fimmtudagur, júlí 27, 2006

Ein-ar

Grétan mín fór til pabba síns og Birnu á mánudaginn og ætlar að vera í viku...hún ætlar að koma heim á sunnudaginn....þannig að mamman er búin að vera ein í kotinu, lítið að gera í vinnunni og sá hún fram á ein-mana-tíð framundan....EN svo er nú ekki....þannig er það nú í pottinn búið að ég á þessar líka frábæru tvær single vinkonur sem eru í sömu stöðu ég...börnin þeirra líka hjá feðrum sínum og við erum búnar að eyða miklum tíma saman undanfarið....erum búnar að fara á Hornið að borða, á Café París að fá okkur kaffi, í sund, horfa saman á Rockstar og fræðast um Chippendale stripparana á netinu, fara á Segafredo að fá okkur kakó og brauð með hráskinku, kíkja í blöðin og kjafta, rölta Laugarveginn og óska Hrafnhildi til hamingju með búðina sína, Frú Fiðrildi, og í kvöld er stefnan tekin á bíó og kannski kaffihús á eftir!! Best að taka allan pakkann í einu!!!

Sem sagt....Öflugt félagslíf einstæðra "barnlausra" mæðra og þvílíkt sem er gott að eiga góðar vinkonur sem hægt er að hlæja og flissa með, grínast og gantast og skemmta sér afar vel....ég hef meira að segja komist að því að ég er farin að geta gert grín að sjálfri mér og hætt að taka mig svona svakalega alvarlega...það er mikill léttir og mikið gaman!!

Þessar vinkonur mínar hafa báðar létt mér lundina og hvetja mig áfram og styðja mig í því sem ég geri og því sem ég geri ekki....takk elskurnar....þið eruð bara bestar!!!!XOXOXOXOX

þriðjudagur, júlí 25, 2006

Vestfirðir

Ísland skartaði sínu fegursta á fimmtudaginn/sunnudaginn en þá vorum ég, Gréta, mamma, pabbi, Óli, Ester og Einar að keyra á Ísafjörð/frá Ísafirði. Skelltum okkur þangað í brúðkaup frænku okkar, Guðnýjar Stefaníu og hennar manns Jóns Hálfdáns. Þetta var magnað ferðalag og hreint stórkostlegt að ferðast um okkar fallega land í þessari veðurblíðu.
Útsýnið í glampandi sólinni var stórbrotið og meiriháttar að horfa út um gluggann þegar maður var hátt upp á einni af mörgum hæðum sem þarf að kljúfa á leiðinni. Þvílíkt af vötnum og gróðri, spegilsléttur og tindrandi hafflöturinn, eyðibýli, sæluhús og margt annað sem var ákaflega fallegt að sjá. Mæli hiklaust með þessari leið alla vega einu sinni á ævinni ;)

Við gistum á Suðureyri við Súgandafjörð og höfðum það virkilega gott, borðuðum þar á frábærum veitingastað...steinbítur, plokkfiskur, lambaskankar, harðfiskur, bláberjasúpa, rabbabaraostakaka og allt hráefnið úr firðinum...magnað!! Skelltum okkur í sundlaugina og á bryggjuna og skemmtum okkur konunglega þar við að fylgjast með marhnútum, krossfiskur, flyðrum og öðrum sjávardýrum.

Skoðuðum meðal annars Hrafnseyri, kirkjuna á Stað, Ísafjörð, Hnífsdal, Bolungarvík, Flateyri og Súðavík og á heimleiðinni tókum við á okkur krók til að skoða Reykjanesskóla en þar var mamma einn vetur og var mjög gaman að koma þangað og hlusta á mömmui rifja upp æskuárin :)

Fór nú nokkuð um mann að skoða Flateyri og Súðavík þar sem snjóflóðin féllu hér um árið...mikið svakalega er það átakanlegt....eins öll auðu húsin í Hnífsdal og á Bolungarvík....sorglegt!!

En allavega.....frábær ferð í alla staði, geggjað veður, frábær félagsskapur og meiriháttar brúðkaup...getur maður beðið um meira???

mánudagur, júlí 17, 2006

Meiriháttar mánudagur

Las bloggið hans Didda bróður þar sem hann talar um að það sé alger vitleysa að eyða tíma í að þola ekki mánudaga...er mikið til í þessu hjá kappanum....og útreikningurinn ótrúlegur!!

