föstudagur, september 29, 2006

X+Y og a+b = hostel?

Ég vildi að ég gæti sagt að ég hefði ekki haft tíma til að blogga af því ég væri búin að vera svo dugleg í RÆKTINNI en...þá væri ég hreinlega ekki að segja satt!!!
Þessi pæling mín er ekki komin lengra en síðast og ég er svooo illa stödd að ég var að koma af Pizza Hut þar sem ég tróð í mig nachos, pizzu og ís...aftur og nýbúin!!!!!!!!
Vinkonur mínar, Birgitta, Ingunn og Harpa voru allar með einhvern tilboðsmiða á Pizza Hut og við Gréta erum búnar að fara með þeim öllum á þessum miðum!!!

En annars hefur verið nóg að gera, við mæðgur erum búnar að vera gasalega duglegar að nýta þetta fallega og góða veður til að fara í sund...það er nú öll líkamsræktin mín...að svamla í lauginni með Grétu og liggja í heita pottinum á meðan hún fer nokkrar ferðir í rennibrautunum!!

Nóg að gera við að lesa námsbækur...er búin að taka mig á og er að ná upp því sem ég missti af í letikastinu sl. vikur. Búin að skila aðferðarfræðiverkefninu og komst í leiðinni að því að ég hef ekki þroskast neitt stærðfræðilega síðan í 10.bekk þar sem ég sat á fremsta bekk, við kennaraborðið hjá Gísla Óskars og blótaði og blótaði yfir því að þurfa að vera að leggja saman og draga frá BÓKSTAFI, og Gísli, þessi ágæti náungi hallaði sér að mér og sagðist ekki skilja í því af hverju svona ung og falleg stúlka notaði svona mikið af ljótum oðrum!!!! En ég segi það enn og aftur til hvers í andsk...þarf ég að læra að leggja saman X og Y, eða a í öðru veldi og b í öðru veldi?? Ég hef aldrei á þeim 15 árum síðan ég "lærði" notað þetta...fyrr en núna og ég er alveg jafn illa/vel stödd og þá!!! Ég er ekki frá því að þrjóskan spili þarna eitthvað inní.....en ég ætla ekki að reyna að skilja þetta, ekki einu sinni að þykjast skilja þetta!!!!!!

En jæja...kom við á videó-leigunni þar sem sjónvarpið er sjaldan upp á marga fiska á föstudagskvöldum. Var komin með Hostel í hendurnar þar sem ég er á leið til austur-evrópu í nóvember og hef verið mönuð til að horfa á þennan splatter óbjóð, en mig langar bara ekkert til að sjá hana, ekkert frekar en framtíðar-tækni-myndir...ekki það að ég sé eitthvað hrædd við að horfa á hana því ég er ekki þannig týpa, ég hræðist ekki bíómyndir. Það eru frekar myndir eins og La vita é bella, og sannsögulegar myndir sem skilja eitthvað eftir, hvort sem það er ótti eða ánægja, en svona splatter - blóði drifin - pyntingamynd er bara ekki innan míns áhugasviðs en samt sem áður þá er ég orðin svolítið forvitin og er viss um að forvitnin nær yfirhöndinni og ég horfi á hana fyrr en síðar...en í kvöld er það capote!!!!

sunnudagur, september 24, 2006

LíkamsræktarFRÍK

Jæja hið ljúfa líf heldur bara áfram og á meðan liggja skólabækurnar óhreyfðar í sófanum hjá mér....ARG!!!

