sunnudagur, febrúar 25, 2007

Bíó-grátur

Okkur Grétu var boðið í bíó um daginn en fyrst vildi hún ekki fara þar sem myndin var með ensku tali og íslenskum texta. Eftir svolitla umhugsun tók hún þá ákvörðun að vilja svo fara og sjá þessa mynd sem heitir Pursuit of Happiness og er með Will Smith og krúttlega syni hans. Allavega, við skelltum okkur með ömmu Þórey og Jóni Bjarna og ég hefði ekki viljað missa af þessu. Myndin er sannsöguleg og raunir þeirra feðga miklar, þeir eru bláfátækir og þurfa að sofa eina nótt á karlaklósetti á lestarstöð og það tekur svo mikið á pabbann að hann fer að gráta...og það sama gerðum við mæðgur!!!!
Við litum á hvor aðra með tárin í augunum og kreistum hendur hvor annarrar...með því finnst mér að við höfum veriða að segja hvor annarri hvað við erum þakklátar fyrir það sem við höfum. Því við Gréta höfum svo sannarlega allt sem við þurfum, hestaheilsu, fæði og húsnæði, fjölskyldu og vini, skóla og vinnu, og við getum gert það sem við viljum.
Enda þegar við löbbuðum út úr salnum með tárin í augunum sagðist Gréta vera fegin að hafa ákveðið að fara á þessa mynd, hún hefði ekki viljað missa af henni!!!!!!!!!!!

Þessi mynd fékk mann svo sannarlega til að hugsa sinn gang, hvar maður hefur verið staddur í lífinu og hvar maður er staddur í dag, ég hef hingað til getað veitt Grétu það sem ég tel hana þurfa, efnislega og andlega, og okkur hefur ekki skort neitt. Við eigum líka marga góða að sem hafa aðstoðað okkur á margan og mismunandi hátt og við kunnum líka að meta það. Við mæðgur höfum farið ófáar ferðir saman innanlands og utan, farið í sumarbústaði, eytt dýrmætum tíma saman og upplifað margt skemmtilegt.
Gréta er ótrúlega þægilegt og meðfærilegt barn og hún er á margan hátt mjög fullorðin og ég má oft passa mig að gera ekki of miklar kröfur til hennar, því á margan hátt hefur hún verið minn félagi. Ég meina eins og í sumar....þá sat hún í bíl í ca 8 klst á dag í 8 daga þegar við fórum hringinn með ítölunum, hún kleif fjöll, arkaði um holt og hæðir, fór í hvalaskoðun og ég veit ekki hvað og hvað og ekki heyrðist múkk í henni....hún var bara með i-podinn, gemsann minn eða bara að spjalla við mig og ömmu sína.....algerlega ómótstæðilega dugleg stelpa!!

Allavega...þessi mynd er algerlega frábær og ég er glöð yfir því að við mæðgur skulum hafa séð hana saman, EN ég vil þó taka eitt fram...mér finnst algerlega óviðeigandi að bíóin skuli auglýsa þessa mynd sem fjölskyldumynd og sýna svo treilera úr hrollvekjum, morðmyndum og allskyns viðbjóði sem ekki er fyrir börn, hvað eru þeir að pæla????
í 20 mínútur fyrir sýninguna var sýnt úr misfallegum myndum og ég varð að halda fyrir augun á barninu.....og þarna vorum við kl 18 á föstudegi á FJÖLSKYLDUMYND..og þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist....finnst alveg að bíóin mættu taka þetta til endurskoðunar!!!

1 Comments:

At 8:19 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já ég er alveg sammála með auglýsingar í bíóum en ekki bara þar heldur líka í sjónvarpi, það hefur oftar en ekki verið að auglýsa alls kyns efni sem ekki er við hæfi bara um miðjan dag í sjónvarpinu og meira að segja í miðjum barnatíma. Það er náttúrulega út í hött.
Nú ætla ég að drífa mig á þessa mynd, mig er mikið búin að langa að fara á hana en hef ekki heyrt frá neinum sem hefur séð hana þannig að ég vissi ekki alveg hvort hún væri góð.
Treysti þér og dríf mig í bíó.
Kveðja Lilja

 

Skrifa ummæli

<< Home