þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Aftur í skólann!!

Ó jú jú...þá er skólinn nú byrjaður aftur...og ég er bara ánægð með það!! Gaman að hitta alla aftur eftir langt frí! Og hugsa sér....ég er að byrja á 5.misseri af 8...þetta er bara að verða búið!!!Núna er ég í þremur fögum og svo er 7 vikna vettvangsnám...þá þarf ég að fara á annan leikskóla í 7 vikur...úff...finnst það svolítið langur tími og eiginlega finnst mér það bara "skemma" allan veturinn fyrir mér í minni vinnu....þótt ég græði heilan helling af því að fara út af örkinni og sjá hvað er í boði annarsstaðar því maður kemur jú til baka með fullt af hugmyndum í pokahorninu...EF maður er heppinn með leikskóla og æfingakennara!! Þar vandast nú samt málið :(

Ég er einmitt búin að vera að velta því fyrir mér lengi hvaða leikskóla ég eigi að velja mér....á ég að fara í einhvern skóla sem vinnur eftir ákveðinni stefnu....eitthvað gjörsamlega ólíkt því sem ég er í dagsdaglega?? Hvaða stefnu þá...Reggio?....Hjalla....Gardner? Annað? Humm...það er úr vöndu að ráða...en tel samt að þetta sé einmitt tækifærið til þess...að kynnast einhverju alveg nýju!! Já ég held það nú bara! Þetta kemur samt allt í ljós á næstu dögum!!

Eiginlega finnst mér að það ætti að vera svona "skipti" í boði, þar sem maður fengi að fara á annan leikskóla í eina viku á vetri, til að sjá eitthvað annað og kynna sér hvað er að gerast annarsstaðar....ekki vera alltaf að reyna að finna upp hjólið :)

Svo er ég líka að spá í að taka bara aukafag (ótrúlega bjartsýn) þar sem einhver ruglingur var í kerfinu virðist ég vera skráð í áfanga sem ég á ekki að taka núna en þarf samt að taka....hann er svolítið svona "scary" fyrir mig þar sem hann er með einhverjum útreikningum og svona.....stærðfræðin ekki mín sterkasta hlið...en illu er best af lokið...svo ég ætla bara að prófa að mæta í tíma núna í innilotunni og sjá hvernig mér líst á.....crazy girl!!!

Það sem ég er þó mest ánægð með (ennþá) er hversu fáar bækur þarf að verða sér út um á þessari önn...enda finnst mér það nú í lagi þar sem skólagjöldin hækkuðu um 13.000 krónur frá því í fyrra...og er sagt að það sé vegna skráningar....hehehe...glætan...þegar maður hringir í nemendaskrána og ætlar að láta breyta er manni bara sagt að gera það sjálfur í Uglu (kerfinu okkar)...ja hérna hér....13.000 kall fyrir þetta....ekki amalegt...ætti ég þá ekki að fá 13.000 kallinn fyrir að gera þetta bara sjálf....humm!!!!!

En sem betur fer ráðum við nú hvernig litaðar möppur við notum...þurfum nú ekki að fara í 5 búðir til að fá átta liti af plastmöppum eins og foreldrar sumra barna í 1.bekk....meira ruglið...en samt skiljanlegt að kennarinn vilji hafa verkefnin í mislitum möppum...enda kannski ekkert grín að vera með yfir 30 börn í bekk og hafa góða yfirsýn.....nei þá kýs ég nú frekar að vera með 23 börn og vera allavega þrjár/þrír starfsmenn.....

Er samt komin með svona "kvíða" fyrir að fara að senda Grétu í skóla...er samt ekki fyrr en næsta vetur....verð bara alveg endilega að finna mér eitthvað til að hafa áhyggjur yfir :(

mánudagur, ágúst 29, 2005

Það er mér mikill léttir....

  • að það séu til gallabuxur í versluninni 17 sem kosta yfir 20.000 og það er hægt að fá að borga þær í tvennu lagi!! Úff...hvað það er frábært...og þær eru meira að segja snjáðar og rifnar og hver rifa er meira að segja vel úthugsuð...mikil nákvæmnisvinna á bak við þetta allt!!!
  • að nú sé minna álag á nútímakonuna að raka skapahárin þar sem mjaðmabuxurnar eru að detta úr tísku!! Eins og það sé nú eitthvað betra að G-strengurinn blasi við langt uppi á bak þegar stúlkurnar beygja sig!!! Dæmi hver um sig!!!
  • að Bridget Jones-nærbuxurnar séu að verða vinsælar!!
  • að börn fái allt nýtt í byrjun hvers skólaárs til þess að vera í tískunni!!!
  • að vita til þess að RÚV skuli vera með fólk í næturvinnu til þess að athuga hver er með hvaða sjónvarp og hvort hann eigi það persónulega eða sé með það í láni!!
  • að það sé bara hægt að fá stelpu-barna-gallabuxur með einhverju glimmeri og dúlleríi á en ekki bara einlitar og einfaldar....

