fimmtudagur, mars 23, 2006

Eftir hverju leitar maður??

Já það er góð spurning...leitar maður eftir útliti, persónuleika, klæðaburði, stíl, tónlistarsmekk, augnalit....eða hvað er það við hitt kynið (eða sama kyn ef því er að skipta) sem heillar mann????

Ok...það er eflaust margir þættir sem spila saman svo tveir einstaklingar geti farið að dansa...en mikið var ég heppin að rekast á grein í Blaðinu í gær...hehehe...það fyrsta sem ég tek eftir í fari karlmanns eru nefnilega HENDURNAR og í greininni í Blaðinu í gær var semsagt verið að fjalla um það að rannsóknir sýna að það er tengsl milli fingralengdar og árásarhneigðar...hvorki meira né minna!!!!

Því styttri sem vísifingurinn er samanborið við baugfingurinn þeimur meira magn er af testesteróni og þar afleiðandi meiri árásarhneigð.
Það kemur einnig fram í greininni að karlmenn með kvenlega fingur er hættara við þunglyndi.

Ok...flott...svo nú leita ég semsagt að manni sem er með langan vísifingur miðað við baugfingur og með karlmannlegar hendur...þá ætti ég að vera í góðum málum!!!!!

miðvikudagur, mars 22, 2006

19.mars 1989

Kíkti á bloggið hjá gamalli vinkonu minni úr eyjum, henni Sigurbáru og sá þá að hún skoraði á mig að segja frá fermingardeginum mínum....ég ætlaði að gera það þann 19.mars en hef átt í smá tölvu-örðugleikum svo nú kemur það!!!!

Sko...það yndislegasta við að fá að fermast þennan dag var að amma mín heitin í Halakoti hefði átt afmæli þennan dag...það var hún sem fékk það í gegn að ég yrði skírð en þá var hún orðin veik og hún var mjög trúuð kona og vildi ekki yfirgefa þessa jörð án þess að ég yrði skírð svo pabbi lét tilleiðast og ég var skírð þegar ég var að verða 5 ára..og Diddi bróðir þá í leiðinni...að verða 2 ára!!!

Allavega....ég valdi þennan dag til heiðurs ömmu minni og svo upphófst leitin að fermingarfötunum....það var bara fyndið. Agnes dóttir Höbbu vinkonu hennar mömmu átti voða fínan hvítan kjól sem Habba bauð mér og ég hélt nú ekki....ég ætlaði sko ekki að vera í kjól....var sko engin kjólatýpa og vildi bara fá buxur og eitthvað....guð minn góður og það varð úr...ég var í karlmannsfötum á fermingardaginn!!!!!!!!!!!!!! Sérsaumaðar buxur, vesti og jakki, klossaðir skór og hvít skyrta og meira að segja klútur í hálsin....hvað er það???? Svo þegar ég kom í kirkjuna þurfti að taka hálsklútinn af því við urðum öll að vera eins um hálsinn..kirtillinn var að vera eins hjá öllum!!!

Jæja....ég fór í greiðslu en make-up vissi ég ekki hvað var :) ég var með demanta nælu (sko langt á undan minni samtíð hvað það varðar.....heheheh) sem ég hafði fengið í jólagjöf frá gamalli frænku í Ameríku...og hárið var uppsett og greitt voða fínt :)

Ég man nú ekki mikið úr kirkjunni, þetta gekk bara allt voða vel held ég...ég fór sem betur fer ekki í neina myndatöku....guði sé lof fyrir það....eða bara mér sjálfri kannski....vildi það ekki!! Fórum hins vegar öll saman þegar Diddi fermdist og það var ágætt svo sem!!!!

Veislan var haldin heima hjá Ester frænku og afi minn sá um hana ásamt öðru góðu fólki.....kransakakan var frá vinkonu mömmu frá Hvanneyri og margir aðrir aðstoðuðu man ég.

