laugardagur, apríl 28, 2007

Margt er líkt með skyldum...

...sem sýndi sig best í því að í gær var svokölluð Palldagskrá hjá bekknum hennar Grétu og hún hafði sagt mér í vikunni að hún hefði spurt kennarann sinn hvort hún mætti vera kynnir. Nokkrum dögum seinna var henni svo tilkynnt að hún, ásamt stráknum sem situr við hliðina á henni, yrði kynnir. Á fimmtudagskvöldið gat dúllan mín ekki sofnað fyrir spenningi og það örlaði á svolitlum kvíða þar sem hún þurfti að tala í míkrófón!!!
Hún æfði sig og æfði hér heima, bæði inni í herbergi og fyrir framan mömmu sína og tókst svona líka vel til. Hún var reyndar ekki komin þá með textann sem átti að lesa, en það kom ekki að sök.
Á föstudagsmorguninn var hún svo spennt og líka pínu kvíðin að hún gat ekki einu sinni borðað morgunmatinn sinn...henni var svo illt í maganum (kannast ég við þetta...hehehehe) sem var alveg ástæðulaust þar sem hún leysti verkefni sitt vel af hólmi. Hún stóð sig eins og hetja, að tala í míkrófón fyrir framan alla krakkana í skólanum, marga kennara og fullt af foreldrum.
Hún er farin að lesa svo vel og skýrt að það er ekki að heyra að hún sé bara 6 ára...að verða 7!!

Ég er svo "viðkvæm" fyrir svona barnaskemmtunum að þótt þær séu svona skemmtilegar og líflegar er ég oft alveg við það að fara að gráta, get illa útskýrt það.....en í gær var það þó mest af stolti og þakklæti fyrir að eiga svona vel gerða dóttur!!

En talandi um að fara að gráta...við mæðgur vorum að horfa á Stelpurnar (sem mér finnast alveg hreint ótrúlega fyndnar) og þá fór Gréta næstum að gráta...hún vorkenndi svo karakternum sem Brynhildur leikur...sem er svona grey (minnimáttar kona sem virkar á mann sem voða einmana grey). Hún kemur annarsvegar í Ríkið og þarf að borga allt sem sá sem var á undan henni keypti og segir ekki orð yfir því og hins vegar á bókasafnið eða videoleiguna og þarf þar að borga skuld þess sem var að skila á undan henni....úffff...algert grey og allir dónalegir og vondir við hana sagði Gréta mín sem gat varla horft á þetta og var með tárin í augunum....svona er samkenndin með minnimáttar mikil og ég tel að hún hafi einmitt líka lært af því að vera með mér í nokkrum vinaheimsóknum sem ég fór í á vegum Rauða Krossins, allavega vona ég það!!

föstudagur, apríl 27, 2007

Mesta krútt í heimi...

...mun vera dóttir mín....

Ég skrapp í þvottahúsið í gærkvöldi og þegar ég kom upp á stigapallinn sá ég hana skjótast inn en svo sá ég miða á stigapallinum. Á honum stóð bara Íris (með hennar skrift...hehehe) svo ég tók hann upp og sneri honum við og þá stóð: Bara að láta þig vita að þú ert best!!!!

Mömmuhjartað hætti næstum að slá og tárin byrjuðu að skríða fram...þessi elska og svo er mamma bara alltaf að læra...eða elda...eða vaska upp...eða setja í þvottavélina!!

Hún hlakkar meira til þess að ég klári skólann heldur en að við förum í sumarfrí (til Tenerife)!!!!!

Mikið hlakka ég líka til og hef svarið það við Guð og menn að þá verð ég besta mamma í heimi!!!

þriðjudagur, apríl 24, 2007

Vor í lofti...

...ótrúlegt með vorið...það er svona eins og veturinn, kemur bara allt í einu!!!
Tók eftir því í morgun að grasið í garðinum í leikskólanum hafði grænkað og komin lauf á trén...og svo talaði ég við mömmu og þá var bara risastór randafluga inni hjá henni....ef þetta eru ekki merki um að vorið sé komið þá veit ég ekki hvað!!!!

Annað merki um vorið er prófstress sem reyndar einkennir mig ekki þessa dagana en hins vegar er það lokaverkefnavinnan sem á allan minn hug þessa dagana...erum að leggja lokahönd á greinargerðina en dagatalið er tilbúið og þeir sem hafa séð það halda ekki vatni yfir því...svo það er spurning um að fjöldaframleiða og selja....sú hugmynd er í vinnslu!!!!
Lokaverkefnaskil eru 2.maí og mikið hlakka ég til...ætla sko að bjóða Grétu minni út að borða þegar ég hef skilað verkefninu!!!!

Að lokum eru það sumardekkin...þau fóru undir bílinn í dag og nagladekkin í geymsluna...nú þarf bara að fara með bílinn í ALÞRIF!!

fimmtudagur, apríl 19, 2007

Þessi fallegi dagur :)


Vaknaði í morgun við þetta líka fallega veður...enda Sumardagurinn fyrsti!!

Síðastliðin 4 ár hefur verið Opið hús í leikskólanum okkar og þannig var það einnig í ár. Ég var því komin á fætur kl. 8.30, fékk mér morgunmat, sléttaði á mér hárið og setti upp spariandlitið...skemmtilegt að mæta einu sinni án koddafarsins í andlitinu!!!
Vel heppnaður dagur og veðrið líka svo fallegt!