Við Ingunn fórum í keilu í gær með krakkana og skelltum okkur svo á Pizza Hut og úðuðum þar í okkur brauðstöngum, pizzum, pepsi og ís!!! Eftir það kíktum við heim til Ingunnar þar sem við komumst að þeirri niðurstöðu að þessir lifnaðarhættir ganga ekki til lengdar og þar sem það er RISAstór líkamsræktarhöll í okkar næsta nágrenni ákváðum við að kíkja aðeins á prógrammið í Laugum og ath hvort við fyndum ekki eitthvað áhugavert og gott!! Er eflaust betra að fara tveir saman....veit að ég myndi ALDREI fara ein!!!!!!!!!
Þegar/ef ég fer að æfa verður það að vera eitthvað MJÖG áhugavert og algerlega fyrir byrjendur þar sem ég hef ekki hreyft á mér rassg...síðan í FÍV í leikfimi hjá Björgvin í Týsheimilinu!!!! Og ég er ekki að grínast með það!!!!
Ég er ekkert hrifin af einhverju sprikli né heldur tækjum, myndi helst vilja komast í eitthvað í líkingu við gömlu leikfimitímana.....Bandí, körfu-hand-og fótbolta eða eitthvað þannig....finnst alveg ómögulegt að vera að hlaupa á einhverju helv...bretti án þess að vera að fara neitt!!!!!!!!!!!!!!!!!!
EN...þetta er semsagt bara í kjaftinum á mér og nú ÆTLA ég að sleppa þessum fordómum og skoða allavega vel og með opnum hug það sem er í boði...þarf að styrkja mig og svo skemmir hreyfing ekkert....gerir manni bara gott...allar þessar harðsperrur og svona....frábært!!!!!

föstudagur, september 22, 2006

Líðandi stundir

Skellti mér á Sálartónleikana; Sálin og Gospelkórinn, sl. föstudag og mikið gasalega voru þeir góðir....þegar fyrsta lagið byrjaði fengum við Harpa bara gæsahúð dauðans og tár í augun :(
það er sem ég segi, Sálin klikkar ekki!!!! Var alvarlega að spá í að skella mér til eyja á laugardagskvöldið eftir gasalega sætt heimboð/tilboð frá Þóru vinkonu en lét svo ekkert verða af því......m.a. vegna þess að við Ingunn tókum nett djamm eftir tónleikana og ekki orð um það meir!!!!!!!!!!

Vikan hefur liðið ótrúlega fljótt, sem er ótrúlega gaman líka...eftir því sem tíminn líður hraðar er styttra þar til námi mínu er lokið...mikið sem ég er orðin leið á þessu...er ekki að nenna að læra og er bara að slugsa og slugsa...sem er ekki gott þar sem þessi önn er svolítið erfið.....þarf heldur betur að fara að taka mig saman í andlitinu, sparka í rassinn á mér og láta hendur standa fram úr ermum og hvað sem þetta kallast allt!!!!! Vil bara vera að gera eitthvað allt annað...bulla á msn, horfa á sjónvarpið, lesa Draumalandið eða skrifa bréf....en það er bara af því ég Á að vera að læra!!!
Mikið sem það verður gott að geta gert eitthvað allt annað á kvöldin en að læra þegar þessu verður lokið...jiiiiii!!!!

Er svo sem búin að bralla margt í vikunni, mamma er í bænum og var með mat handa okkur systkinunum á þriðjudaginn, á miðvikudagskvöldið fór ég út að borða með bræðrum mínum og Grétu á Indókína og það var þrusu gott eins og við var að búast.
Í gær skelltum við mægður okkur í sund eftir vinnu/skóla og svo var það bara Pylsa a la Pylsubarinn í Laugardal og svo röltum við okkur bara upp á hæðina í heimsókn til afa og Ingu þar sem við fengum að sjálfsögðu kvöldkaffi með sólsetrinu, kaka og köld mjólk...klikkar ekki hún Inga!!!!

Í kvöld er það svo aumingjamatur í Mosó hjá Siggunni og vonandi kjötsúpa hjá mömmu og pabba á morgun....frétti af því að þau hefðu verið að elda hana í gærkveldi og því verður hún best á morgun...nammi namm!!!!

Já svona er líf einstæðrar móður í fullu starfi og námi......ljúft og gott og ekki undan neinu að kvarta......eða hvað??????????

mánudagur, september 18, 2006

Köbenferðin frábæra

Köben ferðin var bara snilld.....og skil ég ekkert í okkur vinkonunum að vera ekki búnar að fara svona ferð fyrir löööööngu síðan!!! Mikið sem við hlógum og flissuðum, kjöftuðum og versluðum, drukkum og átum...og skemmtum okkur vel....ég hef sjaldan hlegið jafnmikið og er ég þó nokkuð hláturmild og brosmild týpa!!!!!

