fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Auglýsendur

Mér finnst það með ólíkindum að hlusta á auglýsingarnar núna fyrir jólin og ég neita að trúa að fólk taki þátt í þessu rugli. Mér finnst hreinlega verið að gera lítið úr neytendum og þeir hafðir að fíflum...ég meina er fólk í alvöru að kaupa sér nýjan bíl fyrir meira en milljón því það fylgir 100. þúsund króna gjafabréf með?? Og 75.þús með notuðum bíl!!!!!!!!!!!!!!!!
Ekki segja mér að fólk láti fara svona með sig????

Og svo kemur auglýsingin frá Diggy.is eða hvað þetta heitir þar sem fólk er hvatt til þess að fara inn á diggy.is og kaupa sér það far-eða borðtölvu og kaupa svo jólagjafirnar á netinu!!!!!!!!!!

Og svo toppa auglýsendur þetta með því að auglýsa rándýrar vörur og segja svo "Það er sælla að gefa en þiggja"!!!!!!!!!!!!!!!

Og frá þessari vitleysu að annarri...í kvöld vorum við mæðgur að horfa á Kastljós þar sem var viðtal við Rögnu á Laugarbóli sem hefur misst 2 börn og 1 barnabarn og í hverju herbergi er hún með mynd af börnunum sínum og sú sem var að taka viðtal spyr hana af hverju það sé. Þá heyrist í dóttur minni: "Af hverju vill maður hafa mynd af börnunum sínum"??? Nú auðvitað vill hún sjá börnin sín af því þau eru dáin"!!!!!!!!!!!
Þetta getur hver heilvita maður og líka barn séð....mikið vildi ég óska að spyrlar færu að hætta að spyrja heimskulegra spurninga!!!!!!!!

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Í amstri dagsins:

"...I know that it´s a wonderful world
but I can´t see it right now..."

mánudagur, nóvember 27, 2006

Life

"Life is what happens to you while you are busy making other plans"

Eitthvað til í þessu???

sunnudagur, nóvember 26, 2006

Alvara lífsins....

...já nú er víst nóg komið af leikaraskap og tími til kominn að takast á við alvöru lífsins og það sem desember mánuður býður upp á fyrir þá sem eru í námi...jú jú...ég er að tala um (páfagauka)lærdóm og próf!!!!

Ég verð nú bara að segja það að nú er ég búin að vera í þessu leikskólakennararnámi í tæp 4 ár og er að farast úr námsleiða akkúrat núna....ég hef engan áhuga á því sem ég á að vera að gera og ég er meira að segja farin að horfa á leiðinlegustu sjónvarpsþætti sem ég veit um, farin að vera þokkalega kærulaus og skella mér til útlanda í stað þess að vera að læra (mér til málsbóta vil ég samt taka það fram að ég las HEILA kennslubók í flugvélinni á leiðinni heim)

Málið er samt það að fyrir ári síðan hefði mér ekki dottið þetta í hug!!!! Og mér er sagt að lifa lífinu lifandi...sko KHÍ er ekki að fara neitt....en það er Róm svo sem ekki heldur!!!!!!!!!!!!

Sko....námið er mikilvægt, það vita allir EN sumt af þessu námi þarna í KHÍ er alveg fyrir neðan allar hellur...t. d er maður látinn lesa allskonar rannsóknir og gera allskonar verkefni, m.a rannsóknarverkefni og viðtöl ÁÐUR en maður fer í Aðferðarfræði sem er áfangi þar sem kennt er hvernig á að taka viðtöl og lesa úr rannsóknum??? Hver er tilgangurinn með því?? Af hverju er þetta fyrirbæri ekki kennt mun fyrr???

Og mér finnst t.d frekar óréttlátt að láta mann eyða heilli önn í Myndmennt, tónmennt og leikræna tjáningu, þar sem lítið sem ekkert er um lesefni og verkefnavinnan frekar auðveld og svo núna á næst síðustu önninni eru 4 þung og erfið lesfög...og 3 próf!!!!!!!!
Mér finnst þetta harla ósanngjarnt.

Margt í þessu námi þarf að endurskoða að mínu mati og þeir sem kenna þarna þurfa að kynna sér hvað er í gangi á "gólfinu" í dag. Námið einkennist af því hvernig draumaleikskólaveröldin ætti að vera, sem hún er náttúrulega ekki í dag, svo það þarf að færa námið nær raunveruleikanum!!!!

