miðvikudagur, apríl 30, 2008

Ypsilanti, Michigan

Je beibí...kjellan á leiðinni til Bandaríkjanna í fyrsta sinn OMG!!!!!

Skrapp meira að segja í klippingu í gær, Óli bróðir vildi ekki senda mig svona lufsulega til USA en ég veit ekki hvort hann gerði mér neinn greiða því hann klippti mig stutt eins og Katie Holmes svo það er eins gott að paparazziarnir og Tommi (Tom Cruise) verði ekki að þvælast þar sem ég verð!!!!!!!

En ástæðan fyrir ferðinni er sú að við Siggan ætlum að bregða okkur á International Conference hjá High/Scope og mikið sem ég hlakka til.
Fljúgum til Minneapolis og þaðan til Detroit...hef aldrei komið til Bandaríkjanna áður og veit ekki hverju ég á von á...spennó spennó!!!!
Ypsilanti er reyndar bara um 23.000 manna bær, vagga menntunar og góðrar uppeldisstefnu og það verður gaman að hitta Shelley, fyrirlesarann sem við fluttum inn í febrúar, aftur.
Anna ætlar að koma og vera með okkur í 4 daga og það eykur enn frekar á spenninginn!!!!
Siggan búin að tékka á mollum og outlettum....treysti gjörsamlega á hana hvað varðar verslunarferðir, dollara, farentheit og tímamismun.....jidúddamía!!!!!!!!!!!

Við Siggan tókum annars generalprufu á Akureyri á því hvernig herbergisfélagar við verðum og okkur mun eflaust ganga vel að vera saman í herbergi...ef við munum eftir tannkremi, sjampói, bursta, náttfötum og öðrum nauðsynjum....heheheehhehee.....vonandi verður hvítvínsflaskan ekki langt undan!!!!!

Grétan mín ætlar að vera á Selfossi hjá pabba sínum og Birnu á meðan og er hún búin að vera með nettan aðskilnaðarkvíða í margar margar vikur....borgaði sig kannski ekki að segja henni svona snemma frá þessari 10 daga ferð!?!?!?!?
Það verður erfitt fyrir okkur báðar að kveðjast á laugardaginn en við höfum báðar gott af því að vera aðeins í sundur!!!

Ætla annars að taka eitt stk. ítölskupróf á föstudaginn og svo er bara að byrja að pakka niður!!!!

laugardagur, apríl 26, 2008

Dásamlegur dagur

Mikið var huggulegt að vakna í morgun við þessa dásamlegu birtu af sólinni og þetta líka fallega veður...og enn dásamlegra að geta hengt handklæði út á snúru og fá þau þurr inn og með þessari fersku útilykt.......i´m lovin´it!!!!

Gréta fór í afmæli frá 12-14 svo ég plataði Birgittu til að hitta mig í Smáralind og eyða tímanum þar á meðan....borðuðum og kíktum á seinni hálfleikinn Chelsea-Man.Utd. 2-1 heheheheeh
nennti ómögulega að keyra Grétu í Stjörnustelpur og fara svo heim og koma svo aftur...ekki samt gott að eyða svona sólríkum degi í verslunarmiðstöð EN bætti heldur betur úr því seinni partinn!!!

Eftir að hafa sótt Grétu fórum við í bæinn, röltum Laugaveginn og kíktum inn hér og þar, fórum í Kolaportið og skoðuðum íslenska hönnun í Hafnarhúsinu ásamt því að kíkja aðeins á Austurvöll.
Mikið líf í bænum og greinilegt að það er að vora!!!!!

Skutumst svo heim og skiptum um föt og fórum svo í Laugardalinn að líunuskauta....eða sko bara Gréta þar sem ég á enn eftir að fá mér línuskauta (fékk gjafabréf fyrir línuskautum frá Didda bro í jólagjöf).

Við enduðum svo í mat hjá ömmu Þórey og afa Sigþóri!!

Ekki amalegur dagur og mikið sem ég hlakka til sumarsins!!!!!

föstudagur, apríl 25, 2008

Nýtt uppáhaldslag

Nýjasta uppáhaldslagið mitt - á eftir að sjá myndina samt...ha Herdís!!!!!!!!!!!!!!!!!

http://youtube.com/watch?v=kJB02JWp5Oo&feature=related

Þetta lag smýgur undir skinnið á manni og lætur manni líða undarlega....rödd Eddie Vedder einstök og lagið svona líka mergjað!!!
Get hlustað á þetta lag aftur og aftur og aftur......

Sá á vefmiðlunum að Lára Ómars hefur sagt af sér sem fréttamaður vegna smá mistaka....ja hérna hér...mikið mættu nokkrir af pólítíkusunum okkur taka hana til fyrirmyndar!!
Alveg væri mér sama þótt Lára fengi einhvern til að henda eggi í einhvern eða eitthvað í beinni útsendingu...það er tittlingaskítur miðað við það sem er að gerast á landinu.....er Ísland í dag orðið svona?????