Ég er ekkert frústreruð.....nei nei....þetta eru bara nokkrir af þeim punktum sem hafa verið að veltast um hér og þar og blasað við mér á ýmsum stöðum og ég hef verið að velta þeim fyrir mér! Meðal annars vegna þess hversu miklu álagi nútímakonan er undir....hún þarf að vera svo fullkomin og allt svo fullkomið hjá henni...en fyrir hvern??? Er útlitið og klæðnaðurinn virkilega það sem nútímakonurnar hafa áhyggjur af? Er ekki bara verið að gera lífið erfiðara en það er, ég bara spyr???

sunnudagur, ágúst 28, 2005

Skipulag

Gréta mín var komin með hita og hálsbólgu í gærkveldi og í morgun bættist niðurgangur við þannig að við fórum ekki út fyrir hússins dyr í dag (má ekki við því að hún verði veik í vikunni...skólinn að byrja og svona....heheheh) þannig að ég nýtti daginn vel....skipulagði og skipulagði...prentaði út kennsluáætlanir og fleiri námsgögn...gott að vera vel undirbúin :)

Breytingarnar á heimilinu er ekki alveg yfirstaðnar (góðir hlutir gerast hægt)... enn á eftir að setja gólflista í stofuna sem veldur því að ég get ekki sett geisladiskaskápinn upp strax og geisladiskarnir okkar Grétu því uppi á skáp, ofan í tösku og skúffu þangað til!! Fékk þó hurðir fyrir skápana í vikunni, sem betur fer, svo það er búið að koma öllu fyrir inn í skápum!!

Fór í gegnum skápana í dag og kláraði leikherbergið hennar Grétu....ásamt því að raða leikskóla-listaverkunum hennar í möppu.

Renndi þá líka yfir matreiðslumöppuna mína og lagaði til í henni.....rakst á margar góðar uppskriftir sem ég á enn eftir að prófa og margar geggjaðar kökuuppskriftir...nammi namm....en það er einhvern veginn þannig þegar maður er "fastur" heima þá vantar manni alltaf eitthvað í búðinni...bara af því að maður kemst ekki ÚT...eins og þegar það er rafmagnslaust...þið vitið...þá er einmitt tíminn sem maður þyrfti helst að strauja, hlusta á gamla kasettu eða eitthvað álíka fáránlegt :) þannig var það í dag....langaði að baka eitthvað gott en átti ekki nóg af smjörlíki, ætlaði að hafa pylsupottrétt en átti ekki rjóma, popp og kók með Pinocchio (Gosa-myndin á RÚV) en átti ekkert kók....heheheh....kannast enginn við þetta????

Hefði svo gjarnan viljað fara á tónleikana í Kerinu en...vonandi kemst ég þangað að ári!!

föstudagur, ágúst 26, 2005

Tek hatt minn ofan....

...fyrir bæjarstórninni á Akureyri!!! Þar ætla menn bara að treysta bæjarbúum fyrir því að virða tímamörk í bílastæðum bæjarins og fólk stillir bara klukku-spjaldið....stöðumæla-ógeðin heyra kannski sögunni til??? Þetta gengi líkast til ekki hér í höfuðborginni....eða hvað?? Mér þykir það ólíklegt...ætla samt ekki að fara að vera neitt neikvæð...það er ekki mitt eðli :)
Annars er kannski best að bíða og sjá hvernig þetta gengur þarna fyrir norðan...líst samt vel á að þeir ætli í herferð gegn þeim sem eru ófatlaðir en eru bara svo ómerkilegir að nota bílastæði fyrir fatlaða!!!

Því miður get ég ekki tekið hatt minn ofan fyrir þeim sem stjórna borginni....heyra hin og þessi ummæli sem hafa fallið í allri þessari leikskóla/elliheimila-starfsmannaeklu-umræðu......hvað gengur fólki til?? Ég efast um að þetta fólk viti nokkuð hvað er að gerast á leikskólum almennt!!
Ummæli eins og að bæta þurfi menntun leikskólakennara....hvað er það? Ég veit ekki nema að til séu fleiri fleiri leikskólakennarar og leiðbeinendur sem gjarnan vildu vinna á leikskóla en geta ekki leyft sér það vegna þess að launin eru svo lág!!!