En....maður verður víst að vera jákvæður og það allt....þrátt fyrir að hafa verið ferlega mikill skussi í náminu þessa önnina og það fer ferlega í taugarnar á mér og auðvitað fær maður það í bakið núna....EN...ef ég lít á björtu hliðarnar þá hef hins vegar gert margt þessa önn sem ég hef aldrei gert áður og lífið sjálft er jú líka nám....kannski maður ætti bara að lifa því lifandi og láta námið flakka???
Hvað segið þið??????????????

laugardagur, nóvember 25, 2006

Rómarferðin

Rómarferðin var bara frábær. Við pöntuðum ferðina á miðvikudegi, fundum Bed & Breakfast á netinu og svo var hitt bara óráðið. Flugum svo út á föstudagsmorgni :)

Hótelið var bara mjög fínt, vel staðsett og mjög hreint og fínt. Eftir að hafa komið okkur fyrir byrjuðum við náttúrulega á því að fá okkur pizzu og Peroni (ítalskan bjór). Síðan fundum við okkur til og fórum í miðborg Rómar, á Campo de´fiori þar sem við borðuðum mjög góðan ítalskan mat og fórum svo að hitta Stefano félaga okkar. Hann rölti með okkur um miðborg Rómar og þá sáum við meðal annarsPantheon, Piazza Navona og þegar við vorum að koma að Fontana di Trevi (gosbrunnur) þá tók Ingunn fyrir augun á mér og leiddi mig þar að og tók svo frá þegar við vorum komnar að...og þetta er meiriháttar að sjá. Upplýstar styttur og ómurinn frá vatninu..molto bello!!!!!
Síðan hittum við Francesco vin hennar Ingunnar og fórum með honum á nokkra ítalska pöbba og svo skelltum við okkur bara á hótelið...enda búnar að vaka í næstum sólarhring...gátum varla sofið fyrir spenningi auk þess sem ég var í verkefnavinnu langt fram á nótt til að geta komist í þessa ferð!!!

Á laugardeginum fórum við að skoða Colosseo og það var alveg stórkostlegt. Ég tók þar myndir af Ingunni með daður Gladiator dauðans...hehehehe....sem vildi bara kyssa hana!!! Síðan röltum við um og skoðuðum rústirnar af gömlu Róm og svo röltum við bara borgina á enda og skoðuðum Via del Corso sem er ein aðalverslunargatan í Róm.
Á laugardagskvöldið borðuðum við á Co2 sem er afar skemmtilegur staður og mikið sem var gott að borða þar og fá sér eitt-tvö rauðvínsglös.
Þaðan kíktum við svo á stað sem heitir Fluid og er frekar flottur....klósettið þar var mergjað....getið séð mynd af því í Rómar-albúminu hér á síðunni :)
Þaðan fórum við svo á einn heitasta klubb Rómar, La Maison og skemmtum okkur konunglega. Barþjóninn horfði undrandi á okkur þegar við báðum um Vodka í RedBull...hehehe og spurði svo hvaðan við værum!!!!!!!!!!!!!!
Þar hittum við líka ótrúlega skemmtilegt lið, ameríkana sem hafði búið lengi á Ítalíu, írska stelpu, sænska stelpu og strák frá Kýpur en þau voru öll að vinna saman í banka í London og voru þarna í skemmtiferð.....og voru svona líka hress!!!

Á sunnudaginn röltum við svo um og skoðuðum, Piazza di Spagna, Piazza Navona og fleiri staði í miðborginni. Um kvöldið borðuðum við svo geggjað góða hráskinku og Spaghetti Carbonara.....Mmmmmmm

Á mánudeginum ætluðum við að skoða safnið í Vatikaninu en þar sem var 1 milljón manns í biðröðinni ákváðum við að sleppa því bara og labba frekar meðfram ánni Tevere og skoða það sem væri hinu megin við hana. Þar sáum við meðal annars Fonte Acqua Paola, og Porta San Pancrazio og duttum svo inn á lítinn fjölsylduveitingastað þar sem ég fékk mér Ravioli með Ragú.....mér til mikillar ánægju og yndisauka....enda gerist þetta ekki betra, ekta ítalskur staður!!!
Síðan skunduðum við bara í miðborgina og ég keypti mér það sem ég hafði ætlað að kaupa, ítalskar bækur og ítalska geisladiska. Og eina ítalska dvd-mynd!!!
Um kvöldið borðuðum við svo á gamaldags stað í öðrum hluta Rómar og þar maturinn líka alveg meiriháttar, bruschetta með tómötum og svo Crostini með hráskinku og rauðvínsglas...Mmmmmm
Eftir matinn fór Francesco með okkur í bíltúr um Róm og það var svo gaman að sjá Colosseo upplýst, og að sjá "nýrri" hluta Rómar þar sem byggingarstíllinn er allt annar. Við sáum svo frægustu svalir Rómar, en þar kom Mussolini fram. Auk þess sem Francesco fór með okkur að einni hæð, benti okkur á hurð sem er alltaf lokuð og tveir verðir standa vörð. Á hurðinni er lítið gat sem við kíktum í gegnum og þar blasti við okkur San Pietro (Péturskirkjan) í öllu sínu veldi. Þetta var lyginni líkast og eiginlega það sem stendur upp úr af því sem við sáum.

