fimmtudagur, október 09, 2008

9.október 2008

Í dag hefði Kristbjörg mín orðið 33 ára ef hún væri enn á meðal okkar.
Hún var aðeins 24ra ára þegar kallið kom en hafði samt afrekað svo margt fyrir þann tíma, hún var stúdent, búin að trúlofa sig og koma sér upp heimili auk þess að koma í heiminn tveimur glæsilegum stúlkum sem er meira en margur annar hefur gert á þessum aldri.

Kristbjörg mín var ótrúlega falleg og góð sál, hún var trúr og traustur vinur og því gleður það svo sannarlega mitt litla hjarta að í lok október séum við, gamli vinahópurinn, aftur sameinaður og á leið í sumarbústað en það var einmitt Kristbjörg sem hóaði hópinn saman fyrir 11 árum og bauð okkur í bústað. Síðan ætluðum við að gera þetta árlega, misstum eitt ár úr en eftir fráfall hennar ákvað hópurinn að standa saman og við fórum saman í sumarbústað einu sinni á ári en sl. ár hefur þetta því miður fallið niður. En nú er stefnan sett á bústaðarferð í lok október og enn og aftur sameinumst við og minnumst okkar ástkæru vinkonu auk þess að styrkja vinarböndin.

Elsku Kristbjörg mín, minning þín lifir svo sannarlega og það líður varla sá dagur að ég hugsi ekki enn til þín og í góðra vina hópi kemur nafn þitt ennþá svo oft fyrir.
Ég mun taka með mér Kókómjólk og Kit Kat í sumarbústaðinn og minnast þín!!!!!!!!!!
Í kvöld mun ég kveikja á kertum þér til heiðurs.

Ég mun sakna þín þar til við hittumst að nýju.

1 Comments:

At 12:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Fyrsta skiptið í langan tíma er ég á Eyjunni þennan dag, ég hitti meira að segja annan gullmolann hennar Kristbjargar í dag sem var yndislegt;-)
Mikið hlakka ég til að knúsa þig mín kæra í sumarbústaðaferðinni sem nálgast óðfluga! Það hefur bara vantað aðalfólkið og þess vegna duttu sumarbústaðaferðirnar niður á meðan við bjuggum í DK. Eins gott að við erum flutt aftur heim og við misstum ekki af neinni sumarbústaðaferð;-0
Farðu vel með þig og láttu þér batna.
Knús frá Eyjum til þín og Grétu Daggar, Dóra Hanna

 

Skrifa ummæli

<< Home