Við eyddum fimmtudeginum í verslunarmiðstöðinni Fields þar sem allir fundu eitthvað við sitt hæfi, sumir meira en aðrir og aðrir dýrari en aðrir...hehehehe....sumir fengu harðsperrur í hendurnar eftir að hafa farið tvær ferðir í H&M en aðrir fengu bara harðsperrur af því að bera pokana heim á hótel!!!

Við fórum svo á Hereford að borða á föstudagskvöldið og Lilja Björk, gömul vinkona okkar úr eyjum, kom með okkur. Hún var með passa í Tívolíið og kom okkur öllum þar inn....alger snilld...við hlustuðum þar á einhverja tónleika og skoðuðum okkur aðeins um, lögðum nokkrar 20 krónur undir og unnum allar einhver lukkudýr og skelltum í okkur nokkrum staupum og skelltum okkur svo út á lífið...Rosie McGee var aðalstaðurinn í þessari ferð....mikið af sætum strákum og ég...verandi eina single var boðin út af vinkonum mínum....má þakka fyrir að hafa komist heim þar sem þeim var mikið í mun að koma mér út...nánast til í að selja mig!!!!!!!!!!!!!
Þetta kvöld var hreinasta snilld en samt svolítið skrautlegt...myndirnar eru varla birtingarhæfar en ég set inn þær sem eru ok...hehehehe...

Laugardagurinn var svo tileinkaður Strikinu og við kíktum þar í nokkrar búðir og svona. Um kvöldið fórum við svo að borða á ítölskum stað í Tívolíinu, La Vecchia Signora, og svo voru það tónleikar með Eivöru Páls...þeir voru bara snilld og hún er alger listakona....fljúgandi hjörtu, sápukúlur, skuggamyndir og frábær tónlist (fyrir þá sem hafa gaman af Eivöru).
Við vorum voða stoltar af okkur að vera svona menningarlegar...það var samt ekki lengi því eftir tónleikana var skundað á næsta bar og menningarheitin skilin eftir!!!!
Rosie McGee var aftur fyrir valinu hjá þeim sem hafa eitthvað úthald...hehehe....en ekki tekið eins vel á því og á föstudagskvöldinu. Enda óvíst hvort Dagný Fields væri með í ferðinni eða ekki???

Sunnudagurinn var svo góður dagur....21 stigs hiti og við skelltum okkur í útsýnisferð um Köben í opnum strætó og var það hin besta skemmtun. Borgin með eindæmum falleg og við strax farnar að spá í hvað og hvar við viljum vera næst!!!!
Dóra Hanna fór svo heim með lestinni um kl 19 og Harpa og Hjaltey fóru á flugvöllinn um hálftíma seinna...sumir áttu erfiðara en aðrir með að halda aftur af tárunum.....megið giska hver??
Við Þóra vorum því bara tvær eftir á sunnudagskvöldinu og skelltum okkur á ítalskan stað, Ristorante Friscati, og borðuðum þvílíkt vel....skelltum í okkur einni rauðvín og limoncello í eftirrétt...kjöftuðum helling við þjóninn sem var bara skondinn og svo kvöddum við Köben með einum besta Pina Colada sem ég hef á ævinni smakkað...á Rosie McGee...hehehehe.....

Já það er víst hægt að segja að við vinkonurnar höfum tengst enn dýpri og betri böndum í þessari ferð og það verður ekki af okkur tekið. Eins og gengur og gerist var okkur tíðrætt um okkar ástkæru vinkonu Kristbjörgu heitina og þar sem við sátum á Ráðhústorginu á sunnudeginum, rétt áður en leiðir okkar skildu, voru indíánar að spila panpipes-tónlist og við vorum bara að spjalla þegar við heyrum lagið úr Titanic, My heart will go on, en það lag var í miklu uppáhaldi hjá Kristbjörgu rétt áður en hún dó og var líka spilað í jarðarförinni hennar. Þetta þótti okkur afar táknrænt þar sem við sátum þarna allar saman. gamli hópurinn og viljum gjarnan trúa því að hún sé með okkur í anda...hvað sem við erum.

