mánudagur, janúar 21, 2008

Skrípaleikur

Hvað verður það næst?????????
Ég á ekki til eitt einasta orð.....ætli það verði borgarstjóraskipti í Reykjavík á 100 daga fresti??
Ég er ákaflega fegin að eiga ekki vini og vandamenn í pólítík því ég efast hreinlega um að menn komist heilir frá þeim störfum.
Mér virðist sem menn selji sálu sína þeim sem býður hæst, hoppa á milli eftir því hver býður best og hvað ég græði á því, menn skipa í nefndir og ráð og borga himinhá laun fyrir það eitt og hvað gerist?????? Akkúrat ekki neitt nema það að þetta fólk hefur greiðan aðgang að fjölmiðlum og gerir ekki annað þar en sanna það að pólítík er mannskemmandi, sjá þetta Framsóknargrín sem sjónvarpsstöðvarnar og blöðin bjóða okkur upp á þessa dagana, hversu langt á þetta að ganga og hversu lengi á að bjóða okkur þetta?? Voru keypt föt eða voru ekki keypt föt? Hvað kostuðu fötin....ji ég get ekki sofið vegna þessara mála!!!!!!!!!!!!!!!
Við hljótum að komast í heimspressuna og Spaugstofan hlýtur að koma sterk inn á laugardag!!!
Baktjaldarmakk og ekkert annað er það sem pólítík er, ojbara og fussumsvei.
Allir viðurkenna að þetta sé farsakennt og allir taka þátt í þessu og enginn veit neitt....

Við Gréta vorum heima í dag þar sem hún var með gubbupest og ég horfði á endursýningu á Sunnudagskvöldi með Evu Maríu og þar hitti Ármann Jakobsson naglann á höfuðið þegar hann talaði um að hafa lagst undir feld til að ákveða hvort hann vildi fara á þing og komst að sömu niðurstöðu og ég eftir að hafa fylgst með þessum skrípaleik í dag.....það kemst enginn heill út úr pólítikinni.

Sem betur fer var komið í veg fyrir annan skrípaleik í dag með að jarða Fisher í Laugardælum en ekki á Þingvöllum, þá hefði ég nú ekki átt til orð...það er fallegt í Laugardælum og þar liggja amma mín og afi, blessuð sé minning þeirra!

1 Comments:

At 1:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ sæta frænka!!!

Bara svona til upplýsingar fyrir þig mín kæra þá áttu 1 frænku og 1 frænda í pólítík en bæði 2 eru sko ekki í þessu bulli í borginni...

Kveðja frá Ísó

Guðný Stefanía

 

Skrifa ummæli

<< Home