Þriðjudagurinn fór svo í að rölta um Vatíkanið og skoða San Pietro kirkjuna og njóta þess að vera í Róm. Við vorum ekkkert á því að vilja fara heim..nema barnanna okkar vegna!!

Þessi ferð var meiriháttar, 17-23 stiga hiti allan tímann, þvílíkt gott að borða, gaman að hlusta á og tala ítölskuna, lesa blöðin, horfa á ítalska sjónvarpið, fá sér ítalskan ís, kaupa ítalskar bækur og diska, og skoða ítölsku strákana sem eru alltaf jafn sætir ;)

Ingunn mín...takk fyrir að ganga á eftir mér og suða og tuða í mér.....er stolt af mér að hafa ekki runnið á rassgatið með þetta því þetta var einstök upplifun og 11 ára gamall draumur okkar að rætast!!
Ti voglio bene bella!!!!!

p.s Myndirnar koma fljótlega inn!!!

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Óvænt ferð til RÓMAR

Ég er ekki ein af þeim sem taka skyndiákvarðanir...mér finnst betra að hafa tímann fyrir mér og velta hlutunum fyrir mér fram og til baka og verða alveg rugluð í hausnum....EN...nú er svo komið að ég hef tekið skyndiákvörðun og það stóra!!!

Þannig er mál með vexti að við Ingunn vinkona erum miklar Ítalíu-manneskjur enda var upphafið að okkar meiriháttar vinskap til á Ítalíu og þaðan eigum við svo margar geggjaðar minningar....frá Cremona, Mílanó og ég tala nú ekki um Rimini...mamma mia!!!!!
Síðan við vorum þar saman...fyrir 10 árum þá höfum við oft talað um að fara saman til Rómar og í apríl á þessu ári ætluðum við að fara nema flugið var ekki nógu hentugt og ég rann á rassinn með þetta allt saman svo við fórum aldrei.
Ingunn er meira líbó týpa en ég og hún spyr mig reglulega hvenær við ætlum til Rómar og í fyrradag vorum við að spjalla og hún spyr eina ferðina enn hvenær við ætlum til Rómar og þá sagði ég að við skyldum bara skella okkur í maí og vera í nokkra daga!!! Henni fannst fulllangt að bíða og rétt fyrir miðnætti hringir þessi elska í mig og er þá búin að sjá beint flug til Rómar fyrir lítinn pening og flugið er 17.nóv....sem er bara Á MORGUN!!!!!!! ÉG vildi fá að sofa á því og kl. 7.40 morguninn eftir hringir hún og spyr hvort ég sé búin að taka ákvörðun og um hádegi kaupum við miðana!!!!!!!!!!!!!!

Svo það var farið í það að grenja út frí í vinnunni, koma barninu mínu fyrir og svo bara...VIA (af stað!!!) Svo núna er stelpan bara að fara út með 2ja daga fyrirvara og alveg á nálum!!!

En mikið djöfull á eftir að vera gaman hjá okkur...erum búnar að redda Bed&Breakfast gistingu, búnar að panta á geggjuðum veitinga-og skemmtistað og ætlum bara að njóta þess í druslur að borða prosciutto crudo (hráskinku), drekka hvítvín, hlusta á og tala ítölsku og bara njóta þess í botn að vera til í RÓM.................já LA VITA É BELLA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

mánudagur, nóvember 13, 2006

Nagladekk...