Ég fékk lítinn pening en mikið af skartgripum..hálsmen aðallega en líka hringi, bækur, svefnpoka,
stjörnuspákort (sem ég þarf að fara að lesa aftur..heheheh...) lampa og margt fleira....en það sem mér þotti langvænst um var að rétt áður en ég fór í kirkjuna bað pabbi mig um að koma með sér upp í herbergi og ég varð hálf-skrýtin því pabbi er ekki trúaður maður og ef hann hefði fengið að ráða hefði ég hvorki verið skírð né fermd og við áttum í allskonar deilum á meðan á fermingarundirbúningnum stóð og því vissi ég ekki alveg hvað var að fara að gerast en.....þegar við komum upp í herbergi sagði pabbi mér að þegar amma mín varð 60 ára þá fékk hún úr í afmælisgjöf sem þótti ákaflega fínt þar sem ekki þurfti að trekkja það eða neitt og þegar hún dó þá sagði afi minn að ég ætti að fá þetta úr í fermingargjöf en hann var þá dáinn en hafði komið þessum skilaboðum áleiðis og þarna stóð pabbi með úr mömmu sinnar á fermingardaginn minn og afmælisdaginn hennar og ég fór bara að skæla :(
Þetta er besta minningin um fermingardaginn..og mér þykir ótrúlega vænt um þetta úr....

Við amma áttum ótrúlegt samband, við bjuggum hjá þeim frá því að ég fæddist og þar til ég var 5 ára og þegar við fluttum var eins og hjartað væri rifið úr okkur báðum (hefur pabbi sagt mér) en amma kenndi mér fyrstu bænirnar og vísurnar og hún var svo ótrúlega falleg sál :)

En þetta er það helsta frá mínum fermingardegi.....

miðvikudagur, mars 15, 2006

Hippy hippy shake.....

...loksins þegar ég var búin að ákveða að skella mér til eyja á hið víðfræga Hippaball...komin með dressið og skóna og alles, allt tilbúið..nei þá er bara búið að fresta því...þá sjaldan maður skipuleggur sig.....og ástæðan...jú jú....húsnæðisskortur....hehehehe...hvað er að gerast í eyjum??? Þetta fína partý -hús en ekkert partý....þyrfti bara að fá gömlu Höllina aftur......skipta um stað við Betel bara og hafa þetta eins og í denn...mikið var það hrikalega gaman og þá sérstaklega húkkaraböllin þegar allt var morandi af fólki, opið á milli og bestu hljómsveitir í heimi að spila....ohhhhh...maður er nú aldeilis með nostalgíu......enda ótrúlega margt brallað þarna og á þessum árum.....

Mínar minningar úr höllinni gömlu er fyndnar.....allt frá grímuböllum til alvörudansleikja :)
Ég var og er auðvitað svo saklaus að ég fór bara einu sinni á alvöru-ball áður en ég hafði aldur til...hehehe....fór með stelpunum í handboltanum (þær þaulvanar) og var með hjartað í buxunum allan tímann....
Ónefnd vinkona mín varð ofurölvi á einu góðu balli og þurfti að æla, en hafði þó rænu á því að æla í vatnskönnu og ekki ein einasta sletta út fyrir...þetta atvik er rifjað upp á hverjum einasta vinahittingi....hehehe
Dansar við úlfa myndin á afmælisdaginn hennar Kristbjargar minnar og báðir strákarnir sem ég var skotin í á þeim árum sátu í sömu röð og ég...heheheh...margar af mínum vinkonum fundu ástina sína þarna...

já þetta voru the golden days....

þriðjudagur, mars 14, 2006

Kríla-tískan

Tískan er alveg hreint frábært fyrirbæri eins og ég hef áður minnst á hér....og ég hef líka minnst á það að ég eltist lítið við það fyrirbæri en tel mig samt ekki vera neitt lummó þrátt fyrir það....ég tel það ekki mikilvægt að þurfa að eltast við einhver merki og einhvern klæðnað af því einhverjir segja að hann sé í tísku....en mér finnst svo sem allt í lagi að fullorðið fólk eltist við þetta og eyði tíma og peningum í þessa vitleysu en þegar þetta er farið að beinast að börnum og unglingum þá finnst mér það nú orðið gott.....eins og blaðið sem er að koma út í kjölfar þáttanna Fyrstu skrefin á Skjá 1....þá er fyrisögn á forsíðunni þar sem stendur TÍSKUÞÁTTUR KRÍLANNA.....og eins og krílunum sé ekki sama þótt þau séu ekki í nýjustu tísku.....eða hvað??????

