mánudagur, maí 28, 2007

Ég er svoooo löt!!

jiiiiii....er hægt að vera latari en ég hef verið síðustu tvær helgar???

Ég held bara ekki, ég er ekki búin að gera neitt af viti, bara liggja í leti, horfa á sjónvarpið, lesa bækur, hlusta á tónlist og hafa það huggulegt!!

Tími til kominn kannski?
Að hvíla heilann og safna kröftum fyrir sumarið...sem er vonandi á næsta leiti...annars er mér svo sem sama þar sem ég hyggst yfirgefa klakann í tvær vikur von bráðar til að sleikja sólina, borða góðan mat, fara í sund og SLAPPA AF....hehehe...ef það er hægt að slappa meira af....gott ef ég dey ekki bara úr leti!!

Verð eflaust áfram löt svo ég veit ekki hvort það verður eitthvað af viti hér á þessu bloggi fyrr en með haustinu....

Einu merkilegu fréttirnar eru þær að við fengum 8,5 fyrir lokaverkefnið og vorum ekki sáttar...vildum fá 9,o en svona er þetta....you can´t always get what you want!!

laugardagur, maí 19, 2007

Dagatalið og kynningin

Kynningin á miðvikudag gekk bara vel og það var metaðsókn. Það var þokkalegt rennerí í stofunum og gaman að sjá hvað fólk var áhugasamt.
Dagatalið okkar vakti mikla og verðskuldaða athygli og allir sem skoðuðu það spurðu hvort við ætluðum ekki að gefa það út!!!!
Við erum mjög stoltar af því og finnst það gasalega flott og frumleg hugmynd, en við viljum ekki gera neitt fyrr en við höfum fengið einkunn og umsögn, sem ætti samkvæmt öllu að berast í síðasta lagi á miðvikudag.

En það hafa margir spurt um dagatalið og því best að ég lýsi því aðeins hér, fyrir þá sem brenna í skinninu að vita meira.

Þetta er Fjölmenningarlegt dagatal og við gáðum á Hagstofunni hverjar eru 11 fjölmennustu innflytjendaþjóðirnar á Íslandi núna. Þá öfluðum við okkur upplýsinga um þessi 11 lönd og auðvitað Ísland og settum á dagatalið. Þetta eru grunnupplýsingar eins og höfuðborg, stjórnarfar, gjaldmiðill, tungumál, trúarbrögð, matarvenjur, barnaefni og annað.
Fáni og skjaldamerki hvers lands er einnig á síðunni auk þess sem Meistari Jakob er það á öllum tungumálum.
Síðan settum við aðrar myndir sem börn gætu haft gaman af og ef ég á að segja alveg eins og er þá er þetta ótrúlega vel heppnað og mjög skemmtilegt, sérstaklega líka af því þetta er frumlegt og hefur ekki verið gert áður.
Auk þess að dunda við dagatalið gerðum við Handbók þar sem finna má ýmsan fróðleik um fjölmenningu, leiki, sögur um dagatöl og annað.
Svo þetta er magnaður pakki og við erum afar stoltar af honum sem og af okkur sjálfum!!

þriðjudagur, maí 15, 2007

7 mínútur eftir

Nú eru bara 7 mínútur eftir af skólanum...hehehe...segi þetta vegna þess að í fyrramálið er kynning á þróunarverkefnum okkar útskriftarnema í KHÍ og hver hópur fær 7 mínútur til að kynna verkefnið. Eftir hádegi erum við svo með ítarlegri kynningu á verkefninu okkar auk þess sem dagatalið og handbókina verða til sýnis...(já á eftir að blogga aðeins um það...geri það næst...sorry).

Í dag var generalprufa...og ekki laust við að það hafi verið stress í manni...úffff...en þetta gekk samt ágætlega...er búin að laga það sem mér fannst að þyrfti að laga og til í slaginn!!
Við skiluðum skýrslunni og leiðarbókunum líka í dag þannig að öllum verkefnum hefur verið skilað inn!!!!

Svo það er bara morgundagurinn, svo útskrift 16.júní og svo sumarfrí þar til í ágúst því í dag fór ég til námsráðgjafa, kom svo heim og greiddi greiðsluseðilinn frá KHÍ...þannig að ég er á leiðinni í Mastersnám í ágúst....

