miðvikudagur, maí 31, 2006

Mallorca II.hluti

Ohhhh....hefdi ekki átt ad vera med tetta mont og tessa kaldhaedni í gaer tví tad kemur alltaf í bakid á manni...nú er ekta íslenskt vedur....rok og rigning....borgadi nú ekki fyrir tad en svona er tetta bara!!

Tessar ferdir manns gera manni samt gott...trátt fyrir vedrid...er t.d búin ad lesa 3 baekur....og allar frábaerar og maeli med teim öllum...Flugdrekahlauparinn er samt sú besta so far....grét og grét og turfti oft ad taka mér pásu frá lestrinum...úff hvad hún er sorgleg en samt svo falleg og holl lesning fyrir mann. Svo klikka ekki spennusögurnar eftir James Patterson og ef tid eru ekki komin á bragdid med taer tá drífa sig....madur spaenir taer í sig...las núna 4.júli og las hana á einum degi....og er núna ad lesa bókina Naeturvaktin (voda tarf madur mikid ad skrifa ae af tví tad er ekki á lyklabordinu!!!) en hún er eftir japanskan höfund....byrjar rólega en verdur rosalegri eftir tví sem á lídur!!

Spaín fyrir morgundaginn er svipud og í dag...rok og rigning og tví er stefnan tekin á rútu til Palma kl.6.45 í fyrramálid :( ég er hér náttúrulega med 2 shop-aholics...mamma gerir verdsamanburd á hverju horni okkur Óla til ómaeldrar gledi audvitad...

Jaeja....er ad verda búin med tímann á netinu....

knús og kossar til ykkar heima...í svipudu vedri og vid :(

þriðjudagur, maí 30, 2006

MALLORCA I.HLUTI

Jaeja elskurnar..vid erum hér é gédum málum....reyndar skýjad og rok í dag en tá er um ad gera ad skella ser bara í nudd....en ekki hvad!!! Og mikid sem tad var gott....Óli byrjadi, svo for mamma og svo ég og tetta var BARA gott....heilnudd og meira segja rassinn nuddadur!!!!

Hótelid okkar, Viva Mallorca er algerlega geggjad, allt til alls og bara huggulegt. Baerinn, Can´Picafort er lítill og krúttlegur og i gaer fórum vid i naesta bae sem heitir Alcudia....tar fór stelpan hamforum i Mango-budinni og sjoppadi smá....hehehe....

Vedrid er buid ad leika vid okkur, 26-29 stiga hiti og sól...en tid heima vitid kannski ekki hvad tad er....tad er gulur heitur hringur sem sést stundum a daginn a himninum og ef madur liggur lengi undir tessum gula hring tá verdur madur ýmist bleikur, raudur eda jafnvel brúnn og útitekinn...vid erum allt í senn enda grádug í ad liggja undir sólinni....lepja bjór á daginn, borda ís og drekka pina colada á kvoldin...úff hvad tetta er erfitt líf!!!!!

Látum tetta gott heita í bili....kem kannski med eitthvad meira ádur en ég kem heim...annars bara tegar vid komum.....já eitt enn...Gréta er búin ad missa fyrstu tonnina...framtonn í nedri góm!!

Adios amigos!!!

föstudagur, maí 12, 2006

Hvatningarorð

Ég vil byrja á því að þakka fyrir uppörvandi og hvetjandi comment við síðasta bloggi...takk takk :)

Jæja við mæðgur erum á leiðinni í Hraunteiginn!!! Jamm, erum bara byrjaðar að pakka og ég fer á morgun og geng frá leigusamningnum og fæ þá lyklana vonandi í kjölfarið svo þá er hægt að fara að fara með nokkra kassa og föt og svona og svo fara stóru hlutirnir bara vonandi í vikunni....gaman gaman

...það er þungu fargi af mér létt því nú er þetta allt að ganga upp...langaði að fara í Teigana og nú er það bara að gerast...svo er bara að skrá Grétu í skólann og þá er allt komið!!

Við mægður erum svo að fara með Óla bróður og mömmu til Mallorca í 2 vikur, förum 24.maí og komum heim 7.júní....þvílíkt sem ég hlakka til....og þá verður gott að vera bara búin að flytja og þannig...allt sumarið eftir og nægur tími til að skipuleggja sig og koma sér fyrir!!!

