föstudagur, desember 22, 2006

Ég verð "heima" um jólin...

"...að vera heima um jólin er eini draumur minn..." eins og hún Kristjana Stefáns syngur svo ákaflega fallega. Fyrir mér er heima um jólin sko heima hjá mömmu og pabba í Vestmannaeyjum en eins og frægt er hafa veðurguðirnir verið að sýna sínar verstu hliðar undanfarna daga og ætla að halda því áfram í viku í viðbót sýnist mér þá er mér spurn...."Ég verð heima um jólin" ætli það verði þá ekki bara mitt eigin heimili þessi jólin??? Ég get svo svarið það að ég er alveg tilbúin til þess að vera bara hér heima með Grétu, bara við tvær (þar sem ég tel ólíklegt að bræður mínir séu jafn miklir aular og ég og láti veðurguðina stjórna lífi þeirra) EN öllum öðrum finnst það eitthvað hræðilegt og á ég mörg heimboð inni ef svo illa fer að ég kemst ekki til eyja. EN ég afþakka þau öll hér með og verð HEIMA HJÁ MÉR ef ég kemst ekki til mömmu og pabba.
Heyrði samt leikarann góðkunna Örn Árnason segja að jólin væru ekki tími tilraunastarfsemi í eldhúsinu svo það yrði fróðlegt að sjá jólamatinn á þessu heimili...eins gott að eiga nóg af pasta bara...hehehehe..

Gréta mín er ekkert alltof sátt við þá hugmynd að vera bara einar heima....hún fór með mömmu og pabba að velja jólatré síðustu helgi og þegar ég sagði henni að kannski kæmust við ekki til eyja og yrðum þá bara að vera hér heima leit hún á mig með tárin í augunum og sagði bara: með hvaða jólatré????"

Allavega....er búin að ná mér í sjóveikitöflur...eða öllu heldur töflur við veltiveiki (muahhhh), og búin að fá hin ýmsu ráð og ýmsar hvatningar, takk fyrir það!!!
Eigum sem sagt þá pantað með skemmtiferðaskipinu í hádeginu á morgun, vonum að veðrið verði gengið niður og það verði smá pása rétt á meðan skipið drattast yfir...ef ekki þá verð ég hér!!!

Fylgist með sögunni endalausu um Írisi umkomulausu....hehehehehe...

Jólakveðjur

fimmtudagur, desember 21, 2006

Skemmtisigling í vændum...

...eða hitt þó heldur.
Aldrei á ævinni hef ég óskað þess jafn heitt að mamma ætti heima hér í Reykjavík...eða bara Selfossi, Suðurnesjum, Akranesi eða bara einhversstaðar nær mér en Vestmannaeyjum.
Málið er það að ég gjörsamlega HATA að fara með Herjólfi þegar eitthvað er að veðri og þessa dagana og næstu daga er meira en lítið að veðrinu. Og ég sef ekki af kvíða við að fara í Herjólf :(

Mamma sendi mér sms í dag þar sem þetta er annar dagurinn í sömu vikunni sem Herjólfur fer ekki seinni ferð (og segir það nú ýmislegt um veðurfarið) og sagðist ekkert kæra sig um að við værum að þvælast þetta í þessu klikkaða veðri...og þá er nú mikið sagt því yfirleitt er það mamma sem kallar það aumingjaskap að láta sig ekki hafa það að fara með skipinu. EN nú hefur þetta snúist við því pabbi og ég peppum yfirleitt hvort annað upp í aumingjaskapnum og vorkennum okkur voðalega að þurfa að fara með skipinu...en nei nei...nú er pabbi bara harður og segir að ég sé nú orðin fullorðin og eigi nú að geta ferðast með skipinu þótt það sé eitthvað að veðri.....EITTHVAÐ AÐ VEÐRI en suðvestan 31 m/sek er sko svolítið MEIRA en eitthvað að veðrinu....það er hreinasti viðbjóður ojojojojoj. Og ekki lagast það þegar ég tala við Didda bróður....hann bara hneykslast á mér og segir að það hafi aldrei neinn dáið í Herjólfi!!!!!!