Elsku skvísurnar mínar....Harpa, Hjaltey, Þóra, Dóra Hanna og Lilja....takk fyrir frábæra ferð, frábæra skemmtun, mikið grín, mikið gaman og allt hitt!!! Það er hrein unun að ferðast með ykkur, deila með ykkur sorgum og gleði, trúnaði og bullumsulli.....takk fyrir að vera þið og takk fyrir að vera vinkonur mínar í blíðu og stríðu...hvar og hvað væri ég án ykkar????

Lovjú endlesslí.......


p.s læt vita þegar myndirnar eru komnar inn....þarf að fá skriflegt leyfi hjá honum skvísunum!!!

mánudagur, september 11, 2006

11.september 2006

Fyrir mörgum mörgum árum var stelpa með mér í skóla. Mér fannst þessi stelpa aldrei neitt sérstaklega skemmtileg en verð þó að viðurkenna að ég þekkti hana ekkert sérstaklega vel. Svo gerist það þegar ég er tvítug að ég fer til Ítalíu sem Au-pair og þegar ég var búin að vera þar í nokkurn tíma hringir mamma í mig og segir mér að þessi gamla skólasystir mín sé að koma til Ítalíu líka og verði þarna bara rétt hjá mér, hvort hún megi ekki hafa samband við mig þegar hún komi út. Ég þvertók alveg fyrir það og reyndi að gera mömmu það ljóst að ég væri ekki þarna úti til að vera í sambandi við einhverja íslendinga og hvað þá einhverja sem ég fílaði ekki!!!!!
En þar sem mamma er ekkert mikið fyrir að hlusta á mig og taka mark á mér þá gaf hún þessari stelpu upp símanúmerið mitt og svo hringir hún og segist vera á leiðinni út og hvort við gætum kannski hist einhvern tímann og bla bla bla. Og það varð úr, við hittumst og náðum svona líka vel saman, hún var bara ekkert eins leiðinleg og ég hélt, hún var bara þrælskemmtileg og er enn!!!
Við brölluðum margt saman á Ítalíu og eigum þaðan margar dýrmætar minningar...nægir þar að nefna Beck´s, sambucha, fótboltaleikir, rop, Nek, Mílaní, figo, og margt margt fleira.
Þegar við komum heim vorum við mjög duglegar að hafa samband og brölluðum margt saman í höfuðborginni. Við áttum börn með stuttu millibili, lærðum saman ungbarnanudd og hittumst því reglulega á því tímabili.

EN svo er það bara stundum þannig að fólk missir samband og sumir eru duglegri að hafa samband en aðrir og um tíma vorum við í litlu sem engu sambandi en fengum þó fréttir af hvor annarri í gegnum sameiginlega vini og kunningja.
Nú er svo komið að við heyrumst á hverjum degi í gegnum síma, sms, msn og ef við erum heppnar hittumst við í eigin persónu.
Þessi stelpa er svo langt frá því að vera eins leiðinleg og ég hélt hana alltaf vera og ég á henni margt að þakka....Hún er BARA frábær!!!!!

Elsku INGUNN mín...til hamingju með daginn í dag...þú ert sko ekkert hryðjuverk heldur kraftaverk!!!
Takk fyrir að verða þess valdandi að ég fór að drekka (hehe), takk fyrir að taka frábærar myndir, takk fyrir að nenna endalaust að hlusta á mig, takk fyrir að vera ein mest bullukjelling sem ég veit um, takk fyrir að veita mér inngöngu í Daður 102 og útskrifa mig þaðan, takk fyrir að vekja mig aftur til lífsins eftir erfitt tímabil og koma mér endalaust til að hlæja!!!

Jæts hvað ég á þér margt að þakka, enda ert ÞÚ bara frábær og TI VOGLIO TANTO TANTO BENE!!!!!!!

miðvikudagur, september 06, 2006

Aukið öryggi í flugvélum



Þar sem öryggisreglur hafa verið hertar til muna vegna hryðjuverka og þess háttar er farþegum ekki lengur heimilt að taka neitt með sér um borð í flugvélarnar og þá er átt við EKKI NEITT í orðsins fyllstu merkingu!!!

Jiiii...hvenær ætli danska landsliðið fljúgi aftur út???

