sunnudagur, janúar 20, 2008

Hvað er að???????????

Æjjjjjj.....fyrir nokkrum dögum var ég með öran hjartslátt, gæsahúð og líkaminn allur uppspenntur en það var sko vegna þess að EM 2008 var að byrja. Ég elska að fylgjast með strákunum okkar og hef ákaflega gaman að því að horfa á handboltann.
Ég hækka sjónvarpið í botn og þegar Ísland lék við Svíþjóð fannst mér stákarnir koma einbeittir til leiks, ég fékk gæsahúð og kökk í hálsinn af þjóðarstolti þegar þjóðsöngurinn var spilaður og maður sá og heyrði stuðninginn sem strákarnir fengu. Svo byrjaði leikurinn og kökkurinn og gæsahúðin vegna spennunnar og gleðinnar breyttist í kökk og gæsahúð vegna vorkunnar.
Jesús minn.....hvað er að gerast í liðinu??
Strákarnir virðast ekki hafa mikið sjálfstraust, sem ég skil ekki, vegna þess að þarna eru leikmenn sem eru allir atvinnumenn, flestir hafa verið lengi í landsliðinu, farið á allmörg stórmót, og nokkrir hafa verið valdir í heimsliðið svo það er ekki eins og þetta séu einhverjir nýliðar sem eru blautir bak við eyrun.

En við erum svo sem ekki þekkt fyrir að fara létt með leikina okkar á stórmótum, mér finnst við oftar en ekki komast áfram á kostnað annarra, þurfum oft að stóla á hagstæð úrslit í öðrum leikjum og svona...þannig að einhver heppni þarf oftast að vera með í för, vildi samt óska að hún væri með okkur í leikjunum sjálfum :(

Maður veltir því fyrir sér hvað sé í gangi hjá strákunum því þó mér þyki leitt að segja það þá er eins og þeir virðist ekki vera með hugann við efnið, hvað því veldur þætti mér gaman að vita.
Það er ótrúlegt að sjá leik þeirra því þeir geta svo miklu miklu meira en þeir sýna.
Ætli Séra Pálmi Matthíasson sé ekki með í för eða einhver sem getur rifið þá upp úr þessum djúpa dal????
Alfreð hlýtur að hafa eina góða spólu með í neyð og ég bara trúi því ekki að við komum heim með skottið á milli lappanna eftir þetta mót, þótt það virðist stefna í það.

En það er ekki öll nótt úti enn og sigurinn í gær og óhagstæð úrslit Slóvaka gera okkur kleift að komast í milliriðil en þar komumst við pottþétt ekki upp með að spila svona leik og í hreinskilni sagt þá ættum við ekki skilið að komast neitt áfram ef við ætlum að halda áfram að spila svona....þannig að nú er ekkert annað í stöðunni en að taka sig saman í andlitinu og nota stuðninginn í höllinni, stuðninginn héðan heima og koma tvíefldir til baka í milliriðilinn.....gefumst aldrei upp þótt móti blási segir í laginu og ég hef enn trú á strákunum okkar.....koma svo Ísland!!!!!!!

1 Comments:

At 10:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já hún er aðdáunarverð, þessi óbilandi trú sem þú hefur á íslenska landsliðinu í handbolta. Hvaða sæti var aftur verið að tala um... þriðja eða fimmta... Spurning hvort við stefnum bara í aftursætið.....

Handboltakveðja
Jórunn Einars

 

Skrifa ummæli

<< Home