Og KHÍ getur ekki veitt öllum sem sækja um á leikskólabraut inngöngu...hvað segir það okkur?? Að það er til fullt af fólki sem sækir í þessa stétt þrátt fyrir léleg laun. Það sem þarf einna helst til að leikskólakennarar komi til starfa á leikskólum eru betri laun...það er ekki nokkur vafi á því!!! Ég held að ég geti fullyrt að það sé það eina sem stendur í vegi fyrir því að fólk ræður sig ekki á leikskóla, nema bara tímabundið, á meðan það bíður eftir einhverju betra!!

Það sem heyrst hefur einnig í umræðunni er að foreldrum sé engin vorkunn að þurfa að vera heima með börnum sínum í 2 daga eins og sumir leikskólar hafa þurft að gera.....hvað á þetta að þýða?? Vorkenna þeir ekki börnunum að þurfa að ganga í gegnum tíðar mannabreytingar?? Sum börn sem hafa verið á leikskóla í 4 ár hafa haft um 25 mismunandi starfsmenn!!!! Heyrist samt ekki eitthvað í þeim þegar starfsmenn þeirra þurfa að vera heima þar sem þeir geta ekki sent börnin sín í leikskólann????

Hvað er til ráða? Af hverju gerist ekkert í launamálum leikskólakennara? Nýr samningur í ár en samt ekki nógu góður til að leikskólakennarar fáist til starfa? Af hverju gera foreldrar ekki meiri kröfur? Mér finnst eins og þeir séu bara fegnir á meðan þeir geta sett börnin í leikskólann! Það láta bara allir bjóða sér þetta....þar á meðal ég!!!!

En ég hef sagt það áður og segi það enn...ég vil frekar vakna á morgnana og hafa vilja til að fara í vinnuna þrátt fyrir að mér fyndist að launin mættu vera hærri heldur en vera með hærri laun og vera kannski í vinnu sem mér þykir ekki eins skemmtileg!!!!!

Auðvitað væri gott og blessað að leikskólakennarar væru í meirihluta á leikskólum en þó finnst mér mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að margir leiðbeinendur eru ekkert verri en leikskólakennarar. Námið er mikilvægt, ég neita því ekki, og ég finn það á sjálfri mér að hugsun mín og viðhorf breytist eftir því sem ég les og fræðist meira. En reynslan er líka afar mikilvæg og svo er fólk búið svo mismunandi eiginleikum og persónuleikinn er svo misjafn og það hefur líka mikið að segja.

Ég er hálfnuð með námið og hef tekið "framförum" í starfi að mér finnst, en ég hef alltaf haft gaman af starfinu þó vissulega sé það oft á tíðum erfitt eins og þegar mannekla er, tíðar mannabreytingar og álagstímar, en þegar allt kemur til alls þá finnst mér þetta skemmtilegt starf og skemmtilegt nám og mín von er sú að þetta göfuga starf verði einn góðan veðurdag metið og launað eins og það á skilið!!!

Úff hvað þetta kemur allt í belg og biðu.....en það verður að hafa það...þetta lá mér á hjarta í kvöld....sæl að sinni :)

mánudagur, ágúst 22, 2005

Menningarnótt!!!

Síðastliðin 3 ár hef ég verið ein af rúmlega 100.þús manns sem hafa tekið þátt í Menningarnótt í Reykjavík og haft mjög gaman af. Mamma og pabbi hafa komið frá eyjum og höfum við þrammað Skólavörðustíginn og miðbæinn fram og til baka. Mér finnst þetta mjög gaman nema að það er svo margt í boði og svo dreift um borgina að maður verður að velja og hafna....eins og í ár....þá var svo margt sem mig langaði að sjá í húsi Íslenskrar erfðagreiningar en samt tímdi ég ekki að eyða öllum deginum þar...þetta er það erfiðasta við Menningarnótt.....þetta ætti eiginlega að vera í 2 daga....svo maður gæti séð allt sem manni langar til!!!! Röðin í Draugahúsið var slík og þvílík að ef maður hefði lagt í hana þá hefði maður ekki séð neitt annað þann daginn...(enda kannski bara skemmtilegra að fara á Stokkseyri).