Ég veit það alveg og auðvitað eru 3-4 klukkutímar í klikkuðu veðri ekkert mikið til að geta eytt jólunum í faðmi fjölskyldunnar, en það er erfitt að vera ÉG og vera með kvíðahnút og niðurgang í marga daga áður en ég fer með skipinu....er að velta fyrir mér (sko...orðið VELTA er bara mjög ofarlega í huga mér....hehehehe) svefntöflu...og/eða sjóveikistöflu...og hvernig er með það fyrir Grétu...og mig náttúrulega. Einhver með reynslu af því???????????????

Anyway.....er búin að kaupa allar jólagjafir, pakka þeim inn (og líka fyrir Didda) skrifa og senda jólakortin svo þetta er allt að smella.
Nú á ég bara eftir að henda í 1-2 þvottavélar og pakka niður og svo er það bara skemmtisigling annað kvöld...ef það verður fært!!!!

Oh...vildi að þetta væri skemmtisigling í Karabíska hafinu.....

þriðjudagur, desember 19, 2006

..jólin eru að koma???

...eða hvað??

Ég get svarið fyrir það að mér finnst engan veginn eins og jólin séu að koma...kannski af því að ég er ekki búin að taka allsstaðar til, ekki búin að skreyta, ekki búin að baka, enginn snjór úti, og allt bara eitthvað svo öðruvísi en vanalega.

Sko það sem ég hef þó afrekað síðan ég kláraði prófin er að:
  • taka jólakortamynd af Grétu
  • skrifa öll jólakortin
  • fá sinaskeiðabólgu á háu stigi
  • kaupa næstum allar jólagjafirnar
  • eyða fullt af peningum
  • taka til í herberginu hennar Grétu
  • sækja pakka á pósthúsið
  • pakka inn gjöfunum sem eru tilbúnar
  • kaupa jólasokkabuxur og jólaskó á Grétu

það sem ég hef hins vegar ekki afrekað er að baka, skreyta og taka til....en þetta með baksturinn...mamma er búin að gera 7 sortir og ég verð það um jólin, mamma er búin að skreyta hátt og lágt og ég verð þar öll jólin, mamma er búin að taka til og ég verð þar um jólin...svo að gera þetta allt hér heima hjá mér er bara tvíverknaður...ekki satt??

Allavega...búin að mörgu en ekki búin að sumu, líður samt bara vel og tek þessu öllu með stóískri ró þar sem ég náði aðferðarfræðiprófinum með stæl!!!!!!!!!!!!!!!

föstudagur, desember 15, 2006

PRÓFLOK :)

Jibbýýýýýý.....mín bara búin í prófum...reyndar í fyrrakvöld en....þau eru semsagt búin og nú á sko bara að njóta frelsisins.....

Fór í klippingu í gær....þvílík breyting.....lét Óla klippa og klippa og erum bara ótrúlega sátt við þetta....alveg snoðað í hnakkanum...undir sko....under-cut...eins og þetta heitir á fagmáli..muahhhhh...vorum í 4 tíma á stofunni hjá Óla þar sem okkur er troðið inn á milli kúnna....takk Óli minn fyrir að gera okkur mæðgur sætari :)

Fór upp í rúm kl 22.50 í gær, sem hefur ekki gerst í margar margar vikur...mikið sem það var notalegt....fór samt ekki beint að sofa...ó nei....byrjaði á ítölsku bókinni sem ég keypti í Róm og er búin að vera að bíða og bíða eftir að geta byrjað að lesa.....ennþá notalegra!!

Gréta fór til pabba síns í dag og ég notaði tækifærið og eyddi 3 tímum í Smáralindinni....byrjaði að leita að einhverjum jólagjöfum, er búin að kaupa handa pabba, keypti handa mömmu, búin að græja Grétu svo nú eru það bara bræður mínir....úfffff....alltaf svolítill hausverkur...veit reyndar hvað ég ætla að gefa Didda en Óli.....úffffff.......hehehehe...hann er reyndar búinn að koma með nokkrar óskir....ætli maður verði ekki bara við þeim....huhummm!!

