laugardagur, janúar 12, 2008

Púðinn fallegi




Í dag fékk ég þennan glæsilega púða sem Gréta mín gerði í Textíl í skólanum, svona líka ofsalega flottur hjá henni :)

Mikið sem maður er stoltur af barninu sínu, hún valdi ensku í vali í haust og er bara búin að læra helling af orðum auk þess sem ég reyni að kenna henni ný orð á ítölsku. Svo er hún afskaplega dugleg að lesa, skrifa, teikna, reikna og hún er bara svo vakandi og vel með á nótunum. Henni gengur vel í skólanum og á vini sem hún leikur við. Maður getur varla beðið um meira þar sem maður hefur sjálfur orðið vitni að því hvernig sumt í skólakerfinu virkar þegar eitthvað bjátar að hjá börnum...úfffff segi ég nú bara.

Mér datt þetta allt í hug í dag þegar ég horfði á endursýninguna á þættinum með Stephen Fry og geðhvarfasýkina og enn og aftur þakka ég fyrir að Gréta sé heilbrigð. Ótrúlegt að sjá og heyra með bræðurna tvo sem komu fram í þættinum og sjá magnið af lyfjunum sem þeir þurfa að taka, það tekur móður þeirra um klst á hverjum degi að gera lyfjaskammtin þeirra fyrir daginn. En ég er reyndar sammála því sem Stephen sagði að það hlýtur að vera betra að taka öll þessi lyf ef þau hjálpa manni heldur en vera eins og þeir eru án lyfjanna, ég meina sjá eldri manninn sem vill ekki auka lyfjaskammtinn og gekk í veg fyrir vöruflutningabíl, það var hrikalegt að sjá fótleggina á honum.

Það sem mér finnst samt ótrúlegast við svona þætti og eins við blogg og frásagnir þeirra sem glíma við allskonar veikindi og sjúkdóma er að margir þeirra segjast oft ekki viljað hafa misst af þessari reynslu, þetta kennir þeim öllum eitthvað og þessi maður í þættinum einmitt var búinn að missa allt en sagðist samt ekki vilja hafa verið án þessa sjúkdóms.....ég get ekki skilið það og mun ekki skilja það nema lenda í þessum aðstæðum sjálf.
Ég held að það séu sérstakar persónur sem lenda í svona aðstæðum, eða kannski eru það einmitt aðstæðurnar, veikindin eða sjúkdómarnir sem gera fólk að því sem það er, svona sérstakt?
Ég veit það er ekki fallegt að segja svona en ég er fegin á meðan það er ekki ég, held ég sé alls ekki nógu sterk til að takast á við alvarleg veikindi/sjúkdóm.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home