Gréta kom frá pabba sínum kl. 14.30 og við mægður skelltum okkur í Húsdýragarðinn. Þar var sumarhátið Tónabæjar og kynning á nokkrum frístundaheimilum m.a. því sem Gréta er í og þar voru myndir af henni og í einu tré hékk þessi fína sjálfsmynd eftir hana og önnur börn í selinu.
Það var aðeins kaldara en ég hélt og því var kærkomið að fá heita kjötsúpu a-la afi Run en við komum við hjá honum og Ingu á heimleiðinni. Þar kemur maður sko ekki að tómum kofanum því eftir kjötsúpuna fengum við heitt kakó og vöfflur með sultu og rjóma!!!!
Skelltum okkur svo heim, Gréta átti eftir að lesa, ég átti eftir að setja í nokkrar þvottavélar og taka aðeins til...ekki veitir af...það eru sko bækur og gögn fyrir lokaverkefnið ÚT UM ALLA STOFU.

Í dag líður mér vel, ég er í góðu jafnvægi og bara hress og kát....þrátt fyrir að það sé mikið búið að vera að gera og mikið að gera framundan...styttist í skil á lokaverkefninu og svo er þróunarverkefnisskýrslan líka eftir!!
Undarlegt hvað mannskepnan er skrýtin...virkar alltaf best undir álagi...af hverju ætli það sé??

föstudagur, apríl 13, 2007

Á sjó...

...jebb...enn og aftur er ég á leiðinni í Herjólf....alveg hreint frábær skemmtun...enda bara suðvestan eða austan 22 metrar á sekúndu....búin að skjótast í apótekið og kaupa mér nýjan pakka af sjóveikistöflum...tek þær þótt sjórinn sé spegilsléttur....og set svo bara dvd í tölvuna/ferðageislaspilarann eða i-podinn í eyrun og þá er þetta la-la...get ekki sagt að þetta sé mitt uppáhald..myndi frekar vilja eyða 3 tímum í flug til Ítalíu, Köben, London eða eitthvað annað....EN....hvað gerir maður ekki fyrir fjölskylduna, skemmtilegan félagsskap og góðan mat??
Kristborg frænka komin með strákana alla leið frá Svíþjóð, Sara að fermast og náttúrulega alltaf gott að koma til múttu!!

Lokaverkefnið var sent til leiðsögukennarans um miðnætti í gær, búið að taka miklum breytingum frá því í gærmorgun og við allar miklu sáttari ;)
Nú er bara að bíða á meðan hún fer yfir það og svo er fundur...svo eru loka-lokaskil 2.maí svo enn er tími til stefnu...sem betur fer því margt annað þarf að gera!!!

En þetta með Herjólf....ég er bara auli og ég veit það en Fríða vinkona á heiður skilið og er hetja í mínum augum þar sem hún hefur farið sl. 10 helgar með Herjólfi fram og til baka á 2 dögum.....Fríða...þú vinnur!!!

fimmtudagur, apríl 12, 2007

Blákaldur raunveruleikinn...

...ég skil ekki hvers vegna maður gerir sér þetta....að fara svona til eyja í fríum...maður bara borðar, sefur, les, horfir á tv, sefur aðeins meira og sefur svo pínu í viðbót...svo fer maður heim með seinni ferð Herjólf, bara daginn áður en maður byrjar aftur að vinna og maður sefur auðvitað í Herjólfi sem gerir það að verkum að maður getur svo ekki sofnað þegar maður þarf að sofna!!!!!!!!!!!
Sem leiðir til þess að næsti dagur verður frekar erfiður og þarnæsti dagur líka...ja..reyndar öll vikan!!!

Lokavekefnavinna þessa viku, langt fram á nótt...kvöld eftir kvöld......skila á föstudaginn...en samt ekki alveg lokalokaskil nema verkefnið sé fullkomið....muahhhhh!!!!

Jú ég skil það vel af hverju ég geri þetta...ég er bara orðin drulluþreytt alltaf þegar kemur að fríum og finnst gott að fara til eyja þar sem Gréta hefur alla athygli og beinir sinni athygli að ömmu sinni og afa og þá get ég sofið nánast eins og ég vil!!!

Draumur í dós.....

mánudagur, apríl 02, 2007

PáskaFRÍ ;)

Úff...í dag var stórum áfanga náð...síðasti dagur á vettvangi í Vettvangstengda valinu og við skiluðum af okkur aldeilis frábærum 50 bls hugmyndabanka....og erum heldur betur stoltar af!!!
Þá er einum kúrs þegar lokið og þessum kúrs svona hálf-lokið myndi ég segja. Nú þarf "bara" að fínpússa skýrsluna, klára leiðarbókina og útbúa glærur eða eitthvað annað álíka merkilegt fyrir kynninguna!!!
Og svo er það blessað lokaverkefnið, við teljum okkur vera á réttu róli en erum að bíða eftir staðfestingu á því frá leiðsögukennaranum eftir að hafa sent annað handrit inn til yfirlestrar.

Þannig að....maður getur svona með þó nokkuð góðri samvisku farið í páskaFRÍ....sem þýðir að fara til Vestmannaeyja, vaka frameftir, sofa frameftir, fara í heimsóknir, fara í göngutúr, narta í páskaegg, horfa á sjónvarpið, lesa einhverja frábæra bók og síðast en ekki síst fara í brúðkaup stórvinkonu minnar Þóru Hallgríms og hennar ektamanns Helga Braga. Þar verður án efa glatt á hjalla!!!

Afslöppun er semsagt málið þessa páskana......Mmmmmm....hvað það verður notó!!!

GLEÐILEGA PÁSKA ELSKURNAR ;)