Er svo að fara að fara að taka til...jiiii...heimilið er í rúst....og lítið sem ekkert jólaskraut komið upp....er að reyna að gera það upp við mig hvort ég á að nenna að skreyta því eftir viku förum við til eyja og komum ekki aftur fyrr en 2.jan......og þá eru bara 4 dagar eftir af jólunum....hummmmm....ætla að sofa á þessu.....og tek örugglega svo eitthvað upp á eftir!!!

Annað sem ég er að reyna að gera upp við mig.....er...þar sem ég er ein heima....hvort ég eigi að fara út í kvöld og fagna próflokunum eður ei???? Ha? Humm? Ha??

fimmtudagur, desember 14, 2006

My declaration of Self-Esteem

I am me.
In all the world, there is no one else exactly like me. There are persons who have some parts like me, but no one adds up axactly like me. Therefore, everything that comes out of me is authentically mine because I alone choose it. I own everything about me: my body, including everything it does; my mind, including all it´s thoughts and ideas; my eyes, including the images of all they behold; my feelings, whatever they may be: anger, joy, frustration, love, disappointment; my mouth, and all the words that come out of it: polite, sweet or rough, correct or incorrect; my voice. loud or soft; and all my actions, whether they be to others or to myself. I own my fantasies, my dreams, my hopes, my fears. I own all my triumphs and success, all my failures and mistakes. Because I own all of me, I can become imtimately acquainted with me. By doing so, I can love me and be friendly with me in all my parts. I can then make it possible for all of me to work in my best interests. I know there are aspects about myself that puzzle me, and other aspects that I do not know. But as long as I am friendly and loving myself, I can courageously and hopefully look for the solutions to the puzzles and for ways to find out more about me. However I look and sound, whatever I say and do, and whatever I think and feel at a given moment in time is me. This is authentic and represents where I am at that moment in time. When I review later how I looked and sounded, what I said and did, and how I thought and felt, some parts may turn out to be unfitting. I can discard that which is unfitting, and keep that which proved fitting, and invent something new for that I discarded. I can see, hear, feel, think, say and do. I have the tools to survive, to be close to others, to be productive, and to make sense and order out of the world of people and things outside me. I own me, and therefore, I can engineer me. I am me and I am okay.

föstudagur, desember 08, 2006

10 jákvæðir hlutir

Þegar ég var eitthvað niðurdregin hér um daginn fékk ég comment frá Lilju vinkonu í Köben þar sem henni leist ekkert á þessa "deprimeruð" mína (ji Lilja, manstu eftir þessu orði og hvað við notuðum það hér í denn????) og hún sagði að ef ég myndi líta í kringum mig þá væri hún viss um að ég fyndi 10 jákvæða hluti!!

Ok...þegar maður dettur í svona neikvæðni pakka sér maður oft bara það neikvæða...en það er svo merkilegt að af þessu neikvæða lærir maður oft að verða jákvæður. Ég veit það samt að manni má alveg líða illa stundum og vera deprimeraður, þótt það sé til fólk sem hefur það verr en ég...og ég minnist orða einstaks manns þegar hann spurði mig: Íris, skítur þú fyrir aðra??

Það eru ákveðnar bloggsíður sem ég les alltaf, þær eru auðvitað eins misjafnar og þær eru margar en í kvöld las ég 2 síður þar sem fólk sem á við veikindi að stríða og er vart hugað mikið lengra líf er að skrifa og þar sem ég las þetta með tárin í augunum skammaðist ég mín niður í rassg......og fór að hugsa með jákvæða hluta heilans...og Lilja...hér koma 10 JÁKVÆÐUSTU HLUTIRNIR:

