miðvikudagur, ágúst 13, 2008

Kaupmannahöfn

Já förinni er heitið til kóngsins Köben þar sem við Óli bróðir og Gréta ætlum að njóta lífsins í nokkra daga áður en sumarfríið er búið og vinna og nám tekur aftur við.
H&M, Strikið, veitingastaðir, söfn og auðvitað Tívolí er það sem við stefnum á og auðvitað Litla Hafmeyjan!!!
Ég krosslegg fingur og bið til Guðs að Gréta vilji ekki fara í rússíbana eða einhver svona crazy tæki sem fara upp og niður og á hvolf því hvorki ég né Óli erum gasalega mikið fyrir það....allt í lagi svona tæki eins og Kolkrabbinn í gamla Tívolíinu í Hveragerði var...muahhhhhhh.....held að Grétan sé mest spennt fyrir Build A Bear.....hún er svo yndislega nægjusöm þessi elska!!!
Allavega ætlum við að hafa það gasalega gott og vonandi gerið þið það líka!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home