sunnudagur, október 28, 2007

Allt tekur enda.....

Ég fór fyrst sem au-pair til Ítalíu árið 1994 og fór svo aftur 1995 og í millitíðinni hafði ítalska fjölskyldan mín finnska au-pair, Mari. Ég kynntist henni þegar ég kom aftur árið 1995 og við skrifuðumst á í nokkurn tíma. Þegar ég kom aftur heim og var ófrísk af Grétu fór ég í ítölsku í háskólanum og þá sendi Mari mér nafn og heimilsfang ítalskrar pennavinkonu sinnar, Cristina, og bað mig um að setja það á töfluna í háskólanum því Cristina langaði svo að eignast íslenskan pennavin. Ég ákvað að skrifa henni sjálf og sé sko ekki eftir því. Eftir nokkur bréf fór hún að hringja í mig og smám saman urðum við svona líka góðar vinkonur. Cristina er hress og kát og svo sannarlega frábær vinkona. Við skrifuðumst á og hringdumst á og hittumst loks í fyrsta sinn við Gardavatn árið 2003 en þá fór ég með Grétu, mömmu og pabba til Ítalíu. Síðan þá urðu bréfin og símtölin fleiri og fleiri og í fyrra komu þau svo til Íslands, Cristina, kærastinn hennar hann Stefano, Marco vinur þeirra og Ambra vinkona þeirra. Öll höldum við góðu sambandi og með Msn, Skype, Facebook, tölvupósti og símanum höldum við góðu sambandi og heyumst allavega 1x í viku...með einum eða öðrum hætti!!!!!
Núna er ég svo búin að fara til þeirra, svo staðan er 1-1....hehehehe...stefnan er að fara aftur á næsta ári því þau öll og Jorunn, konan hans Marco urðu öll ástfangin af Grétu minni svo nú bíða þau eftir að ég komi með hana með mér!!!!!!

Anyway.....þegar við vorum við Miramare kastalann var veðrið alveg hreint dásamlegt og ég var svo ánægð með að hafa skellt mér til þeirra en jafnframt leið yfir því að vera svona langt í burtu. En eins Cristina sagði svo réttilega þegar ég kvaddi hana á lestarstöðinni í Trieste með tárin í augunum og kökkinn í hálsinum:
tutto finisce per ricominciare sem þýðir að allt tekur enda til þess eins að hefjast aftur!!!

Þessar fallegu sólseturmyndir segja það sem segja þarf...sólin sest til að rísa á ný, ekki satt???
Svo við munum hittast aftur, ég og Cristina og ég og Ítalía!!!!!!


Kl. 16:12 Kl. 16:13

Kl. 16:14



Kl. 16:14


Kl. 16:15


Kl. 16:15


Kl. 16:16


Kl. 16:16

laugardagur, október 27, 2007

Ítalía - II.hluti - Trieste í góðra vina hópi.

Netið er eitthvað að stríða mér og það gengur eitthvað hægt að setja myndir inn...verður að bíða betri tíma!!!

Ástæðan fyrir þessari ferð var fyrst og fremst sú að vinir mínir Marco og Jorunn giftu sig í Osló í september og ákváðu svo að hafa brúðkaupsveislu...eða meira svona partý...í Trieste í október. Ég mátti velja hvort ég kæmi til Osló í athöfnina eða til Trieste í veisluna, ég var því tilneydd að skella mér og fékk Ingunni til að koma með mér...þurfti alveg að snúa upp á handlegginn á henni...NOT!!!!
Við eyddum laugardeginum í að rölta um Trieste og á laugardagskvöldið var svo veislan. Þar var mikið gaman og frábært að hitta allt þetta fólk sem maður hefur heyrt svo mikið um og eins fannst þeim gaman að kynnast okkur íslendingunum. Við fengum geggjað gott að borða, hvað annað...Prosciutto crudo, salami, brauð og eðalvín með....gerist ekki betra!!
Eftir að veislunni lauk var brunað á diskó og þá hófst fjörið. Ýmis ný dansspor urðu til...flest þó þannig að maður sparaði orku...dansspor sem líkist því að skrúfa ljósaperu, hreyfa bara tunguna eða fingurinn og að pumpa!!!Þó sást líka mjaðmahnykkur og veiðitilþrif!!!
Á sunnudeginum sáum við Barcolana-bátakeppnina og skoðuðum Miramare kastalann og fórum svo upp í sveit að borða. Allan tímann vorum við í góðra vina hópi og kynntumst svo skemmtilegu fólki að það hálfa væri nóg!!!
Frábær tími með frábæru fólki og frábær matur!!!!!!!!!!

föstudagur, október 26, 2007

Ítalía-I.hluti-Borgin Trieste í máli og myndum

Við Ingunn skelltum okkur til Ítalíu þann 12.október og eyddum 9 dögum í þessu dásamlega landi. Mikið svakalega sem við höfðum það gott. Við eyddum þessum dögum í góðum félagsskap, borðuðum heilan helling af prosciutto crudo (hráskinka) og töluðum ítölsku út í eitt!!!

Við flugum með British Airways til Gatwick, London og komumst ekki að því fyrr en seint og síðar meir að maður drekkur frítt um borð!!!!!!!!!! Frá Gatwick tókum við EasyJet á Marco Polo flugvöllinn í Venezia (Feneyjum) og þar biðu okkar vinir mínir Cristina og Stefano!! Við brunuðum að sjálfsögðu beint á pizzastað og þar hófst hið mikla prosciutto crudo át okkar vinkvennanna!!!