Þá er best að grúfa hausinn ofan í námsbækur og hlusta á fallega tónlist og láta sig dreyma!!!!!

þriðjudagur, apríl 22, 2008

Fram og tilbaka

Skrapp norður á Akureyri á föstudaginn, við Siggan brunuðum þetta í einum grænum og skiptumst á skemmtilegum sögum á leiðinni.....munur að vera í góðum félagsskap á svona ferðalagi og ekki skemmdi veðrið fyrir....renniblíða, sól og LOGN!!!!!!
Við skelltum okkur út að borða á veitingastaðnum Strikinu en gömul vinkona mín á þann stað!! Fékk mér ljúffengan silung og hvítvínsglas...mmmm....mæli eindregið með þessum stað ef þið eigið leið norður!!!
Málþingið var svo á laugardeginum, fúlt að hanga inni í þessari bingóblíðu en efnið var áhugavert og málstofan mín gekk framar mínum vonum....var svolítið stressuð allan morguninn en það rann af mér þegar ég byrjaði að tala!!!!
Við brunuðum svo bara til baka seinni partinn á laugardaginn í sömu blíðunni!!!
Merkilegt hvað Ísland er fallegt í svona blíðskaparveðri!!!!

Núna er ég svo viss um að vorið sé komið að ég lét verða af því að skipta vetrardekkjunum í sumardekk...ætlaði að gera það þarna um daginn en nei nei...fór þá ekki bara að snjóa!!!!!!!!!!!

Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér sl.mánuði að ég hef slegið slöku við í lestrinum....verð að bæta það upp ef ég ætla að ná markmiðinu mínu...úffff.....er reyndar að lesa tvær bækur núna....geggjaða bók Viktors L. Franks, Men´s search for meaning (Leitin að tilgangi lífsins) og svo var ég að byrja á Norwegian Wood eftir Haruki Murakami, hún lofar aldeilis góðu svo ég held ég verði fljót með hana!!

Annars á ég að vera að gera fjögur verkefni í ítölsku og svo er lokapróf 2.maí....stanslaust stuð!!!!

sunnudagur, apríl 13, 2008

Málþing á Akureyri 19.apríl

Úffff....innan við vika til stefnu og mér dettur í hug það sem ítölskukennarinn minn sagði við okkur í upphafi annar...þið íslendingar eruð svo skrýtin, þið eyðið öllum vetrinum í næstum ekkert og svo lærið þið eins og vitleysingar nokkrum dögum fyrir próf, drekkið kaffi og orkudrykki til að komast í gegnum próflesturinn í staðinn fyrir að vinna jafnóðum yfir önnina!!!
Jamm...taki þetta til sín þeir sem eiga það....SEK!!!!!!!!!

Málið með mig (og marga aðra) er að ég er alltaf að gera svo margt í einu, ég var að vinna og í námi og að ala dóttur mína upp og eiga félagslíf svo augljóslega er alltaf eitthvað sem situr á hakanum.
Núna er ég líka að vinna, læra, sjá um heimili og barn og reyna að eiga eitthvað líf utan alls þess.
Það líf felst meðal annars í því að vera með málstofu á málþingi á Akureyri um næstu helgi!!!
Ég sendi bara að gamni inn erindi í desember þegar við sáum auglýst eftir erindum á þetta málþing og svo um miðjan janúar kom svar og þeir vildu endilega fá þetta erindi mitt á málþingið. Nú voru góð ráð dýr...ég að vinna, nýbyrjuð í námi og bæta þessu ofan á...vel gert!!
En þetta er skemmtileg vinna og gaman að öðlast þessa reynslu. Ég hef nýtt tímann vel og verið dugleg að sanka að mér efni og lesa mér vel til og núna er ég fram á nótt að koma þessu öllu heim og saman.
Fer norður á föstudaginn og málþingið er á laugardaginn......
Hér er hægt að lesa meira um málþingið fyrir þá sem hafa áhuga
http://vefir.unak.is/skolathroun/radstefnur/april2008/
og hér er hægt að fræðast meira um það sem ég ætla að tala um (klikkið á heitið á málstofunni minni)
http://vefir.unak.is/skolathroun/radstefnur/april2008/abstracts2.html
Hlakka til og kvíði fyrir!!

þriðjudagur, apríl 08, 2008

Loksins loksins...

....drattaðist ég í að þrífa bílinn minn að innan. Hann er pínkulítill en það er ótrúlegt hvað ég er löt við að þrífa hann...en ég stóðst ekki mátið í dag þar sem veðrið var svo fallegt að ég lagði alveg við útidyrnar hjá mér og þreif hann allan (lauslega bara...engin djúphreinsun eða neitt sko...), ryksugaði og þreif motturnar líka...nú þarf ég bara að þrífa hann að utan...eða láta gera það!!!!!