þriðjudagur, september 05, 2006

Listin að pakka

Tölvupóstur þeytist nú á milli Vestmannaeyja, Reykjavíkur og Danmerkur þar sem nú styttist í Köben-ferð okkar vinkvennanna!!
Innihald skeytanna er meðal annars hvað er leyfilegt að taka með sér í handfarangur, hvaða íslenska nammi vill Dóra Hanna fá, hvar á að borða, reyk eða reyklaust, hvert á að fara að djamma, hvar og hvað á að versla og síðast en ekki síst HVERNIG VERÐUR VEÐRIÐ????? Og í framhaldi af því HVERNIG FÖT ÆTLIÐ ÞIÐ AÐ TAKA MEÐ???
Upphefst þá mikil umræða og lýsingar á jökkum og buxum, sparifötum, bolum og öðrum fatnaði þeysist á milli tölvanna.
Sumar ganga svo langt að strauja fötin sem eru svo heppin að fá að koma með til Köben, ég er alveg saklaus af þeim ósið, aðrar eru að hamast við að elda og frysta svo kallinn og börnin fái nú örugglega hollan og góðan mat meðan húsmóðirin sukkar í Kóngsins Köben, og ég sit bara hér í kæruleysi og blogga!!!!
Brottför eldsnemma á fimmtudag og stelpan ekki farin að setja eina flík í tösku...það er af sem áður var...en til að valda ekki vonbrigðum...þá er ég nú búin að hripa niður á miða það sem ég ætla að hafa með.
Veðurspáin var ekki svo glæsilega fyrir nokkrum dögum en eftir að hafa rætt ærlega við veðurguðina hafa þeir séð aumur á okkur og spá núna sól og hita....en ekki hvað!!!
Svo í stað þess að skjótast inn á pöbb og forðast að vökna verðum við að skjótast á pöbbann og kæla okkur niður vegna hita...jiiiiii hvað þetta verður gaman!!!!!

föstudagur, september 01, 2006

Tæknin

Ja hérna hér...ég verð nú bara að játa eitt....ég er ekki mikið tæknifrík...sumt að þessu tæknidrasli skil ég engan tilgang með og vil helst ekki vita af því...eins og t.d. þegar ég fer í bankann og þarf að kvitta á helv....skjáinn og þegar ég fæ kvittuninina í hendurnar er eins og 3ja ára barn hafi verið að skrifa nafnið mitt!!
Sumt af tækniundrunum fer í mínar fínustu...þar sem ég er frekar gamaldagstýpa...og þá kannski sérstaklega nýjungagirnin í sumu fólki...mér dugar alveg gsm síminn minn, hann er með myndavél og hægt að fara online og alles.....ég þarf ekki nýjan og betri þótt þeir séu til...eins með digital myndavélina mína..hún er ágæt og virkar vel og ég kann á hana....þótt hún sé orðin 7 ára gömul!!!
Hrædd við nýjungar/breytingar?? Ég skal ekki segja.......

Í gær t.d var ég á msn...eins og svo oft áður...þegar Marco vinur minn bjallar í mig þar og spyr hvort við eigum ekki að prófa Skype-ið...sem ég hef bara einu sinni prófað áður...jú jú ég er til í það og viti menn!!! Haldiði ekki að hann hringi svo bara í Cristinu og Stefano (þetta eru allt ítalarnir sem voru hjá mér í sumar) og þarna sat ég, fyrir framan tölvuna með heyrnatól með míkrófón og spjallaði við ítalska vini mína...og það sem meira var...Marco er með webcam og því varð þetta ennþá skemmtilegra!!!!

Og þar sem ég er alveg græn í svona tækniundrum þá kunni ég ekkert á þetta og vissi m.a. ekki að hægt væru að hringja í heimasíma úr Skype....
Þetta segir mér nú bara eitt....að ég verð að vera opnari fyrir tækninýjungum...þarna er fín leið til að spara pening sem annars fer í símakostnað!!!

Tölvupósturinn er líka frábær uppfinning....t.d núna þegar við erum að skipuleggja Köben ferðina (sem er bara að bresta á) þá svoleiðis fljúga skeytin á milli og allt er að gerast...dagleg samskipti og ekkert nema stuð....ekki von nema maður sé alltaf í tölvunni!!!