1 stk dverghamstur, takk fyrir!!
Þá kom að því....dóttir mín er smeyk við hunda og ketti en fékk tvo fiska þegar hún var 5 ára en þeir dóu.
Í haust fékk hún svo þá flugu í höfuðið að vilja endilega fá dverghamstur, og í fyrstu hélt ég nú ekki en hugsaði svo með mér að hún mætti nú alveg fá eitthvað lítið dýr sem hún hefði gaman af og sem væri ekki of erfitt fyrir hana að eiga og sjá um, hvað þá fyrir mig!!!!!!!!!!!!
Svo ég fór og kynnti mér dverghamstra og þeir eru svona líka þægilegir tíhíhí.....eru bara í búrinu og engin læti í þeim og lítil sem engin lykt.
Ég sagði svo Grétu að hún mætti fá dverghamstur er hún myndi geta safnað sjálf fyrir honum og búrinu. Stelpan er búin að vera svona líka dugleg að safna peningum svo sl. laugardag var hún komin með nóg og þá var bara að standa við stóru orðin...við örkuðum í Dýraríkið og sáum þar krúttlegan 2ja mánaða dverghamstur sem er svo ogguponsupínulítill og svona líka gasalega sætur!!! Gréta féll strax fyrir honum og ég meira að segja líka!!!
Nú, við versluðum búr og því fylgdi allt tilheyrandi; matardallur, hús og bómull til að setja í húsið, og hlaupahjól. Svo urðum við að kaupa sag í botninn, kalkstein, vítamínstein, mat og vítamíndropa í vatnið hans.
Gréta skírði hann svo MOLA en við vitum samt ekki kynið fyrr en hann verður 6 mánaða!!!
Gréta mín er með frekar lítið hjarta og þorir ekki enn að halda á krílinu og kippist við allar hreyfingar hans en henni finnst ákaflega gaman að fylgjast með honum. Fyrsta sólarhringinn hans hér áttum við að láta hann sem mest í friði, máttum fylgjast með honum en ekki vera að taka hann upp og passa að hræða hann ekki.
Stelpan í Dýraríkinu sagði okkur líka að dverghamstrar væru meira á ferðinni á nóttunni en á daginn og það hefur sko komið á daginn. Gréta var alltaf að kíkja á hann fyrsta kvöldið hans en hann var alltaf inni í húsinu og sást lítið og svona hefur þetta verið síðan hann kom. En á hverju kvöldi, þegar hún er sofnuð fer hann á kreik og hleypur eins og óður í hlaupahjólinu sínu :( greyið hún, missir alltaf af því. Í kvöld fór hún frekar seint að sofa og ég heyrði að hann var að hlaupa og hún stökk inn í herbergi, nokkrar ferðir, en hann hætti alltaf þegar hún kom!!!!!!!!
En það kemur að því að hann gerir þetta fyrir hana...hehehhehe....
Þannig að við erum bara komnar með lítinn sætan dverghamstur í fjölskylduna og hann er bara alger dúlla!!!
2 Comments:
Til hamingju með nýjan heimilismeðlim!
Sá linkinn þinn hjá Ingu Ragg frænku og varð að kanna hvernig þið þekkist?? Fyndið hvað heimurinn er lítill!!!
Kv. Sigþóra Guðm
Dverghamstur... :) Ágætis lausn hjá þér Íris Dögg.. Skil Grétu vel að vera spennta. Ég átti eitt stykki systur sem var dýrasjúk þegar hún var lítil og dröslaði allskyns kvikindum heim í hús, t.d villiköttum úr hrauninu.. :) Það varð einmitt lendingin í því máli að hún fékk hamsturinn Tönju..
Skrifa ummæli
<< Home