Ég vil því bara segja að ég átti þennan líka fína mánudag....fór í vinnuna í morgun, ágætisveður, fá börn, gott í matinn og í kaffinu, pantaði tíma í plokkun, gerði vinkonu greiða á leiðinni heim og svo rúsínan í pylsuendanum....Dóra Hanna, Sighvatur, Gabríel, Elmar Elí, Harpa, Jón Gunnar, Írena Líf, Linda Rún og Sindri Freyr komu hingað og við áttum saman ljúfa stund...eins og alltaf þegar við hittumst.
Spjölluðum, hlógum, borðuðum pizzur og höfðum það virkilega gaman....getur maður óskað sér betri mánudags?????

sunnudagur, júlí 16, 2006

4 þurrir, 11 blautir....

Núna þegar 15 dagar eru liðnir af júlí hafa verið 4 alþurrir dagar og 11 blautir....frábært sumar!!!!
Er að fara á Ísafjörð á fimmtudaginn til að vera viðstödd brúðkaup frænku minnar, Guðnýjar Stefaníu og hlakka nú ekkert sérlega til að keyra alla þessa leið um holt og hæðir, firði og heiðar í rigningu, roki og þoku jafnvel...og ekki hlakka ég meira til að fá 4 ítali í heimsókn og ferðast með þá um landið i 2 vikur í roki og rigningu....mikið sem ég er orðin leið á þessu!!!
Það vill samt svo skemmtilega til að ítalarnir vilja endilega heimsækja lönd í norðri og eftir því sem er kaldara þeimur ánægðari verða þeir...svo þeir eru að velja rétta sumarið til að koma hingað!! Enda hef ég ítrekað sagt þeim að ferðir okkar miðist við veður og þau verði að vera við öllu búin...koma með hlý föt sem þola rok, rigningu og kulda, vettlingar, húfur og treflar líka velkomin!!!

Þegar ég lít út um gluggann sé ég grasið í garðinum mínum og það er vel grænt....trén og allar plöntur vaxa og dafna um leið og sálartetur íslendinga fyllist örvæntingu vegna þess að sumarið 2006 hefur ekki enn látið sjá sig og maður er farinn að kvíða haustinu og vetrinum....þetta þarf að endurskoða fyrir næsta sumar....Það verður bara að loka landinu í 2-3 mánuði og hleypa okkur í sólina!!!!

sunnudagur, júlí 09, 2006

Ítalía heimsmeistari!!!


ÍTALÍA HEIMSMEISTARI 2006.

Áttu þeir það skilið?? Verðskuldaður sigur??

Sitt sýnist hverjum að sjálfsögðu en ég vissi að mínir menn myndu taka þetta á endanum. Leikurinn reyndar ekki sá skemmtilegasti að mínu mati, fyrri hálfleikur þó mun skemmtilegri en sá síðari, mínir menn virkuðu þreyttir í seinni hálfleik og áttu þá framlenginguna eftir.
Cannavaro og Camoranesi bara bestir og Buffon tók þetta bara með annarri!!

Við íslendingar eigum að fagna þessu þar sem við sigruðum ítali hér þegar Lippi var að stýra þeim í sínum fyrsta leik og þá sá hann hvað yrði að gerast hjá ítölum til að ná þessum árangri!! Sko allt okkur að þakka hvað ítalir eru góðir!!!!

En svona er boltinn og menn komast upp með ýmislegt en er refsað fyrir annað, boltinn er sanngjarn og ósanngjarn og þetta atvik með kónginn, Zidane, er ákaflega sorglegt. Ég dýrka hann og þótti erfitt að sjá hann kveðja svona. Spurning hvað Materazzi gerði honum??

Á morgun er líklega stór dagur í ítalska boltanum þegar dómur verður kveðinn og Juventus sem á marga góða leikmenn í ítalska liðinu verður jafnvel sent í serie c!!
Las annars í dag að leikmenn ættu að fá sakaruppgjöf og ekki vera dæmdir er þeir skila titlinum heim....dæmi nú hver fyrir sig!

laugardagur, júlí 08, 2006

Stjörnuspáin...

...fyrir daginn í dag hittir ágætlega í mark þótt ég taki sjaldan mark á henni. En fyrir daginn í dag hljómar stjörnuspáin mín í Blaðinu svona:

Ekki láta hindranir ógna þér því að þú getur gert allt sem þú vilt. Þú verður að horfast í augu við vandann og þá geturðu vel tekist á við hann.
Ok...þetta hittir í mark þar sem ég hitti stórkostlegan mann um daginn sem sagði mér að ég ætti að hafa miklu meiri trú á sjálfri mér því ég væri stórkostleg. Hann sagði mér einnig að ég yrði að horfast í augu við og skilja svo eftir það sem væri að hrella mig á líkama og sál. Það sem er liðið er liðið og ég á ekki að burðast með það lengur, það er ástæðulaust og auðvitað rétt hjá þessum stórkostlega manni, en stundum hægara sagt en gert...sérstaklega þegar maður veltir sér jafnmikið uppúr hlutunum og ég geri.
ÆTLA ég að taka mér tak...ekki samt í bak...heldur koma því frá mér sem íþyngir mér svo að ég get ekki hreyft mig ...já takið í bakinu voru tilfinningar sem ekki fá útrás á annan hátt. Harður skrápur er alger vitleysa...bara losa um og sleppa öllu út...það er málið.
Stjörnuspáin fyrir sunnudaginn er alveg stórkostleg og hittir beint í mark (eins og skot ítalanna munu gera á morgun!!!).
Hún hljóðar svona:
Það verður minna álag á þér von bráðar. Þú þarft að fara í frí og það mun vera þér mjög ánægjulegt. Njóttu þess að skipuleggja fríið í þaula og þá muntu fá það út úr því sem þú þarft og þig langar.
Sko þetta er bara hrikalega fyndið, ég er að fara í 2ja daga frí eftir hálfan mánuð til að fara í brúðkaup á Ísafirði, skemmtilegt ferðalag og ég fékk ferðaáætlun fyrir það í gær. Svo er ég að fara í frí 31.júlí og þá fæ ég fjóra ítali í heimsókn til mín 31.júlí og þau verða hjá mér í 2 vikur. Ég er búin að eyða 2-3 kvöldum í að skipuleggja fríið út í ystu æsar og sl. mánudag sendi ég þeim 8 bls ferðaáætlun sem hitti beint í mark. Ég fæ vonandi það sem ég vil út úr því fríi...að tala ítölsku í 2 vikur er það sem ég þarf og mig langar!!!
Hvað álagið varðar þá er það líka rétt...mikið álag af eigin völdum...sjálfskapað álag...sem ég ÆTLA að losa mig við...fyrr en seinna.
Þannig að kannski má maður bara taka svolítið mark á stjörnuspám eftir allt saman!!!

(Frétta)Blaðið sl.laugardag

Tók Fréttablaðið og Blaðið með mér út á svalir á laugardagsmorgun og sat þar og las í sólinni. Það var svo ótrúlega margt merkilegt við það sem ég las þar að ég má til með að vitna í nokkur atriði hér þar sem þau hverfa ekki úr huga mér.

Ég byrjaði á að lesa viðtalið við Geir Jón yfirlögregluþjón og las svo viðtal við Njörð P. Njarðvík í Blaðinu en þeir eru báðir að tala um fíkniefnaneytendur og þann pakka sem fylgir þeim. Báðum finnst kerfið hér ekki virka og vilja þeir báðir fá úrræði fyrir neytendur miklu fyrr í ferlinu heldur en tíðkast í dag. Það eru svo fáránlegt að menn fremja glæp og eru svo dæmdir fyrir hann miklu miklu seinna og þá hafa sumir meira að segja náð að komast á beina braut í lífinu, komnir með heimili, fjölskyldu og vinnu jafnvel. Það liggur við að mér finnist að það megi þá bara sleppa þeim með refsingu þar sem maður hefur heyrt að menn komi enn meira skaddaðir út í samfélagið eftir vistun á Litla-Hrauni.

Fíkniefnaneytendur eru ekki dæmdir fyrir notkunina heldur afbrotin sem þeir fremja undir áhrifum og til að fjármagna neysluna. Af hverju er ekki einhver meðferðarstofnun sem hjálpar þeim í stað þess að setja þá í fangelsi? Njörður spyr einmitt af hverju ætti að refsa eiturlyfjaneitanda í stað þess að hjálpa honum....ætti ekki frekar að refsa þeim sem útvegar efnið?

Ég er sammála Geir Jóni um það að það ætlar sér enginn að verða eiturlyfjaneitandi og ástæðurnar fyrir því að fólk leiðist út í þennan heim eru misjafnar. Þá spyr maður hvort ekki sé hægt að koma í veg fyrir þetta með því að grípa fyrr inní?? En maður ætti þá frekar að spyrja af hverju ríkið og yfirvöld komi ekki til aðstoðar og leggi meira fjármagn til þeirra stofnana sem sinna þessu ólánsama fólki?? Við erum nú gasalega rík þjóð en erum að eyða peningum í vitleysu oft á tíðum, ekki kannski þegnarnir heldur þeim sem stjórna okkar annars ágæta landi. Njörður tekur dæmi frá Kaliforníu og segir að sparnaður í heilbrigðiskerfinu við meðferðarstofnun sé sjöfaldur...ef settar eru 100 milljónir í meðferðarstofnun þá sparast 700 milljónir annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Ríkið fékk 67 milljarða fyrir Símann...ætli eitthvað af því fari í SÁÁ????