Laugardeginum og sunnudeginum eyddum við í að skoða Trieste og nágrenni og um það fjallar þessi fyrsti hluti ferðabloggsins!!!




Myndirnar mínar koma alltaf í vitlausri röð....það er kannski betra að byrja neðst og skrolla upp....ef maður er smámunasamur allavega!!!!!!!!!!!

Útsýnið úr garðinum við Miramare kastalann í Trieste. Ekki amalegt...hvorki útsýnið né að eiga kannski bara svona lítinn sætan bát og geta dólað sér á hafi úti í sólinni.....hummmmmm...


Garðurinn í kringum Miramare kastalann er ekki nema 22 hektarar og þar má finna fallega flóru og samansafn af skemmtilegum skúlptúrum.

Castello di Miramare - Miramare kastalinn sem var byggður í kringum 1860 og var byggður að ósk Massimiliano D´Asburgo en hann vildi byggja hann fyrir ástina sína. Ástarsögu þeirra lauk þar sem hann lést á skipi sínu við innsiglinguna og því náðu þau ekki að eyða lífi sínu saman í kastalnum. Hugnæm saga og dramatísk....that´s amore!!!




Piazza dell´Unitá, hjarta Trieste.



Il palazzo del governo- Stjórnarráð Trieste á Piazza dell´Unitá torginu.

Á hverju ári er skútukeppni í Trieste, Barcolana. Þetta var 39. keppnin og alls tóku 1833 bátar þátt. BáturAlfa Romeo vann og setti meira að segja nýtt met (55 mín og 30 sek.). Við fórum á fætur og skelltum okkur upp í vitann, Faro della vittoria, til að fylgjast með herlegheitunum. Það var ákaflega gaman að sjá allar þessa báta og verða vitni að þessari sögulegu stund...hehehehe.
http://www.barcolana.it/2007/index.asp

Í Trieste blæs oft vindur sem kallast BORA. Morguninn sem Barcolana var var Bora og því var startinu frestað um klst. Það var frekar mikill vindur en ekkert Stórhöfðaveður sko!!!!!
Það var samt gott að finna að grasið er ekki alltaf grænna hinu megin og Ítalía getur stundum verið eins og Ísland!!
Trieste.


Ég og Stefano, heimsmeistari!!


Alveg hreint dásamlegar þessar litlu þröngu ítölsku götur!!!



Gamalt rómverskt leikhús í Trieste. Það var svo gott veður þennan dag og við örkuðum upp margar hæðir til að skoða borgina. Það var vel þess virði, enda borgin falleg og hreinleg.
Næsti hluti mun fjalla um Trieste í góðra vina hópi!!!

fimmtudagur, október 11, 2007

Flutningur og ferðalag

Úfffff....er búin að vera netlaus í marga marga daga en sem betur fer bara segi ég því þá varð mér eitthvað úr verki!!
ERum alveg fluttar, tæmdi síðustu bílana í gær...ó já...vinnubíllinn hans pabba og Hyundainn voru enn fullir af drasli!!! Jólaskrautið er sem sagt komið í hús og mér var skapi næst að setja það bara upp en ekki í geymsluna!!
Talandi um geymsluna....jidúddamía hvað ég og Gréta eigum mikið af drasli....tók rækilega til hendinni og henti og henti....fór með í Sorpu og Góða hirðinn...gott ef einhver getur notið góðs af því sem ég er hætt að nota!!

Annars er ég á leiðinni til Ítalíu í fyrramálið, við Ingunn æltum að skella okkur í brúðkaupsveislu hjá vini mínum og skemmta okkur konunglega og borða geggjað góðan mat allan tímann!!!

La vita é bella....Life is beautiful...Lífið er yndislegt!

Ciao a tutti!!!!!

mánudagur, október 01, 2007

Fluttar ;)

Jæja þá erum við svo gott sem fluttar. Allt "litla" dótið okkar komið á Sundlaugarveginn en stóru hlutirnir eru eftir hér á Hraunteignum.
Mér líkar bara betur og betur við nýju íbúðina, hún er gasalega gul og krúttleg, bara mjög hlýleg og skemmtilega uppgerð. Fullt af frábærum fídusum eins og innbyggt útvarp og sjónvarp í eldhúsinu, allir skápar í eldhúsinu útdraganlegar, innstunga sem kemur út með skúffunni á baðinu (frábært fyrir sléttujárn og hárblásara), innbyggðar hillur í stofunni fyrir videóspólur, dvd og geisladiska. Svo er ég með heimreið...bílastæðið mitt er alveg upp við útidyrnar....eftirlæt pabba það samt kannski ef hann verður almennilegur...ég meina hann er nú orðinn 56 ára!!!!!

En mikið svakaleg á maður mikið af dóti...hvað á maður að gera við þetta allt saman???
Og ótrúlegt hvað 7 ára gamalt barn á mikið af alls konar dóti...jidúddamía sko....það er ekkert venjulegt. Það verður spennandi að sjá hvernig mér á eftir að takast að koma þessu öllu fyrir...úff!! En þá koma skipulagshæfileikarnir bara enn betur í ljós..híhíhí.

Jæja er alveg komin með rugluna og þreytuverki í bakið og lappirnar....jæts!!

Verð eflaust netlaus í nokkra daga....bið að heilsa ykkur í bili!