Jæja..best að halda áfram að pakka...

mánudagur, maí 08, 2006

Hrökkva eða stökkva?

Jæja...ýmislegt hefur nú gerst á síðustu dögum og nenni ég ekki að rekja þær raunir hér en eins og málin standa nú er ég á leiðinni í Teigana á næstu dögum....jibbý jei....alla vega..þá átti ég svolítið erfitt með að taka ákvörðun..ekki vegna staðsetningar...mig langar þangað...heldur spila margir aðrir þættir inn í...en í dag...með hjálp þeirra Stephensen-systra og Birgittu tók ég þessa lokaákvörðun og stend og fell með henni!!
Svo nú er bara að krossleggja fingur og vona að þetta gangi allt saman upp....koma svo!!!

Nenni ekki að pæla meira í þessu en langar aðeins að minnast á eitt....maður finnur fyrir því þegar maður er á lausu að allir eru að reyna að koma manni út, hvort sem maður vill það sjálfur eða ekki.....svona er þetta líka þegar maður er á leigumarkaðinum...allir vilja að maður kaupi sér íbúð...hvort sem maður GETUR það eða ekki.
Mér finnst ekkert að því að leigja (enda búin að leigja síðan 1996) og það borgar sig meira að segja fyrir mig (Ingólfur fjármálaráðgjafi segir það)
Alla vega ef ég væri að kaupa þyrfti ég að borga af lánunum, tryggingar, hússjóð og framkvæmdasjóð, hita, rafmagn, viðhald og margt fleira..og á þá eftir að borga símann, leikskólagjöldin, internetið og allt það...að ég tali nú ekki um matinn og annað!! Þetta get ég ekki eins og staðan er í dag og þarf því að leigja...og finnst ekkert að því.
NEI..en samt er fólk að tuða....hvað það sé blóðugt að borga þennan pening í leigu og bla bla bla...ok..ég er ekki að eignast neitt...en ég er ekki heldur á götunni (ekki enn allavega..hehehe) svo hvaða máli skiptir það?? Á ég að kaupa og berjast í bökkum endalaust....eða bara leigja og hafa það bara aldeilis ágætt????

Hvað er málið?? Ég er sátt..enda get ég ekki annað...ég get ekki keypt....og verð að leigja...sama hversu blóðugt fólki kann að finnast það.....hana nú...þá finnst mér líka blóðugt verðið á húsnæði í dag....svo ég bíð bara...annað hvort þar til húsnæðisverð lækkar eða ég finn mér kall sem á húsnæði...hehehe og slæ tvær flugur í einu höggi...mikið yrðu þá allir glaðir!!!!!

laugardagur, maí 06, 2006

Ákvörðunarfælni??

Þeir sem þekkja mig vita að ég á að til að hugsa málin alveg í druslur og gera þau oft miklu flóknari en þau eru...ég bara fer á flug og hugsa og set EF EF EF EF við allt........á stundum svo erfitt með að taka svona ákvarðanirábyrgðin er öll á mínum herðum...og varðandi íbúðarmálin vil ég auðvitað vanda valið og allt að sérstaklega þar sem Gréta er að fara í skóla....


...talandi um íbúðarmál þá er það að frétta að ég frétti af einni íbúð í Hlíðunum og sendi eigandanum e-meil til að kanna málin...fékk ekki svar strax svo ég hélt áfram að skoða mig um og fann eina í Teigunum....sem er hverfi sem mér líst svakalega vel á og skólinn þar finnst mér ákaflega heillandi.
Ok..ég fór og skoðaði íbúðina og Óli bróðir kom með mér og við fengum kast þegar við komum þangað......íbúðin er semsagt íbúð sem Óli bróðir skoðaði fyrir svona ári síðan og var meira en til í að kaupa!!! Örlög...tilviljun...eða hvað getum við kallað þetta??