Er að hugsa um að skella mér með hann á morgun og taka nagladekkin undan áður en allir fá þessa sömu hugmynd og röðin fyrir utan dekkjaverkstæðið verður orðin margir kílómetrar!!!!!

sunnudagur, apríl 06, 2008

Lagið á fóninum

ANNIE'S SONG
(John Denver)

You fill up me senses
like a night in a forest
Like the mountains in springtime,
like a walk in the rain
Like a storm in the desert,
like a sleepy blue ocean
You fill up my senses
come fill me again.
Come let me love you,
let me give my life to you
Let me drown in your laughter,
let me die in your arms
Let me lay down beside you,
let me always be with you
Come let me love you,
come love me again.

INSTRUMENTAL VERSE

Let me give my life to you
Come let me love you,
come love me again.
You fill up my senses
like a night in a forest
Like the mountains in springtime,
like a walk in the rain
Like a storm in the desert,
like a sleepy blue ocean
You fill up my senses,
come fill me again.
Diddi bróðir sendi mér þetta lag um daginn og ég get ekki hætt að hlusta á það.......ótrúlega fallegt lag og fallegur texti!!!!!

laugardagur, apríl 05, 2008

Burt með sorg og sút...

Jæja..mikið sem það léttist fljótt á manni lundin þegar sólin skín í heiði, veikindin eru að baki og maður getur farið út og notið þess að vera innan um annað fólks.....frekar þunglyndislegur pistill hér að neðan úfffff...... en nú er öldin heldur betur önnur....við mæðgur vorum svo heppnar að vera boðnar í mat í gær og í kvöld og á morgun er brunch hjá Didda bro þar sem Óli mætir líka og Biggi, Helga og börn...mikið gaman og mikið grín.

Nú, ég fékk 9,3 í ítölskuprófinu (málfræði) sem ég tók í febrúar og er náttúrulega gasa ánægð og montin með það!! Annars eru tvö próf í næstu viku og svo er ég að undirbúa efni fyrir málstofu, en ég verð með erindi á málþingi á vegum háskólans á Akureyri þann 19.apríl. Lokapróf í ítölskunni 2.maí og svo er ég líka á leiðinni á ráðstefnu í Michigan í maí og það verður eflaust gasalega gaman, hef aldrei komið til Bandaríkjanna áður svo það verður gaman!!

Svo það er bara gaman framundan :)

Jiii...þessar færslur eru bara eins og Ragnar Reykás hafi skrifað þær...kannski er ég bara klofinn persónuleiki????????????

miðvikudagur, apríl 02, 2008

Gott eða vont?

  • að eiga ekki íbúð og sjá ekki fram á að eignast hana á komandi árum?
  • að skulda lítið en skulda samt?
  • að vera eins og fugl í búri, vilja frelsi en vita ekki hvað maður á að gera við það?
  • að vera andlaus?
  • að þurfa að vinna en langa að vera í skóla en langa samt að hafa vinnufélagana nálægt?
  • að vera einstæð?
  • að geta ekki leyft sér allt sem mann langar til?
  • að dóttir mín leikur ekki við hvern sem er?
  • að leiðast?
  • að dóttir mín sefur enn uppí hjá mér?
  • að geta ekki treyst neinum nema sjálfum sér?
  • að langa helst að fara að vinna á bókasafni þar sem er nánast alger þögn?
  • að vera heima veik og með veikt barn í samtals 8 daga nánast í röð?
  • að nenna ekki að elda og leiðast að fara í búð?
  • að bíða eftir að dagur sé að kveldi kominn svo maður geti farið að sofa?
  • að dóttir mín er mjög mikil mömmustelpa?

Jæts....hef greinilega verið of mikið EIN og of mikið innilokuð, er að farast úr leti, leiða og andleysi. En allir þessir punktar hér að ofan, við nánari athugun hafa eitthvað gott og eitthvað vont við sig, það er víst þannig með allt í lífinu. Maður hefur gott af því að velta hlutunum fyrir sér og finna nýja fleti á tilverunni.

Væri gaman af lífinu ef það væri alltaf dans á rósum? Nei, það held ég ekki. Ég á ekki heldur í neinum vandræðum, það er bara þannig að stundum er maður á þannig stað að maður er hvorki glaður né leiður, maður bara er. Og þar er ég núna, ég líð um í einhverskonar leiðslu í því sem kallast líf mitt og stundum langar mig til að taka mig til að rífa mig upp og gera eitthvað allt annað en ég er að gera núna en svo fer ég í þann ham að reyna að þakka fyrir allt það sem ég hef og get og á og allt það. Gott eða vont?

Svo er það nú þannig að ég er félagsvera, þrátt fyrir að ég hafi aukna þörf fyrir að vera ein en ég hef gaman af því að vera innan um fólk en ekki bara dauða hluti svo þetta með bókasafnið... ég gæti ekki séð það gerast nema ef hluti samstarfsfólks míns kæmi með mér og þá yrði ekki svo mikið um þögn á bókasafninu!!!!!!!!!!!!

Life goes on and things will change...the sun will come out tomorrow......!!!!