Annars get ég voða lítið verið að segja svona :) þar sem fólk í kringum mig hefur komið Grétu á bragðið með hin og þessi merki.....Óli bróðir dælir í hana Nike fötum og skóm og amma Þórey kom okkur á bragðið með Kenzo þegar hún var pínu lítil. En ok...Gréta talar um Nike og svona og það hljómar kannski svolítið snobbað en ég kom henni ekki á bragðið með þetta og ber litla sem enga ábyrgð á þessu :) það eru aðrir sem súpa seyðið af því.

Það sem mér finnst skipta mestu máli er að fötin fyrir krílin séu ÞÆGILEG, ekki að þau séu eitthvað merki og svaka flott. Auk þess man ég að þegar Gréta var pínu lítil var ég nánast alltaf með hana á sokkabuxum og bol þegar við vorum heima svo hún gæti hreyft sig sem frjálslegast og á meðan hékk stífur Donna Karan gallakjóll inni í skáp og ég gat ekki með nokkru móti sett hana í hann, þetta var eins og spennitreyja fyrir greyið.....svo vaxa þau svo fljótt upp úr þessu að það hálfa væri nóg....

Ég var einmitt þessi týpan að vilja ekki fá lánuð föt, vildi bara að barnið mitt sem var nýkomið í heiminn fengi ný föt og þvílíkt sem hún fékk og hefur alltaf fengið af fötum...held hún hafi ekki komist yfir að vera í öllum ungbarnafötunum. Lengi vel geymdi ég næstum öll fötin hennar og ætlaði sko ekki láta neinn fá fínu Nike-gallana og Kenszo kjólana...þar til ég sá fram á það að Gréta var að verða 4 ára...annað barn ekki á leiðinni og fötin sem hún hafði átt fram að þessu tóku ALLT skápaplássið (og ég ekki með geymslu) og því voru góð ráð dýr. Ég fór í gegnum allt draslið, flokkaði, henti, gaf og lánaði.....og er aldeilis sátt við það. En það var einmitt svo fyndið þegar ég fór í gegnum þetta að það sást sko hvað ég hafði keypt sjálf og hvað henni hafði verið gefið...

Það er samt sem betur fer bara núna fyrst sem Gréta mín er að byrja að hafa miklar skoðanir á því í hverju hún er...hefur ekki verið vandamál hingað til...og við komumst alltaf að samkomulagi :)

mánudagur, mars 13, 2006

Kompás

Verð nú bara að játa það að mér finnst Kompás mjög góðir þættir en það sem mér reynist erfiðast við að horfa á þá er að ég verð svo brjáluð yfir öllu óréttlætinu sem er á okkar ágæta landi. Þessir þættir fjalla oftar en ekki um þannig málefni.

Ég varð alveg æf þegar fjallað var um aumingjana sem tæla ungar stúlkur...allt niður í 12-13 ára til sín, spjallandi við þær á msn og bjóða þeim bjór og bjóðast til að koma með smokka og svona...HVAÐ ER ÞAÐ??? Djöfulsins ógeð...

Og í gær...ég var næstum farin að grenja þegar verið var að fara leiðina sem veslings foreldrarnir þurftu að fara með lífvana barn sitt, súrefniskútinn og allt..hvað er það???? Nei nei...byggjum bara frekar hátæknisjúkrahús fyrir ALLAN peninginn í staðinn fyrir að bæta það sem við höfum nú þegar....HVAÐ ER ÞAÐ??? hálfvitar!!!

Og svo var það strákurinn sem var laminn í miðbæ Reykjavíkur fyrir mörgum árum...hann er 75% öryrki og ekki nóg með það að hann hafi verið nær dauða en lífi og að líf hans verður aldrei eins , nei þá má hann líka þurfa að standa í því að RUKKA gaurinn sem barði hann nánast til dauða?? HVAÐ ER ÞAÐ?????

HVAÐ ER AÐ OKKAR ANNARS ÁGÆTA LANDI???? Ohhhh...ég gæti orðið brjáluð.......ARG

miðvikudagur, mars 08, 2006

Hæðnispistillinn "Heimur minn hrundi"...

...þegar ég las eitthvað af þessum ókeypis blöðum sem hrynja inn um lúguna hjá mér á morgnana. Þar sem ég sat í makindum mínum með morgunmatinn og rak þá augun í frétt þess efnis að ítalskir karlmenn, ásamt þeim spænsku, eru hvað latastir við húsverkin!!! Og ég sem var einmitt nýbúin að segja við mia amica Ingunn að ég væri að hugsa um að skreppa til Ítalíu og næla mér í gæja...færi létt með það að ná mér í einn ítalskan...eitthvað annað en þessir íslensku hér heima :)

Þetta fékk mig nú til að hugsa mig tvisvar um.....þarf ég á því að halda??? Þarf ég ekki einhvern sem nennir að hugsa um uppvaskið, þvottahúsið, þrífa klósettið, skúra, og hvað þetta allt heitir....jah maður spyr sig???