Allavega...margir voru að bítast um íbúðina í Teigunum...og ég vildi vera með í þeim slag enda geggjað hverfi..skólinn fínn, við höfum líka verið í sunnudagaskólanum í Laugarneskirkju nokkra vetur og það er bara svo mikil hverfisvitund þarna og mér finnst þetta hverfi bara svo heillandi..finnst þetta barnvænt hverfi og svona....stutt í sund, húsdýragarðinn, fjölskyldugarðinn og ekki spillir að Ingunn stefnir í þetta hverfi....og ég var farin að bíða og vonast til að fá þessa íbúð...

Hvað haldiði að gerist svo???
Í gær þegar ég kom heim var komið svar frá eigandanum í Hlíðunum...ég get farið og skoðað íbúðina og líklega fengið hana.....og þegar ég hafði rétt lokið við að lesa tölvupóstinn minn hringdi eigandi íbúðarinnar í Teigunum og ég get fengið hana!!!!
Hvað haldiði að ég hafi gert??
Næstum fengið taugaáfall....og byrjað svo að spyrja sjálfa mig hvað á ég að gera??? Fara og skoða íbúðina í Hlíðunum?? Sko..mér líst miklu betur á Teiga-hverfið og skólann....en kannski er íbúðin í Hlíðunum betri?? Ég vil helst ekki fara að skoða hana þar sem ég er nógu ringluð og rugluð fyrir...Hlíðaskóli er örugglega fínn..en mér líst samt betur á Laugarnesskólann og umhverfið þar....ekki munar miklu í verði en önnur er stærri..á 3ju hæð í blokk...hin er aðeins minni og á fyrstu hæð í litlu fjölbýli...heyrist ykkur ég vera ákveðin???

ARG......af hverju þarf allt að gerast í einu? Ég var búin að ákveða mig og nú er búið að rugla kerfinu mínu...hehehe...

Fylgist með hvað úttaugaði-ákvarðanafælnis-rugludallurinn gerir.....

föstudagur, maí 05, 2006

Mamman endurheimt

"Hvenær fæ ég mömmu mína aftur?" spurði Gréta mig í fyrradag. Mamman fékk sting í hjartað....samviksubitið rauk úr 80% upp í 100% "mamma, þú ert alltaf í tölvunni" hefur verið vinsælasta setningin á mínu heimili sl.vikur...ekki dró úr samviskubitinu þá!!
Ég var að skila 70% verkefni sl. helgi og svo var eina prófið í gær svo ég er búin að vera mjög upptekin við verkefnavinnu og lestur undanfarna viku og svo hefur verið mannekla í vinnunni svo ég hef verið að vinna lengur einn og einn dag...

Samloka, jógúrt, grjónagrautur frá 1944 og hamborgari úr Bláa turninum er það sem hefur verið á boðstólunum hér í próflestrinum...og svo er maður að kaupa sér frið til að lesa.
Mér leið eins og ég væri að leika í leikritinu "Sveit-attan Einar Áskell" því Gréta spurði hvort hún mætti horfa á dvd og ég játaði því...svo bað hún um sun-lolly og ég játaði því, svo spurði hún hvort hún mætti hringja í ömmu Petru og ég sagði auðvitað áfram já og þá segir þessi elska "Mamma þú ert best, þú leyfir mér bara allt!!" og þá mátti mamman bara berjast við tárin :(
Þetta er nefnilega erfiðara en margur heldur...að vera 5 ára og vera nánast alltaf ein með mömmu sinni og svo þegar mamma þarf að fá tíma til að læra þá er það líka svolítið erfitt, að þurfa að sætta sig við það...að vera á "hold" í nokkra daga. Þetta er líka erfitt fyrir mömmuna sem vill gefa sig 100% í allt það sem hún tekur sér fyrir hendur...en nóg um það skemmtilegur tími framundan og lokaárið bara eftir....skál fyrir því!!!!!

En..nú er nægur tími og við ætlum að nýta hann vel...ætlum til Mallorca eftir 19 daga....úfff hvað það verður svakalega notalegt !!!

Hitt og þetta að gerast í íbúðarmálum.....dúddírúddí....segi betur frá því seinna....best að hætta nú í tölvunni og fara að vaska upp og þvo áður en leirtauið hleypur héðan út og þvotturinn líka....já svona slæmt er heimilishaldið :(