miðvikudagur, janúar 23, 2008

Þarna þekki ég þá ;)

sko...vissi ég ekki...það hlaut að koma að því að strákarnir okkar myndu taka sig saman í andlitinu og sýna hvað í þeim býr. Hrikalega voru samt síðustu 20 mínúturnar hrikalega lengi að líða...hélt að klukkan væri bara eitthvað biluð...þorði ekki að fagna eða neitt á meðan, hélt nánast niðri í mér andanum síðustu 15 mínúturnar.


Allavega hafði ÉG ekki trú á öðru, þetta er kannski full seint í rassinn gripið EN með sigri á morgun og hagstæðum úrslitum..hehheehe...nei nei...ég er allavega fegin að strákarnir sýndu sitt rétta andlit og gott að sjá þá brosa út í annað og glotta yfir góðum mörkum.
Frábært að sjá Snorra Stein hreinlega blómstra og skorar allsstaðar af vellinum, það hlaut að koma að því Snorri!!!
Óli ekki með nógu góð skot en bætti það með því að fiska víti og náttúrulega með sínar stórkostlegu sendingar, hann er alger snillingur!!
Hreiðar eins og klettur í markinu, Sigfús tröllið í vörninni og Guðjón með gullvængina...hehehehe.
Játs nú er kátt í höllinni, við gætum náð í topp 10!!!!!!
Yndislegt að hlusta á Adolf Inga og Ólaf lýsa leiknum, hlusta á hvað strákarnir okkar eru nú magnaðir og stórkostlegir ;)

En að öðru.....

...Gréta er búin að vera tala um að hana langi að fara að æfa fótbolta og í gær drifum við okkur að fygjast með æfingu hjá 7.flokki kvenna hjá Þrótti og stelpan bara alveg ákveðin í að fara að æfa fótbolta. Ég er náttúrulega hoppandi glöð yfir því, enda æfði ég sjálf bæði hand-og fótbolta á mínum yngri árum. Nú... í dag fórum við því á stúfana og keyptum innanhússkó, legghlífar, stuttbuxur og háa sokka og Gréta var svona líka ánægð með þetta og montin.

Ég hins vegar dauðöfunda hana að eiga þetta allt eftir, ég vildi óska að ég hefði verið ákveðnari sem unglingur þá hefði ég kannski enst lengur í boltanum...þótt ég væri náttúrulega hætt í dag heheheh... en mér þótti ákaflega gaman að æfa og hef enn mjög gaman af því og væri alveg til í að vera á svona oldgirls æfingum þar sem mér þykir þetta miklu miklu skemmtilegra en fara í ræktina. Æ upplifi þetta bara í gegnum barnið ;)
Geri mér samt grein fyrir því að ég var og er betri áhorfandi en leikmaður :( en það verður einhver að vera í því :)


Ég hef gaman af því að taka fótbolta og leika mér og vona að Gréta endist eitthvað í boltanum. Hlakka til að vera gólandi á hliðarlínunni, fara í ferðalög, þvo búninga, finna til í töskuna og svona....það eina sem ég hlakka ekki til er fjáröflunardæmin.....finnst þau hreinlega ekki skemmtileg...en....maður verður víst líka stundum að gera það sem manni finnst ekki gaman!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home