sunnudagur, september 14, 2008

Nýjasta nýtt...

...er að börn sem komast ekki inn í frístundaheimilini fari til dagmæðra!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Hvur skrambinn er þetta???? Það fæst ekki fólk til starfa hjá ÍTR til að starfa með börnum í frístundaheimilum og pottþétt er það vegna launanna....og því spyr ég...er til peningur til að borga dagmæðrum fyrir að passa börnin okkar??? Núna þegar dagmæður hafa minna að gera????
Gréta er ekki enn komin inn í frístundaheimilið vegna þess að það vantar enn starfsfólk en glætan að ég fari að senda hana til dagmömmu til að "geta tekið þátt í að aðstoða við yngri börnin og fá að upplifa venjulegt heimilishald eftir skóla" eins og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir orðar það í 24 stundum á föstudaginn!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ég bara á ekki til eitt aukatekið orð...ætlar hún að borga barninu mínu fyrir að aðstoða dagmæður??? Eða ég hætti að vinna kl.14 og hún borgar mér laun milli kl.14-16 og þá fær barnið mitt meiri tíma með mér og upplifir OKKAR venjulega heimilishald.
Er það venjulegt heimilishald að fara 8 ára gömul til dagmömmu með öðrum 6, 7, 8, 9 ára gömlum krökkum og vera þar innan um 4-5 ungabörn??????????

Hvenær ætlar þetta fólk í Menntamálaráðuneytinu og í sveitastjórnunum að opna augun fyrir því að það sem þarf eru BARA betri laun í þessum geira og þá er mannekla úr sögunni og hægt að gera meiri kröfur um hæfara starfsfólk.
Það eru ótrúlega margir sem vilja vinna þessi störf en geta það ekki vegna launanna!!!!

Ég er líka farin að efast um að menntun borgi sig yfirhöfuð...að taka námslán og búa í leiguhúsnæði í mörg ár á meðan maður menntar sig og fá svo skítalaun, líkt og ljósmæður. Ég ætla rétt að vona að þær hafi staðið rétt að öllum uppsögnum og Árni Matt drattist frá embætti sínu með skottið á milli lappanna eins og svo margir aðrir þarna í pólítíkinni ættu að gera!!!

Svei attann segi ég bara!!!!!!!!!!!!!!!!!

3 Comments:

At 9:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað ég er sammála þér og plús ég þoli ekki Árna Matt.

 
At 12:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sama hér. Árni Matt er bara ekki alveg með á nótunum. Og ekki hætta að blogga. Ég nenni nefnilega engan veginn þessu Facebook dæmi. Ég er nú bara svo hrikalega heppin greinilega að í skólanum hans Eyþórs er opið í frístundaveri. Enda gott að búa í Kópavogi. Þar virðist þó vanta helling upp á leikskólamál, skipulagsmál og stjórnsýslumál... Alltaf sama tíkin þessi pólitík heheh

Bestu kveðjur
Jórunn Einars

p.s. sá þig um daginn fyrir utan HÍ. Reyndi að veifa en þú varst á fleygiferð heheh

 
At 12:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ertu ekki að grínast með dagmömmurnar? Og hvað þarf að borga fyrir að láta börnin sín hjálpa dagmæðrunum? Og er allt í einu í lagi fyrir þær að vera með 5 smábörn og nokkur eldri - það þarf nú aðeins að líta eftir þeim! Þetta er líklega það vitlausasta sem ég hef heyrt langalengi tek undir sussum sveiið!

Þetta er nú ekki fjölskyldu- og barnvænt samfélag sem við búum í!

Kær kveðja,
Beta

 

Skrifa ummæli

<< Home