Þannig að við örkuðum bara um bæinn og skoðuðum mannlífið og það sem fyrir augun bar án þess að vera bundin yfir einhverju ákveðnu. Við sáum m.a atriði úr Kabarett (sem mig dauðlangar að sjá í vetur), Diddú og Jóhann Friðgeir (held ég) taku góða slagara (íslenska og ítalska) Jagúar sem eru alltaf geggjaðir, KK og Magga Eiríks á stóra sviðinu svo ég tali nú ekki um Todmobile!!!
Flugeldasýningin var rosaleg (en það vantar samt bergmálið eins og í Herjólfsdal) og rigningin góð....ef maður var vel búinn eins og við fjölskyldan...allir í polló!!!!!

Mér fannst barnadagskráin ekki jafn góð í ár og undanfarið, það var ekki eins mikið um að vera fyrir börnin eins og t.d í fyrra. Við fórum nú samt í Iðu þar sem Gréta hlustaði á eina sögu og svo fékk hún að láta mála sig í framan eins og fiðrildi....svakalega flott. En það vantaði einhver fleiri atriði í bænum að mínu mati.....en það eru jú skiptar skoðanir um það eins og allt annað. Henni þótt alla vega gaman og kvartaði ekki.

Það sem mér finnst samt alltaf svo leiðinlegt við svona atburði er hversu illa fólk gengur um...það er með ólíkindum að sjá fullorðið fólk henda bara rusli á götuna og vera bara alveg sama um það. Sjá borgina okkar í gær þegar við vorum að fara heim, hún var frekar ósnyrtileg en samt sá varla vín á nokkrum manni!! Svo er alltaf verið að tala um unglingana....þeir eru sko ekki verstir, það sá ég alveg í gær. Það var fullorðið fólk sem henti alls kyns drasli bara á götuna og roðnaði ekki við það.
En að sama skapi er að of fáar ruslafötur eru í miðbænum og þær sem eru þar fá oft ekki að vera í friði og því kannski ekki um margt að velja fyrir fólk. Og hvað er þá til ráða? Þetta er eitt af því sem þarf að athuga betur!!

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Komið gott af fríi í bili....

Nú er svo komið að dóttir mín bara heimtar að fara í leikskólann, segist vera búin að fá nóg af því að vera í sumarfríi....og það skrýtna er að ég er nánast sammála henni!!
Ég hlakka eiginlega til að fara að fara í vinnuna (enda vinnufélagarnir hver öðrum klikkaðari og alltaf eitthvað sprenghlægilegt um að vera!!) og svo í skólann og komast í rútínuna.....enda flestir í kringum mig farnir aftur að vinna og maður hangir bara og eyðir tímanum í vitleysu...(kannski merki um að ég á mér ekkert líf...hehehe) eins og að skella sér með Hörpu vinkonu á Hornið og fá sér calzone, rölta í bæinn og skoða mannlífið!!!! Svo sem ekkert slæmt en kannski samt leiðinlegt til lengdar!!

Maður er svo góðu vanur eftir 2ja vikna dvöl á 5 stjörnu hóteli þar sem maður þurfti ekki að búa um né taka af rúminu þegar maður fór að sofa, handklæðunum var bara hent á gólfið og einhver annar sá um að taka þau upp. Svo fór maður bara út að borða á hverju kvöldi en í raunveruleikanum þarf maður að ákveða hvað á að vera í matinn, kaupa það sjálfur, elda það sjálfur , ganga sjálfur frá, vaska sjálfur upp, þvo þvottinn sjálfur og allt hitt......úff....það er ekki "la dolce vita". Er þetta nú ekki einum of??

En hvað fríið varðar....þá er ég bara nokkuð ánægð með þetta sumar og fríið okkar Grétu í sumar. Ég er búin að vera algjör bókaormur í sumar, búin með tvær ítalskar bækur (verðið bara að bíða eftir að ég þýði þær!!!) og svo er ég búin með þessar eftir Paolo Coelho, Alkemistann, sem er bara snilld, Veronica decides to die, sem mér fannst mjög sérstök og vakti mann til umhugsunar um margt í manns eigin lífi, og svo Ellefu mínútur sem er líka frábær. Á eftir að halda áfram að lesa bækurnar hans.

Ég hef verið að lesa spennusögurnar eftir James Patterson (Hveitibrauðsdagarnir, Þriðja gráða, Annað tækifæri og Fyrstur til að deyja) og mæli eindregið með þeim, þær eru alveg hrikalega góðar, en svo las ég eina ástarsögu eftir hann (og ég er ekki mikið fyrir ástarsögurnar) og hún var mjög falleg og átakanleg....ekki laust við að nokkur tár féllu...mæli með henni líka, hún heitir "Sam´s letters to Jennifer" held að það sé ekki búið að þýða hana!!!