Á morgun verður eflaust spennufall og geðshræring sem ýtir heldur betur undir það að ég eigi eftir að skæla svolítið yfir yndisfögrum tónum Josh Groban .....snökt snökt....en mikið sem það á eftir að verða meiriháttar.....meira um það seinna!!

mánudagur, maí 07, 2007

Frá Kennaraháskóla Íslands...

Íris Dögg Jóhannesdóttir,

Þér er hér með veitt innganga í M.Ed. nám í menntunarfræði við Kennaraháskóla Íslands haustið 2007!!!!!!!!

Hvað gera bændur þá??

Þarf aðeins að sofa á þessu!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

laugardagur, maí 05, 2007

PólíTÍK....ojojoj

Hef ekki lesið blöðin í marga marga daga...veit varla hvað er að gerast í heiminum, hvað þá í mínu eigin landi...nema að Josh Groban er á leiðinni, Eiríkur Hauksson er farinn til Helsinki og það leiðinlegasta ever er að koma...kosningar!!!

Mikið svakalega leiðist mér sá tími...er örugglega Ópólítískasta manneskja í heimi...nenni ómögulega að fylgjast með þessu og setja mig inn í þetta...finnst þetta ekki þess virði að vera að eyða tíma í þetta...Bubbi orðaði þetta ansi vel í einu laga sinna BROTIN LOFORÐ, það er held ég það eina sem þessir pólítukusar gera og gera vel.

Hvað halda þeir að þeir séu og hvað halda þeir eiginlega að VIÐ séum??
Og þó...kannski hafa þeir rétt fyrir sér....að fólkið í landinu séu bara óttalegir kjánar...það er jú fólkið í landinu sem kýs hverjir ráða hér...og hvernig er staðan í landinu?? Hvernig hefur barnafólk þar? Og veikt fólk? Aldraðir?? Svona mætti lengi telja...ég verð að segja að auglýsingar Samfylkingarinnar og OBÍ eru afar athygliverðar og maður hálfpartinn skammast sín fyrir samfélagið!! Aldrei kemur krafa frá samfélaginu um að menn segi af sér eftir að hafa verið uppvísir að einhverju misjöfnu...nei við skulum bara bjóða þá velkomna í næsta slag og aftur á þing!!

Ísland er velferðarþjóðfélag...já einmitt....þar sem þeir ríku hafa það rosa gott en þeir sem minna mega sín mega bara hafa minna og þannig hefur það verið, er og verður áfram. Af hverju byrjum við ekki á vandanum hér heima?? Ok...gott og gilt að safna og svona fyrir fátæk börn í útlöndum en verðum við ekki að líta okkur nær??? Hér eru börn sem eru nánast foreldralaus þar sem fátækt er að hrjá foreldrana og engin úrræði...fólk vinnur myrkranna á milli og börnin eru sjálfala því lægstu launin eru svo lág...og það þarf að sjá fyrir börnum og búi. Er það hægt? T.d. að maður sé að borga jafnmikið fyrir tvo og hálfan tíma í Frístundaheimilinu og fyrir átta og hálfan tíma á leikskóla með öllu færði innifalið?? Og tómstundir? Að ég tali nú ekki um íbúðaverð og leigumarkað?

Þótt ég fylgist ekki mikið með veit ég þó þetta....Pólítíkusaranir ættu að skammast sín, vaða hér fram með offorsi nokkrum vikum fyrir kosningar með gylliboð og loforð um að gera hitt og þetta...eins og maður hafi ekki heyrt þetta allt áður...og hvað gerist?? EKKERT breytist...
Allir hlaupa upp til handa og fóta, bjóða í Húsdýragarðinn, bjóða upp á grillaðan fisk og ég veit ekki hvað og hvað...ég skal hundur heita áður en ég fer að eltast við þetta ógeð.
Af hverju laga þeir ekki laun fólks svo hér verði betri kennsla, meiri fagmenntun, betri aðstaða fyrir aldraða, fatlaða,. öryrkja og aðra minnihlutahópa??
Nei við skulum frekar eyða peningum í sendiráð og skapa forríkum fyrrverandi pólítíkusum vinnu í útlöndum!!!!

