fyrir manni, því þegar ég svo fór að lesa fyrir prófið þá var margt þarna sem var áhugavert og alls ekki erfitt þótt annað hafi ekki verið mér að skapi. Verkefnin sem ég vann voru vel gerð og ég fékk meira að segja 9 fyrir eitt verkefni sem ég kláraði á 20 mínútum, rétt áður en ég skellti mér í flug til Tallinn :)

Núna er ég að vinna að þróunarverkefni í skólanum sem og lokaverkefni og ég er full af allskonar hugmyndum og nýti mér allt sem ég finn og sé og skemmti mér konunglega við þetta. Það hefur sjaldan verið jafn gaman að grúska í heimildum og kanna hluti eins og núna. Þar spila nokkrir þættir inn í og þeir eru m.a.
  • Jákvætt viðhorf
  • Ég, ásamt stelpunum sem eru með mér í þróunar-og lokaverkefninu, völdum sjálfar viðfangsefni og höfum mikinn áhuga á því sem við erum að gera því þetta er OKKAR hugmynd.
  • Ég sé fyrir endann á náminu :)
  • Mikið minna álag námslega séð núna en fyrir jól.

Ég fékk ekki nema 6,5 í lokaeinkunn í aðferðarfræðinni og verð að játa að ég bjóst ekki við þeirri einkunn, bjóst við að falla eða þá rétt ná að skríða í fimmuna....svo EF ég hefði verið jákvæð og tekið þetta fastari tökum og sagt: Ég get, ég skal, ég mun.....þá hefði ég eflaust getað gert betur.

Jákvætt viðhorf er það sem maður á að tileinka sér, nóg er af neikvæðninni í samfélaginu og bara heiminum öllum. Finnum það jákvæða og notum það :)

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Fínn dagur :)

Dagurinn í dag var ótrúlega fínn árangursríkur og fullur af jákvæðri orku ;)

Ég er í vettvangstengdu vali þessa vikuna og við erum því 3 saman á öðrum leikskólum en okkar að vinna að þróunarverkefni. Það er mjög gaman og stelpurnar sem ég vinn með eru alveg frábærar. Við náum svo vel saman og höfum unnið mikið af verkefnum saman og alltaf gengið vel og mikið gaman...mikið bullað og hlegið!!!!! Þessi vika er engin undantekning og við getum bara verið ánægðar með okkur, erum á góðri leið og þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur....ekki heldur af lokaverkefninu :)

Í dag fór ég líka í Sorpu með rusl og föt í Rauða Kross gáminn, fór í bankann og gekk frá sparnaðarmálum sem og ýmsum tryggingum, er búin að vera á leiðinni að gera þetta í heila eilífð....og rúsínan í pylsuendanum....ég fór í ræktina!!!
Ó já....er bara búin að skella mér á æfingaskó og líkamsræktarkort...heila 9 mánuði...og í dag var fyrsti dagurinn!! Hef ekki snert svona tæki síðan í Týsheimilinu í ÍÞR 403 hehehehe...

Í för með mér var skólastjóri daðurskólans og einkaþjálfarinn minn, Ingunn Ragna Sæmundsdóttir...hehehehe..og stóð hún sig með prýði....kenndi mér að stilla hjólið og hjóla og drattaði svo kjellunni í Jóga.....jiiiii....þetta er ótrúlegt...eitthvað sem ég hélt að ég myndi ekki alveg fíla en það koma þægilega á óvart...reyndar kom ég sjálfri mér á óvart og líkaði þetta bara ansi vel, er alveg tilbúin að halda áfram (kannski þar til strengirnir koma á morgun...eða hinn!!!!). Dagurinn í dag var samt bara róleg byrjun, en ísskápurinn er fullur af skyri, grænmeti og ávöxtum.....skrapp í Bónus í dag og keypri ekkert sætt...bara þurrkaða ávexti, grænmeti og annað hollt!!

Er sátt og sæl og þakka fyrir árangurs-og gleðiríkan dag ;)

mánudagur, febrúar 05, 2007

"Harpa vinkona á Laugarvatni"

Fyrir allmörgum árum var ég svo lánsöm að eignast yndislega vinkonu, hana Kristbjörgu. Sú yndislega vinkona mín átti vinkonu sem hún talaði látlaust um...og sú vinkona var "Harpa vinkona á Laugarvatni" eins og Kristbjörg talaði alltaf um hana. Það var sama hvert umræðuefnið var það kom nánast alltaf eitthvað hjá Kristbjörgu um þessa "Hörpu vinkonu á Laugarvatni" og ég viðurkenni það að ég var að verða ansi pirruð...eflaust bara abbó...út í þessa "Hörpu vinkonu á Laugarvatni" sem ég hafði aldrei hitt en bara heyrt svo mikið um.