Margir góðir punktar hjá þeim félögum sem vert er að velta fyrir sér... sér í lagi af hverju þjóðfélagið er svona grimmt við þá sem minna mega sín??

...og þá að öðru...las líka viðtal við Pál Óskar þar sem lög sem kveða á um að samkynhneigðir geti nú fengið sambúð skráða í þjóðskrá....árið er örugglega 2006 eða hvað???? Mér finnst Palli meiriháttar og er alveg sammála því sem hann segir að þetta séu nú samt bara fín orð á pappír sem öðlast ekki gildi fyrr en samfélagið fer eftir þeim. Hann talar líka um að samkynhneigðir hafa aldrei verið að fara fram á einhver forréttindi, bara að sitja við sama borð og gagnkynhneigðir...og tími til kominn finnst mér persónulega!!
Mér finnst eiginlega fáránlegt að öll þessi barátta standi enn yfir sem og kvenrétttindabaráttan!!
Þá gat Palli ekki hitt naglann betur á höfuðið þegar hann segir að hann eigi auðveldara með að taka á móti þeim skítköstum sem hann verður stundum fyrir og segist vera farinn að svara viðkomandi með þeim orðum að þetta sé slæmi dagur skítkastarans og hans eigin góði dagur og hann geti lítið að því gert þó skítkastaranum líði illa. Þetta er nú aldeilis frábært viðhorf sem er vel þess virði að tileinka sér.

Tilviljanir.....eru umræðuefni mitt í næsta eða þarnæsta eða þarþarnæsta bloggi!!!

miðvikudagur, júlí 05, 2006

En sá leikur!!!!!!!


Ja hérna hér...maður er bara gjörsamlega eftir sig eftir leikinn í gær...svona eiga leikir á HM að vera...mamma mia!!

Við mæðgur tökum þetta mjög alvarlega eins og sjá má...það er stemmning á heimilinu (eða hjá Didda bróður og Davíð öllu heldur þar sem við fáum að horfa á leiki...takk elskurnar!)
...svitabandið, derhúfan, ítalskur bolur og fáni á kinn og svo bara FORZA ITALIA!!

Er svo stolt af "mínum mönnum" (væri nú alveg til í einn eða tvo en það er önnur saga!!) og þessi sigur er það sem ítalska boltanum vantaði núna þar sem fótboltaheimurinn á Ítalíu er í sárum eftir múturnar, spillinguna, sjálfsmorðstilraun Pesotto og ákærurnar :(

Svo fylgist ég svolítið með ítölsku sport-síðunum og þar kemur fram að þýsku blöðin eru búin að vera að drita yfir ítali fyrir leik með að kalla þá sníkjudýr og fleira ljótt. Svo sigurinn var ennþá sætari!!

Og alveg vissi ég að Del Piero myndi hamra hann í netið...leikurinn var hreint út sagt frábær og ég verða að viðurkenna að ég vorkenndi þjóðverjum í lokin því þeir hafa sjaldan eða aldrei spilað svona skemmtilegan bolta, aldrei dauður tími í leiknum og frábær færi á báða bóga!!

Ég er samt fegin að þetta fór ekki í vítaspyrnukeppni..held að þjópðverjar hefðu þá sigrað!

Las annars á ónefndu bloggi, bæn manns til Guðs um að gera mannkyninu ekki þann óleik að láta úrslitaleikinn í HM vera Ítalía-Portúgal...hvaða hvaða segi ég nú bara...ekkert að spili og leik ítala í gær verð ég nú að segja...engin hlutdrægni í þessu....held að það verði Ítalía-Frakkland sem spila á sunnudaginn og það verður erfitt fyrir mína menn...

Takk fyrir allar hamingjuóskirnar hér og á sms....skila þeim til ítalska liðsins...hehehe :)

laugardagur, júlí 01, 2006

Rababaragrautur

Sat í eldhúsinu í gær og skar rababara í bita, sykraði þá, setti í poka og í frysti til að geta gert rababaragraut.....er ég gamaldags eða???
Þar sem ég sat og gerði þetta spáði ég í hvort "konur" á mínum aldri geri rababaragraut????

Svona er þetta þegar maður er einn heima og hefur of mikinn tíma til að hugsa um allt og ekkert!!

P.s. Hnykkið og nuddið hjá alvöru hnykkjara var sko ekkert í líkingu við hitt hoppið og hossið...enda er ég endurnærð á líkama og sál eftir meðferð töframannsins...ótrúlegt en satt!!