laugardagur, janúar 26, 2008

1430 blaðsíður

Ég sagði það hér þegar Bókatíðindi birtust, og ég var svona lauslega búin að renna í gegnum það og merkja við þær bækur sem ég var pottþétt á að vilja lesa, að þetta væru 35 bækur og mér reiknaðist til að það yrðu þá að meðaltali 3 bækur á mánuði (en það voru sko bara bækur úr Bókatíðindum....burtséð frá ítölskum bókum sem ég á enn eftir að lesa sem og skólabækurnar!!)
Ég held svei mér þá að ég megi auka við og bæta á listann því nú er janúar bara að verða búinn og 5 bækur liggja í valnum, alls 1430 blaðsíður!!!!!

Búin að lesa Ösku, Harðskafa, Nornina frá Portobello og Þúsund bjartar sólir.

Að auki læddist inn bókin sem mamma og pabbi gáfu Grétu í jólagjöf en hún heitir Loforðið og fékk barnabókaverðlaun. Ég grét og grét þegar ég las hana en ég las helminginn á laugardagsmorgni og restina um kvöldið. Bókin fjallar um tvær 11 ára vinkonur sem voru nánast óaðskiljanlegar en í upphafi bókarinnar er önnur þeirra dáin. Bókin segir síðan frá öllu, kistulagningu, jarðarför, tilfinningum, hugsunum, söknuði og eftirsjá þeirrar sem lifir og hvernig henni tekst að halda áfram eftir slíkan missi. En hún segir jafnframt frá hugsunum, tilfinningum og ótta þeirrar sem deyr af völdum hræðilegs sjúkdóms.
Bókin er alls ekki bara barnabók og ég mæli með henni ef þið hafið ekkert annað að gera og þurfið að losna við smá tár!!!!

Bækurnar á náttborðinu eru Fröken Bovary og Miskunnsemi Guðs, ásamt ítölsku bókinni
Il Mistero di Via Gatteri!!!

Góðar lestrarstundir ;)

2 Comments:

At 2:08 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég á einmitt eftir að lesa bókina hans Paulo.. Fékk hana í afmælisgjöf og hlakka ferlega til.. Er búin að lesa hinar og var ánægð með þær allar, þó fannst mér þúsund bjartar sólir afskaplega, afskaplega frábær!!! :) Ég er spennt fyrir Loforðinu. Er ákveðin í að lesa hana. Ég las einmitt Benjamín dúfu fyrir Friðrik í fyrra og við grétum pínku saman yfir þeirri bók.. Mæli með henni ef þú ert ekki búin að lesa hana..
kv.
Ragna Jenný

 
At 3:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ kella og takk fyrir kveðjuna á blogginu. Nú er þetta allt að fara í fastar skorður eftir erfiðan janúarmánuð og og gleðilegt ár elskan mín og já þú ert nú meiri lestrahesturinn á eftir að lesa þrjár bækur sem ég er með á náttborðinu en nú fer ég að vinda mér í að lesa hehehehehe en allavega hafðu það gott krútta mín og við verðum nú að reyna að hafa hitting í sumar á khi gellunum ekki satt????
Kveðja Inga Ragg

 

Skrifa ummæli

<< Home