Og spillingin maður....ó nei hún er sko ekki til staðar í íslensku samfélagi..neibbs...hún er bara hjá ítölsku mafíunni...eins og þetta mál með Jónínu Bjartmarz...það þarf enginn að segja mér...æ nei kannski er bara best að stoppa hér.....

...ég er lítið fyrir pólítík...ég veit samt hverja ég ætla ekki að kjósa...það er alveg á hreinu en ég gef ekki upp hverja ég kýs...en ég segi bara eitt...er ekki tími til kominn að breyta?????

föstudagur, maí 04, 2007

Thank you for the music...

...með þessum orðum hitti ABBa sko naglann á höfuðið!!!

Án tónlistar gæti ég ekki verið, því ég hlusta á tónlist þegar ég:
  • vakna á morgnana
  • keyri í vinnuna og bara alltaf þegar ég er í bílnum
  • tek til
  • er að læra
  • hangi í tölvunni
  • fæddi Grétu ;)
  • er EIN í ræktinni (annars erum við Ingunn að spjalla..hehehe)
  • er leið/glöð
  • ferðast

...jamm...ég er bara eiginlega nánast alltaf með tónlist á...

...það fyrsta sem ég geri þegar ég kem heim er að kveikja á útvarpinu í eldhúsinu eða kveikja á tölvunni og fara í i-tunes og spila tónlist.

Það er nefnilega magnað hvað tónlist hefur alltaf góð áhrif á mann...og þar sem ég er tónlistarfrík ætla ég að skella mér með Ingunni á tónleika með Léttsveit Reykjavíkur á þriðjudagskvöldið og svo er það sjarmörinn JOSH GROBAN 16.maí....jidúddamía...aumingja Óli bróðir...er farinn að kvíða fyrir að fara með mér því ég á eftir að vera með gæsahúð, kökk í hálsinum og tárin í augunum allan tímann...og mér er alveg sama þótt þið gerið grín að mér fyrir það!!!!!

miðvikudagur, maí 02, 2007

Lokaverkefninu skilað ;)

Jæja...stór dagur í dag...var mætt í Nemendaskrá kl 10.30 í morgun með tvö eintök af lokaverkefninu.
Fyllti út pappírana, lét bæði umslögin af hendi, fékk kvittun og sveif út á bleiku skýi með hamingjuóskum frá starfsstúlkum Nemendaskrár. Mikill léttir ;)

Sendi sms á dúllurnar mínar, Sollu og Villu sem gerðu verkefnið með mér og lét þær vita að nú væri þetta ekki lengur í okkar höndum!! Níu mánaða vinnu lokið...ein meðganga og barnið komið í heiminn!!!

Fór í bakarí og keypti köku handa samstarfsfólki mínu...var að tapa mér af gleði!!

Sótti Grétu í skólann, kíktum í Kringluna, keyptum nokkrar afmælisgjafir og Gréta keypti sér húfu og vettlinga fyrir peninginn sem amma og afi í Vestmannaeyjum gáfu henni í sumargjöf og svo fórum við til Óla en hann kom frá New York í morgun og það var náttúrulega bara eins og jólin væru komin...hann dekrar Grétu í druslur!!!!

Við buðum Óla svo með okkur út að borða og Gréta valdi Indókína!!

Kíktum svo á Diddann....sem var í fýlu því AC Milan var að vinna Manchester United...muahhhhhhhhhhhhhhhhh....sorry man!!!

Þannig að dagurinn var bara nánast alveg fullkominn......nú er bara að bíða til 23.maí og sjá hvað við fáum fyrir verkefnið (set inn nánari lýsingu á verkefninu á morgun, nokkuð margir sem eru forvitnir að vita hvernig Fjölmenningarlegt dagatal er!!!!)

GLEÐI GLEÐI GLEÐI...GLEÐI LÍF MITT ER....

ÉG ER FRJÁLS, ÉG ER FRJÁLS, FRJÁLS EINS OG FUGLINN ER FRJÁLS OG ÉG SKEMMTI MÉR :)