...jú einmitt...ég er ein af þeim sem keyri um á nagladekkjum á veturna og spæni svoleiðis upp malbikið...og menga umhverfið!!!
Mér finnst bara nauðsynlegt að vera á nagladekkjum þar sem ég er ekki færasti vetrarökumaður landsins og veit ekkert leiðinlegra en að keyra í snjó og ófærð. Ég bíð því ekki spennt eftir fyrsta vetrarhörkudeginum!!! Eeeeenn í dag beið ég semsagt í klukkutíma og kortér til að fá nagladekkin undir svo það er eins gott að það komi fljúgandi hálka á næstu dögum.....NOT!!!!!!!!!!!

sunnudagur, nóvember 12, 2006

Menningarleg

Eins og ég hef áður sagt hér þá elska ég að fara í leikhús...svo ef ykkur vantar einhvern tímann leikhúsfélaga þá er ég til!!!!
Annars erum við Óli ansi dugleg að skella okkur í leikhús og höfum mjög gaman af. Skelltum okkur því ásamt Didda bróður á sýninguna Pétur Gautur sl. fimmtudagskvöld og þvílík skemmtun. Frábær sýning og ekki skemmir fyrir að aðalkarlleikararnir eru meira og minna á nærfötunum og þvílíkir kroppar....ú la la (Ingvar Sigurðs og Björn Hlynur) og leikurinn er hreint út sagt stórkostlegur. Ég dáist að þessu fólki, að geta staðið þarna fyrir fullum sal og framkallað allan tilfinningaskalann og ég sit þarna úti í sal og gleypi við þessu öllu, hlæ og tárast og allt saman!!!

Við, ég, Gréta og Óli skelltum okkur líka til Keflavíkur um daginn að sjá söngleikinn um Öskubusku en Gunnheiður vinkona Óla er ein af höfundunum. Gaman að sjá hvað krakkarnir þar eru að standa sig vel og þetta stykki var virkilega skemmtilegt!!

Punkturinn yfir i-ið var svo í kvöld þegar ég fór loksins að sjá Mýrina. Hef lesið næstum allar bækur Arnaldar, mamma og pabbi gefa mér þær alltaf í jólagjöf ásamt Kiwanis nammi og ég hakka þetta tvennt í mig á Aðfangadagskvöld og Jóladag. Er yfirleitt í kapp við Óla bro...hehehe.
Myndin fannst mér virkilega góð og vel leikin. Atli Rafn fannst mér mjög góður en ég hef aldrei fílað hann neitt sérstaklega. Ég var líka skeptísk á Ingvar sem Erlend, eins og mér finnst Ingvar frábær, en hann var náttúrulega frábær sem Erlendur. Ágústa Eva fannst mér líka þrusugóð.
Gaman að fá svona vel gerða íslenska mynd en mikið var maturinn í myndinni samt ógirnilegur...jakk.
Sá sýnt úr nýrri íslenskri mynd, Köld slóð, og leist vel á hana...fer á hana í desember þegar prófin eru búin og ég byrja nýtt líf.....ji hvað verður gaman þá!!!!!

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

7.nóvember

Afmæliskakan mín í fyrra...mikið var maður nú sætur einu sinni...fyrir mörgum mörgum árum síðan :)

Skrýtið með þennan dag í fjölskyldunni, 7.nóvember.

Þannig er mál með vexti að mamma mín er fædd 1952 og í maí 1954 eignaðist hún systur sem lést 7.nóvember 1954.

Þann 7.nóvember 1956 eignaðist mamma svo aðra systur sem er Ester frænka mín og svo þann 7.nóvember 1975 eignaðist mamma mín MIG!!

Þannig að í dag á ég afmæli....reiknið svo bara út...ykkur til skemmtunar, hvað ég er gömul!!!!

Svo að dagurinn sem var sorgardagur hefur með árunum orðið að tvöföldum gleðidegi.
Allavega þakka ég fyrir hvern afmælisdag sem ég lifi, og mér finnst ekkert slæmt að eldast, það er bara gott að vera hérna megin, meðal þeirra sem manni þykir vænt um og þykja vænt um mann til baka.

Dagurinn í dag var ósköp venjulegur, Gréta reyndar sofnaði mjög seint í gær og þegar við vöknuðum í morgun og hún var búin að knúsa mig í tilefni dagsins þá sagði ég að ef ég mætti ráða þá ætti maður að eiga frí á afmælisdaginn!!!
Gréta fór svo með pabba sínum að kaupa afmælisgjöf handa mér, kerti, hanska og lampa við tölvuna og svo skrifaði þessi elska afmæliskort í anda Silvíu Nætur.....töff töff töff!!!

