fimmtudagur, janúar 31, 2008

Það er svo skrýtið

Að sitja inni á bar og sjá ekki neitt,
segi ég öllum, mér finnist ei leitt.
En raunin er sú, ef ráðum við í,
að reyndar við höfum ei gaman að því.
Það er einmanaleikinn, sem á mig og þig,
vera innan um fólk - þörfin örmagnar sig.
Ég augum lít fólkið - ályktun dreg.
Bara einmana mannverur, rétt eins og ég.
Það er nú svo skrýtið, er á það ég lít,
sú örvænting stóbrotin, segja ég hlýt,
þegar finn ég það út, ef fast ég brýt hugann
um ferðalag okkar á þessari storð,
alveg er sama hve ánægður dvel
í allsnægtum - mér verður ekkert um sel.
Hamingjan drukknar sem dægurflugan
í draumum um meira á allsnægtarborð.
Lag: Magnús Eiríksson
Texti: Vilhjálmur Vilhjálmsson

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home