1. Gréta mín....yndislega vel gefið og heilbrigt barn
2. Heilsa og hreysti mitt og minna nánustu
3. Bræður mínir...með þeim sannast að ber er hver að baki nema sér bróður eigi....Diddi minn kom hér kl 05.15 til að passa Grétu og koma henni í skólann þegar ég skrapp til Rómar og þegar ég kom heim frá Róm var Óli hér að passa!!!!!
4. Vinir mínir....ég á frábæra vini og vandamenn...allir alltaf boðnir og búnir að gera allt fyrir mig!!
5. Vinnustaðurinn minn...þar fæ ég næstum allt sem ég þarf....vináttu, hvatningu, umburðarlyndi, og hollan og góðan mat!!!
6. Heimilið mitt
7. Msn....án þess veit ég ekki hvar ég væri...gott að vita af einhverjum öðrum þarna hinumegin við skjáinn og gaman að hafa komist í samband við gamla vini og kunningja gegnum msn
8. Tónlist...eitt það besta sem ég veit um
9. Bækur jafnast fátt á við skítaveður og góða bók...hrikalega hlakka ég til jólanna!!
10. Vodka í magic...muahhhhhhhhh

Játs...þetta var bara nokkuð létt....og þrátt fyrir að mér hafi gengið HÖRMULEGA í prófinu í morgun þá er ég bara jákvæð og glöð í hjartanu...í dag var pása frá lærdómnum og ég setti upp pínu jólaskraut en svo er bara harkan og lærdómurinn á morgun og næstu daga þar sem síðasta prófið er á miðvikudaginn!!!

Svo segi ég bara eins og andarunginn Engilráð...inn með sælu-út með sút!!!!

fimmtudagur, desember 07, 2006

X

Ji...bara af því að ég er búin að finna mig, jákvæðnina og gleðina í hjarta mínu ætla ég að deila með ykkur ótrúlega óþörfum upplýsingum en um leið að sýna fram á að börnin læra það sem fyrir þeim er haft.....

...þannig er mál með vexti að ég var forfallinn sjónvarpssjúklingur...hef lagast þó nokkuð og er það náminu að þakka...en alla vega....sko...þegar ég fékk Birtu og Sjónvarpsdagskrána las ég þessu blöð spjaldanna á milli og X-aði við það sem ég ætlaði að horfa á!!!!!!!!!!!!!
Hvað finnst ykkur um það?? Hehehehe
Það auðveldaði mér að muna hvað það var sem ég ætlaði að horfa á og á hvaða stöð það var!!!!
Þetta geri ég reyndar líka við Bókatíðindi....x-a við þær bækur sem mig langar að lesa....og núna er svo komið að Gréta er líka farin að gera þetta....nú situr þessi elska og X-ar við í Bókatíðindum, Leikbæjarbæklingum, Einu sinni var-bæklingnum og fleiri auglýsingarbæklingum sem gjörsamlega hrynja inn um lúguna!!!!
Já...sjaldan fellur eplið langt frá eikinni!!!!

En þetta með X-in datt mér í hug núna þar sem ég sit og læri formúlur fyrir meðaltal, staðalfrávik, Z-gildi, aðhvarfsjöfnu og t-próf eins úrtaks....en þar er einmitt allt fullt af X-um!!!

miðvikudagur, desember 06, 2006

Óli bróðir minn...

...á 35 ára afmæli í dag.

Það fyndna er að hann var búinn að tala mikið og lengi um það að hann ætlaði ekki að halda neitt upp á afmælið, kannski bara vera með fjölskyldu-brunch sl. sunnudag eða eitthvað bara létt. En annað kom á daginn....honum var komið svona skemmtilega á óvart og kostaði það mikið skipulag og reddingar og mikið PLAT...enda maðurinn alltaf eitthvað upptekinn!!!
Hann fór með matarklúbbnum sínum út á Álftanes að borða og ætlaði sko aldeilis bara að vera rólegur en allt í einu þakka matarklúbbsfélagarnir honum fyrir kvöldið og senda hann út í leigubíl!!! Óli ætlaði ekkert að fara neitt en fékk engu ráðið og var sendur af stað...og hann vissi ekkert hvert hann var að fara....svitn svitn!!!!!!!!!!!!!!