Rúsínan í pylsuendanum er svo ítalskur matur á Galíleó með bræðrum mínum í kvöld...nammi namm!!!!!

mánudagur, nóvember 06, 2006

Komin frá Tallinn

Þetta var aldeilil mögnuð ferð. Lentum í snjó og svolitlum kulda, og strax á föstudagsmorgninum var 3ja tíma gönguferð. Fyrst leist manni ekkert á blikuna en svo var bara að klæða sig vel og skella sér af stað. Ég hefði sko ekki viljað missa af þessari göngu, sáum marga merkilega staði og heyrðum brot af sögu Tallinn borgar.
Margar byggingarnar eru svo flottar og byggingarstíllinn margvíslegur. Borgin er náttúrulega svolítið grá og kaldranaleg að sjá í slabbinu en þegar maður þræðir allar litlu þröngu hliðargöturnar frá Ráðhústorginu þar sem minjagriðabúðirnar eru hver við hlið annarrar fer manni að líka betur og betur við staðinn. Veðrið var samt mun betra en við bjuggumst við, það var nánast heiðskírt og lítill sem enginn vindur, pínu kalt en fallegt veður, sem betur fer!!

Þarna komst maður líka að því hvað við íslendingar erum sjúklega stressaðir. Við Birgitta vorum að rölta í bæinn og áttuðum okkur allt í einu á því að við vorum sko að ARKA á fullu spani, eins og við værum að missa af einhverju...sem við vorum alls ekki að gera!!!
Við fórum líka í kjörbúð (eins og stórvinkona mín Þóra Hallgríms segir..híhíhí) og það var bara eins og skanninn virkaði bara á mínútu fresti, það var sko ekki hvert "bíbb" hljóðið á fætur öðru heldur kom "bíbb" og svo leið allavega hálf mínúta þar til næsta "bíbb" kom.
Alls staðar var röð og við biðum örugglega í 1 1/2 klst á flugvellinum til að komast inn í landið, allir frekar dasaðir eftir flugið og svona.
En þarna sér maður muninn, við íslendingar erum bara svo hyper eitthvað og alltaf á fleygiferð.

Annars nýttum við tímann vel og vorum ekkert að hanga í bælinu fram eftir öllu heldur kappklæddum okkur bara og skelltum okkur út að rölta. Við fundum margar skemmtilegar búðir, sátum á kaffihúsum, borðuðum ítalskan mat og indverskan, hlógum og hlógum, tókum margar myndir og sumir tóku aðallega sjálfsmyndir. Kíktum auðvitað út á lífið og skemmtum okkur bara mjög vel. Fundum skemmtilegt Bjórhús þar sem við áttum staðinn og sérstaklega þar sem þar voru langir bekkir og borð og við gátum öll setið saman..enn meiri læti!!

Tallinn er falleg borg og ég er viss um að hún er enn fallegri og líflegri að sumri til.
Vel heppnuð og ánægjuleg ferð í alla staði en heima er samt best!!!

Myndirnar koma inn fljótlega!!

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Tallinn, Eistland

Þá er loksins komið að þeirri menningarferð FS sem ég er að fara með í!!

Ég er búin að vinna hjá FS (Félagsstofnun Stúdenta) í 5 ár og annað hvert ár er farið í menningarferð út fyrir landsteinana og ég hef aldrei farið með...svo nú var ekki lengur nein afsökun og ég hefði verið rekin úr vinnunni ef ég hefði ekki komið með í ár...sumir voru farnir að taka þetta svo persónulega!!

En það er skemmst frá því að segja að við verðum á glæsilegu hóteli, veðurspáin hljómar upp á
MÍNUS 4 gráður og snjókomu...en hverjum er ekki samam???
Við leggjum í hann á morgun og komum aftur á sunnudag svo þetta verður stutt stopp. Stelpan er nánast búin að pakka, búin að fá lánaðan i-pod, komin með sokkabuxur, húfu, vettlinga og trefil og bara nánast til í hvað sem er!!!

Okkar bíður dvöl á glæsilegu hóteli, árshátíðarkvöldverður í boði FS, menningarferð um Tallin og svo bara það sem maður gerir í svona ferðum...rölta um borgina, fá sér kannski eitt hvítvínsglas, skrifa póstkort og njóta þess að upplifa aðra menningu og sjá eitthvað nýtt....það er alltaf gaman.

Mamma og pabbi eru líka að fara í menningarferð með vinnunni hans, þau fara á föstudaginn til Barcelona. Gréta fer í menningarferð í Garðabæinn í kvöld og svo á Selfoss þar sem hún mun vera hjá pabba sínum á meðan ég verð úti. Svo það er nánast bara öll fjölskyldan á faraldsfæti!!!

Skrifa um ferðina þegar ég kem heim og set inn myndir....þangað til...njótið veðurblíðunnar á Íslandi...verður spes að koma heim í hlýrra veður (ef spáin gengur eftir..hehehe).