En nú eru það skólabækurnar sem fara að taka við, en endilega ef þið dettið niður á góðar bækur látið mig vita!!! Set þær á jólalistann, páskalistann eða næstasumar listann!!!!!

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Heima er best???

Back to life, back to reality (muniði eftir laginu sem byrjaði svona??)

...þá er maður kominn heim úr sólinni og svona rækilega minntur á það þegar maður lendir á sinni fósturjörð AF hverju landinn flykkist í umvörpum í sólina.....þvílíkt skítaveður hér heima...afsakið orðbragðið!!!!

Við lentum í Keflavík í roki og rigningu um kl.13.10 í dag eftir 2ja vikna legu á sundlaugarbakkanum á 5 stjörnu hótelinu Princesa Yaiza á Lanzarote. Þvílíkt lúxus/letilíf...bara legið á bekkjunum, svamlað í lauginni, Burger King eða baquette um miðjan dag, borðað úti á hverju kvöldi og ís oft á dag.... hitinn og sólin......úfff.....mikið var þetta gott og ég tala nú ekki um ENDURNÆRANDI....að þurfa ekkert að hafa fyrir neinu, ekkert tilstand við matinn, uppvask, frágangur....NADA!!!!

Við systkinin tókum strax þá ákvörðun að þetta yrði afslöppunarferð og ákváðum að fara ekki í neinar ferðir né skoða neitt nema það sem var í göngufæri við hótelið..lái okkur hver sem vill!!!
Við fórum í þeim tilgangi að slappa af og það tókst, þrátt fyrir bruna á baki (Óli) og lærum (ég), vott af sólsting (Óli), mikinn svita og marga brúsa af sólarvörn, aftersun,Aloe Vera og fleiri fóðum kremum.....en eins og sagt er: Bjútí is pein!!! Og við erum að tala um að sumt fólkið þarna var svo sjúkt í sólina að það var ekki lengur brúnt heldur fjólublátt....búið að vera aðeins of lengi undir útfjólubláum geislum sólarinnar!!!

En án gríns, þá er þetta staðurinn fyrir barnafólk, sundlaugarnar eru fínar og hótelið frábært, skemmtun á hverju kvöldi og mikið gert fyrir börnin, t.d í Kikolandi. Aðstaðan er til fyrirmyndar, íbúðirnar frábærar. Geggjað að ganga eftir strandlengjunni á kvöldin og velja sér veitingastað til að borða á (þótt ég hefði alveg getað borðað bara á L´artista, geggjuðum ítölskum stað) og rölta svo "Laugaveginn" til baka!!!
Svo er loftið þarna bara svo gott, alltaf gola/vindur og því ekki svona molla, ekki mikill raki og því hægt að liggja lengi úti!!!

En......Heima er best, það segi ég alltaf en mikið myndi ég gefa fyrir að veðrið hér væri aðeins betra.....þá væri heima lang-best!!!

mánudagur, ágúst 01, 2005

Listin að pakka niður!!!!!

Ó já....það er sko ákveðin kúnst að pakka niður.....ég pakka til dæmis alltaf OF miklu niður þegar ég fer til eyja...og pabbi spyr alltaf hvort ég sé að flytja aftur heim!!!!! Eins og það sé ekki hægt að þvo á "Hótel mömmu"...en ég segi líka alltaf "allur er varinn góður" og barninu fylgir náttúrulega fatnaður fyrir alls konar veður, sama á hvaða árstíma maður fer á eyjuna fögru.

Svo er ég náttúrulega með svo mikla fullkomnunaráráttu og allt verður að vera á sínum stað og svona þannig að einfaldir hlutir eins og að pakka niður fyrir 2 vikur á sólarströnd (bikiní, léttar buxur, pils, kjólar, hlýrabolir, skór, sólarvörn og aftersun) verður heilmikið mál fyrir mig...hehehhe!!!!
Ég byrjaði semsagt að tína ofan í töskuna í fyrradag og eyddi svo gærdeginum og morgninum í að spá og spekulera hvort hitt og þetta væri ekki nauðsynlegt eða mætti missa sín....þetta er náttúrulega rugl!!!!
En svona er ég í hnotskurn.....velti einföldustu hlutum fyrir mér þar til þeir eru orðnir afar flóknir og ég orðin snarrugluð í hausnum......ó já lífið er ekki alltaf einfalt!!!!