Þessar fréttir eru svo sem ekkert nýjar fyrir mér þar sem ég bjó á Ítalíu og kann margar frábærar sögur af strákum/mönnum sem eru um fertugt og búa enn hjá mömmu og mamma er enn að taka til eftir þá, ganga frá þvottinum þeirra og þá meina ég brjóta hann saman og setja hann inn í skáp, straujaðan og fínan, elda handa þeim og nánast mata þá!!!!!

Þá spyr maður sig...get ég ekki bara tekið við því hlutverki, er í góðri æfingu með eitt barn og get vel tekið að mér annað.....talað ítölsku á meðan???

Annað hvort það eða íslenskan mann sem á börn með annarri konu/öðrum konum, skuldar meðlag...og með einhvern vandamálapakka......eða nútímakarlmaðurinn sem fer eftir ráðleggingum Kallanna.is og Geirs Ólafs og er appelsínu-gul-brúnn í framan með trefil um hálsinn??????

Maður spyr sig?????

Ótrúlega fyndið nefnilega þegar maður er búinn að vera einhleypur í einhvern tíma...þá fara allir að spyrja mann hvort maður sé ekkert að deita og svona...og svo kemur hin frábæra setning Já þú átt nú eftir að ná þér í góðan mann en færra verður um svör þegar ég spyr hvar ég finni þennan góða mann sem allir segja að bíði eftir mér?????

Já það er erfitt líf að vera einhleyp :)

sunnudagur, mars 05, 2006

Eiginlega ekkert frí :(

...um þessa helgi :(
...innilota í valfaginu í skólanum svo við máttum gjöra svo vel að vera uppi í Kennó frá 9.30-14.30 laugardag og sunnudag :(

Gréta fór með pabba til eyja á föstudaginn, þau keyrðu á Bakka og flugu síðan yfir...Gréta alsæl með að komast til ömmu!!

Þannig að ég var bara ein heima og nýtti tímann vel til að læra enda mikið um verkefnavinnu og verkefnaskil þessa dagana...svo maður er samt nett dasaður enda búin að vera að læra langt fram á nótt!!

En...þrátt fyrir mikinn lærdóm verður maður nú samt að njóta lífsins líka...kíkti með Óla bróður á Sólon á málverkasýninguna hjá Röggu Gogga (http://blog.central.is/raggagogga/), rosa fín sýning og þar voru auðvitað félagarnir Diddi og Davíð...alltaf sætir og ferskir...hehehe..ásamt öðrum frábærum skyldmennum okkar....en við Óli skelltum okkur svo bara í Smáralindina og fengum okkar geggjað pasta á Energia og lögðumst svo í lazy-boy í Lúxus salnum með hvítvín og alles og horfðum á myndina um Johnny Cash...Walk the line...bara geggjuð mynd. Þvílíkt átakanleg en falleg saga, og söngurinn....VÁ!!!
Var einmitt að tala um það að síðustu 3 myndir sem ég hef farið á skilja svo mikið eftir sig, eru ekki bara einhverjar Hollywood-drauma-myndir sem eiga sér ekki stoðir í raunveruleikanum....þannig að ég mæli hiklaust með þessari mynd (fer nú að fara að fá frítt í bíó fyrir öll þessi meðmæli...hehehehe)

Jæja...áfram með lærdóminn....góðar stundir!!!

laugardagur, mars 04, 2006

Diddinn!!!

Haldiði ekki að Diddinn (http://blog.central.is/diddinn/) sé bara í auglýsingu fyrir Vortísku Kringlunnar :)
hér http://kringlan.is/ má t.d. sjá mynd af honum sem og í Fréttablaðinu í dag......voðalega flottur kappinn!!!

Varð bara aðeins að monta mig af litla bróður......Diddi minn þú ert BARA flottur.....Gilzenegger hvað????????

fimmtudagur, mars 02, 2006

Silvía Nótt...