Bíllinn tók stefnuna niður í bæ, á Red Chili, þar sem vinir og vandamenn komu Óla á óvart og þá meina ég á óvart...hann var alveg grunlaus og vissi ekkert....enda varð hann eins og kjáni þegar hann kom. Við tókum á móti honum með blöðrum, söng og smá skrauti auk drykkja!!!
Mamma var með geggjaða myndasýningu og þetta lukkaðist allskostar vel!!!

Elsku Óli minn...til hamingju með daginn. Það var ótrúlega gaman að geta komið þér svona á óvart þar sem þú ert alltaf að gera allt fyrir alla aðra. Þú ert bara yndislegur og ég þakka fyrir að þú skulir vera bróðir minn!!!
Njóttu lífsins og þess sem það færir þér elskan!
Lovjú!!!!

sunnudagur, desember 03, 2006

GSM

Í sumar fékk 6 ára gömul dóttir mín gsm síma frá pabba sínum. Þetta var "gamall" sími sem hann átti og án þess að ráðgast við mig lét hann hana hafa hann ásamt númeri og inneign, þannig að þennan síma gæti hún notað í alvörunni.
Ég var ekki par hrifin og sagði bæði honum og henni að ég kæmi ekki nálægt þessu og mér þætti þetta alveg út í hött (mjög fullorðinslegt og þroskað, ég veit), hún væri bara 6 ára gömul og kynni ekkert með þetta að fara, þetta væri alltof mikil ábyrgð fyrir hana að passa þetta og týna honum ekki. Auk þess sem hún dundaði sér við það á meðan við rúntuðum um landið með mömmu og ítölunum í sumar að senda ömmu sinni sem sat í framsætinu sms!!!!!!!!! Eyðandi inneigninni í leik og vitleysu
Ég var svo neikvæð út í þetta og skammaðist mín eiginlega fyrir það að 6 ára gömuol dóttir mín ætti gsm síma sem væri alvöru og hann var jafnflottur og minn!!!!

Síðan í sumar kom það upp að Gréta vildi fá að fara með nokkrum stelpum úr hverfinu á skólalóðina. Ég var ekkert of æst í að leyfa henni það enda við nýfluttar í hverfið og maður þekkti ekkert þessar stelpur og hún ekki vel kunnug hverfinu og svona, en ég enda svo á því að leyfa henni að fara. Síðan sé ég að nokkrar af stelpunum eru komnar aftur en ekki Gréta. Svo ég fer að leita að henni og um leið fer ég að hugsa um að ef við færum á mis hvað myndi þá gerast?? Myndi hún bíða fyrir utan þar til ég kæmi aftur eða færi hún að leita að mér og við myndum fara á mis enn og aftur???

Þegar ég kom á skólalóðina var hún þar og við röltum saman heim og þá fór ég að ræða þetta við hana og sagði að ef hún fengi að fara svona mætti hún ekki fara eitthvað annað nema láta mig vita og svo útskýrði ég fyrir henni að við værum náttúrulega bara tvær og ef ég færi að leita að henni og hún að mér myndum við fara á mis og hvað myndi þá gerast??
Þá kom þessi elska með þá lausn að hún ætti náttúrulega bara að vera með símann á sér, þá gæti hún hringt í mig og látið mig vita hvar hún væri og ég gæti hringt í hana ef ég þyrfti að ná í hana!!!!!!!!!!
Fyrst fannst mér þetta út í hött en ef maður spáir í það er það kannski ekki svo vitlaust. Svona er nútíminn og ég verð víst bara að sætta mig við það, þótt gamaldags sé!!!!
Auðvitað er það fín laus, ef hún fer með hópi af krökkum á skólalóðina og svo vilja þau fara á leikskólalóðina þá er auðveldara fyrir hana að hringja og láta mig vita heldur en hlaupa heim í hvert skipti sem hún vill fara af einum stað á annan.

Eins með þessa aumingja sem eru að bera sig fyrir litlum stelpum á leikvöllum, eða reyna að lokka þau með sér, þá er síminn auðvitað öryggisatriði, það er ekki hægt að horfa framhjá því.