En svo kom að því að við "Harpa vinkona á Laugarvatni" hittumst og við náðum svona asskoti vel saman og urðum strax mjög góðar vinkonur. "Harpa vinkona á Laugarvatni" á skyldfólk í Eyjum og kom þangað og fór svo að vinna í fiski með okkur. Ég, hún og Kristbjörg vorum saman á borði í gamla Hraðinu og stóðum okkur eins og hetjur að skera og pakka, sérstaklega daginn sem út brutust mikil rifrildi á milli þeirra vinkvenna, Kristbjargar og "Hörpu vinkonu á Laugarvatni". Ég er ekki frá því að Kristbjörg hafi verið pínu abbó út í hvað ég og Harpa urðum miklar vinkonur.
Allavega...við Harpa skrifuðumst mikið á og hringdumst á og þegar Harpa kom til Vestmannaeyja skemmtum við okkur konunglega við að labba sama hringinn í bænum og skoða sætu strákana, hanga fyrir utan böll auk þess að bralla margt fleira. Þegar kom að því að Harpa ætti að fara heim á Laugarvatn var gæfunnar oftar en ekki freistað og hún hringdi í foreldra sína til að suða um að fá að vera lengur (og ég söng fyrir þau lagið "Please don´t go....don´t go away...) en það gekk ekki alltaf!!!

Ég heimsótti líka Hörpu á Laugarvatn og var þar á einhverri skemmtun, þar sá ég "fólk" drekka tequila í fyrsta sinn og fannst það ógeð....var náttla ekki farin að drekka sjálf á þessum tíma....hehehee....og fólk varð snarklikkað af þessu og "Harpa vinkona á Laugarvatni" var þar engin undantekning þar sem hún stóð fyrir framan Gumma Jóns í Sálinni og sönglaði "Gummi Jóns er sexý....Gummi Jóns er æði".

Þessi frábæra vinkona mín á afmæli í dag.
Hún er svo frábær og góð vinkona og við höfum brallað svooooo mikið saman. Þótt við höfum þekkst lengi og átt frábærar stundir saman, í Eyjum, á Laugarvatni, í sumarbústöðum, á Þjóðhátið, í Köben, í Reykjavík....þá hefur samband okkar styrkst og breyst sl. 2 ár og hún hefur verið mér stoð og stytta í mínu lífi og því sem ég hef gengið í gegnum. Hún er með mér þrátt fyrir ólík hlutskipti og stað okkar í lífinu og hún er hluti af mínu lífi. Hún er alltaf til staðar fyrir mig og ég vona að ég sé það fyrir hana.

Elsku "Harpa vinkona á Laugarvatni"...til hamingju með daginn og takk fyrir að vera til og vera sönn vinkona í gegnum súrt og sætt.....lovjú!!!!!!!!!

laugardagur, febrúar 03, 2007

Fortíðar-framtíðar-plön

Átti skemmtilegt spjall við Hörpu vinkonu mína um daginn þar sem við ræddum aldur okkar og hversu langt það er síðan við kynntumst. Okkur finnst við ekkert eldast og lítið sem ekkert hafa breyst í þau 16 ár sem við höfum þekkst, þrátt fyrir að hafa verið í Háskóla, átt börn, starfað við ólík störf, gifst, skilið og svo framvegis.
Hvað er það þá?? Stendur maður í stað eða þroskast maður hægar og á annan veg??
Það gerist svo margt þegar maður er unglingur og maður er alltaf að bíða eftir einhverju, bíða eftir að fermast, bíða eftir að verða 16 ára og komast á ball, bíða eftir að byrja í framhaldsskóla, bíða eftir að fá bílpróf, bíða eftir að komast í ríkið, bíða eftir að komast á staði með 20-22 ára aldurstakmark, bíða eftir að útskrifast, bíða eftir hinum eina rétta, bíða eftir að eignast börn og margt margt fleira. Þegar allt þetta er komið er ekki eftir neinu að bíða....og hvað gerist þá??
Horfði á mynd um daginn um mann sem átti allt, konu, fallegt heimili, gott starf og allt....en þá varð hann svo hræddur....hræddur um að lífið yrði svo fyrirsjáanlegt....ekkert óvænt myndi framar gerast!!!!!!! En lífið er fullt af óvæntum hlutum, held að það sé einn af þeim þáttum sem við þurfum ekki að óttast!!!!

Þegar ég var unglingur voru framtíðarplön mín þau að ég ætlaði að verða íþróttafréttamaður....sem ég varð ekki, ég ætlaði að gifta mig í Papey árið 2000...það gerðist ekki, ég ætlaði líka með Hörpu vinkonu minni á ólympíuleikana í Sydney í Ástralíu árið 2000...og það gerðist ekki heldur....en fórum þó saman til Köben í september 2006!!!!!!!!!
Í staðinn fór ég tvisvar sinnum til Ítalíu, fór í ítölsku í Háskólanum, fór að vinna á leikskóla, er að útskrifast sem leikskólakennari, átti barn árið 2000....sem er mun betra en að gifta sig í Papey eða fara á ólympíuleikana í Sydney :) svo ég hef ekki undan neinu að kvarta....lífið tekur sífellt óvæntum breytingum og oftast ekki hægt að plana framtíðina út í ystu æsar en alltaf gott að setja sér einhver markmið!!!

Mín markmið þessa dagana er að klára lokaverkefnið með stæl og útskrifast í sumar, fara svo og taka BA-próf í ítölsku og þýða eitt stykki ítalska bók yfir á íslensku, drulla mér af stað í ræktina með Ingunni vinkonu, hlúa að sál minni og andlegu hliðinni og halda áfram að reyna að vera besta mamma í heimi.....ekki slæm markmið og ekki heldur óframkvæmanleg!!!!!!
Semsagt...nóg til að takast á við og ég hlakka bara til!!!!!!!!!