...er að tröllríða öllu hér...meira að segja hægt að fá eitthvað kennt við þá ágætu stúlku í bakarí...er þetta ekki full-langt gengið??

Sko...mér er það efst í huga þessa dagana hvað menningin er skrýtin. Ekki alls fyrir löngu tók ég þátt í umræðum sem snerust um það hvort syngja mætti sunnudagaskólalög í leikskólum í nútíma-fjölmenningar-samfélagi...og fékk þá að heyra frá einni að sonur hennar, þá rúmlega 1 og 1/2 árs raulaði stundum sunnudagaskólalagið Tikki-tikki-ta (og fyrir þá sem ekki vita er það einfaldur texti sem hljómar svona: Tikki-tikki-ta, tikki-tikki-ta-tikki-tikki-tikki-tikki-ta...og endurtekið og svo kemur: alla daga og alla nætur augu Jesú vaka yfir mér...og það endurtekið) en þar sem Jesú kemur fyrir í laginu mátti ekki syngja þetta tiltekna lag......af því ekki má predika eina trú í íslenski nútíma-fjölmenningarlegu samfélagi (lesist með háði), sem samt sem áður er okkar trú og við tökum rosa mikinn þátt í henni þegar okkur hentar..páskar/páskafrí, jól/jólafrí/jólagjafir/ og svo framvegis...

Semsagt...ekki mátti syngja þetta lag en svo er í lagi að syngja með börnunum Hinar týpurnar eru bólugrafnar en ég er hrein mey.....
Hver er hugsunin og rökstuðningurinn á bak við það????

Mér finnst við íslendingar vera alltof miklir hræsnara...við þykjumst taka vel á móti fólki sem flyst hingað en gerum það samt ekkert, þykjumst vera voða fjölmenningarleg þegar við erum bara snobbuð og montin af því að fá hallærislega landkynningu frá kolrugluðum leikurum og leikstjórum (fína og fræga fólkið...you know!!!) hjá Jay Leno og Letterman um íslenskt brennivín, lauslátar konur og stríðsvelli á áramótunum....ó nei...þetta finnst mér bara ekki fyndið!!!

Held að við þurfum ekki bara að hafa áhyggjur af íslenskri tungu heldur einnig íslenskri menningu...og hana nú!!!!!

miðvikudagur, mars 01, 2006

Bollu-sprengi-öskudagur

Þetta er nú sérdeilis skemmtilegir dagar...allir þrír!!

Við mæðgur bökuðum helling af bollum á sunnudaginn og buðum svo The three amigos, Óla, Didda og Bjarna í bollukaffi sem þeir þáðu með þynnku....nei þökkum afsakið :)
Þannig að hér var sko aldeilis stuð daginn fyrir bolludaginn...síðan voru auðvitað bollur í leikskólunum og svo aðeins bætt í bumbuna þegar heim var komið.

Afi og Inga hafa sem betur fer haft það fyrir árlegan viðburð að bjóða okkur, bræðrum mínum, Bjarna, og Bigga frænda og co í saltkjöt og baunir...ég er þeim svo þakklát þar sem ég hef mig ekki í að gera þetta sjálf....enda er þetta svoooooo gott hjá honum afa, hann er líka kokkur og lumar á allskyns göldrum þegar kemur að matseldinni!!!! Þannig að við vorum það að bæta í bumbuna í gær og þömbuðum svo fullt af vatni í gær og í morgun!!!

Þá er komið að Öskudeginum...Gréta var Skrattinn...var búin að ákveða það fyrir lifandis löngu og auðvitað lét ég það eftir henni...þessi dagur er svo skemmtilegur og ekki hægt að láta þau vera í einhverju sem þau vilja ekki vera í......þannig að í morgun var hún máluð rauð í framan, svo fór hún í rauða skrattakjólinn, setti á sig skrattahornin og gretti sig.....sætt!!!!

Þetta er nú aldeilis skemmtilegir dagar og brjóta upp hversdagsleikann...styttir vikuna líka...

...ég var hins vegar í skólanum í dag og þurfti því ekki að hafa áhyggjur af því hvað ég ætlaði að vera í ár......

En aðeins að öðru.....kíkti á bloggið hjá Sigurbáru þar sem hún var að segja frá fermingardeginum sínum og skoraði þar á mig að gera slíkt hið sama sem ég ætla að gera þann 19.mars en það er fermingardagurinn minn....svo...stay tuned!!!!!!