Það var einu sinni næstum liðið yfir mig og Gréta var vitni að því og við vorum sem betur fer í Vestmannaeyjum hjá mömmu og pabba en ekki bara tvær heima. Eftir þetta var Gréta svolítið stressuð í hvert sinn sem ég stóð upp og ég var sjálf svolítið stressuð því við vorum bara tvær. Við ræddum um 112 og hvað hún gæti gert ef það myndi líða yfir mig, og einu sinni vorum við í Öskjuhlíð og ég spurði Grétu hvað hún myndi gera ef það myndi líða yfir mig og hún sagði strax að hún myndi ná í símann og hringja í 112 og segja hvað hefði gerst og hvar við værum.

Hún er klár stelpa og hefur mikið fiktað í símanum sínum og bróðir hennar hefur líka kennt henni aðeins á hann og hún "kann" svo sem að fara með hann. Hún var bara farin að senda fólki sms og bjóða því í heimsókn og mat og svona án þess að spyrja kóng eða prest :) og svo voru hún og mamma óstöðvandi í sms-sendingum á tímabili.
Mistökin sem við gerðum kannski í upphafi var að setja ekki einhverjar notkunarreglur um símann. Við gerðum það svo seinna og núna er símanotkun Grétu ekkert vandamál og hún sættir sig alveg við að fá ekki alltaf að hafa hann.
Og ég er að snúast yfir á þá hlið að þetta sé bara allt í lagi, þegar ég var í Tallin og í Róm fannst mér voða gott að geta sent sms til hennar beint, en ekki til Þóris og láta hann lesa það fyrir hana og líka svo gaman að hún svari sjálf.

Auðvitað eru misjafnar skoðanir á þessu en núna finnst mér þetta í lagi, sérstaklegar þegar hafa verið settar reglur um notkun!!!!!

föstudagur, desember 01, 2006

Já já já....

OK....sumum finnst ég vera eitthvað neikvæð....pirruð....jafnvel bara geðvond og þá segi ég nú bara hingað og ekki lengra...ok....og nú kemur jákvæður pistill.

Próflesturinn gengur svona líka lygilega vel, ég er með það alveg á hreinu hvað z-gildi er, og tilgátuprófun, hvernig ég get reiknað % hlutfall af normaldreifðum einkunnum og svona....allt í sóma í Aðferðarfræðinni.....ó sei sei já....

Jólin eru að koma...sem er jákvætt....þá eyðir maður fullt af peningum og tíma í að leita að viðeigandi jólagjöfum...

Jólasveinarnir fara að koma...uppfullir af frábærum hugmyndum og koma með svona líka frábæra og nytsama hluti í skóinn...og barnið mitt verður ennþá stilltara fyrir vikið!!! (ætti kannski frekar að setja p í staðinn fyrir t í stilltara.................)

Á jólunum fer ég alltaf til Vestmannaeyja og þannig verður það einnig í ár svo ég á í vændum siglingu með skemmtiferðaskipinu Herjólfi þar sem ég hef nú þegar pantað borð í veislusalnum sem og svítuna með plasma sjónvarpinu og heimabíóinu og rafmagnsrúminu....

Desember uppbótin mætt í hús og sem betur fer fer helmingurinn af henni í skatta sem það gerir það að verkum að:
  • ég losna við samviskubitið sem nístir mig af því ég keyri um á nagladekkjum...sorry....og eyði þar með malbikinu sem kostar margar milljónir að laga...sorry
  • að ég þarf ekki að borga alltof mikið þegar ég fer til læknis
  • ég mun geta haft það gott í ellinni
  • ég borga minna fyrir matvöruna
  • og margt margt fleira sem óþarft er að telja hér upp en okkur er öllum kunnugt um!!

Jólahlaðborð með vinnunni í kvöld...Mmmmmm...maturinn á Hereford klikkar ekki frekar en vinskapur og samverustund með vinnufélögunum...nú sé ég LOKSINS það jákvæðasta ;)

....sem sagt....Íris horfir á björtu hliðarnar og er svona líka jákvæð.....ekki voga ykkur að segja annað!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!