mánudagur, júlí 21, 2008

Fríið að byrja

...ég fer í fríið, ég fer í fríið, ég fer í fríið...ó já, er komin í sumarfrí og byrjaði á því að bruna á Arnarstapa með Grétu og Birgittu þar sem við fórum í bústað til Ingunnar og strákanna. Harpa og Jón Gunnar voru líka þar með börnin og tjaldvagninn svo það var mikil gleði!!
Veðrið var stórkostlegt á laugardaginn og sést það best á okkur vinkonunum þar sem við erum bleikar á hinum og þessum stöðum!!!!!!
Þvílíkt sem það var huggulegt að liggja á veröndinni með hvítvínsglas og láta sólina skína á sig.
Við fórum með krakkana á gleðibumbuna, fórum að Malarrifsvita og þar niður í fjöru og fengum okkur vöfflur/gulrótarköku/eplapæ á kaffihúsinu að Hellnum.
Á heimleiðinni fengum við okkur nesti í fjörunni á Búðum og smökkuðum vatnið í Ölkeldu sem féll í misgóðan jarðveg.

Þannig byrjaði fríið og hvert framhaldið verður veit nú enginn ennþá nema við ætlum að skreppa til Köben með Óla bróður í ágúst og ég er að velta fyrir mér verslunarmannahelginni!!

Erum boðnar í skírn í eyjum 28.júlí sem er mánudagur fyrir þjóðhátíð og þá yrði þetta 3ja eða 4ða árið í röð sem ég fer frá eyjum vikuna fyrir þjóðhátíð!!!!
Sumir kalla mig klikk en mér er alveg sama, ég sakna ekki þjóðhátíðarinnar og fer létt með að vera í Reykjavík eða hvar sem er á landinu um þjóðhátíðina....ólíkt sumum sem ég þekki sem þjást af sorg og trega og sjálfsvorkun ef þeir hafa tekið þá ákvörðun að vera ekki á þjóðhátíð!!

En ef svo skemmtilega vildi til að ég, Harpa, Ingunn og Birgitta gætum farið saman á þjóðhátíð myndi ég ekki hugsa mig tvisvar um...svo stelpur....koma svo!!!!!!!!!!

Annars eru næstu dagar bara óráðnir og mér er nokkuð sama þótt hann rigni, þá hef ég ekki samviskubit yfir að sofa út!!!!!!!!!!!

1 Comments:

At 10:44 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já veistu eins mikill þjóðhátíðari og ég var þá er það alveg dottið út hjá mér. Kiddi hefur reyndar aldrei farið á þjóðhátið þannig að það væri nú gaman að taka eins og eina með honum. Manstu þegar það mátti ekki fara heim undir morgun því þá væri kominn nýr dagur og enn styttra eftir af gleðinni he he he gaman gaman.
Góða skemmtun í sumarfríinu þínu og njóttu þess með Grétu.

Kv. Lilja Björk

 

Skrifa ummæli

<< Home