laugardagur, febrúar 03, 2007

Fortíðar-framtíðar-plön

Átti skemmtilegt spjall við Hörpu vinkonu mína um daginn þar sem við ræddum aldur okkar og hversu langt það er síðan við kynntumst. Okkur finnst við ekkert eldast og lítið sem ekkert hafa breyst í þau 16 ár sem við höfum þekkst, þrátt fyrir að hafa verið í Háskóla, átt börn, starfað við ólík störf, gifst, skilið og svo framvegis.
Hvað er það þá?? Stendur maður í stað eða þroskast maður hægar og á annan veg??
Það gerist svo margt þegar maður er unglingur og maður er alltaf að bíða eftir einhverju, bíða eftir að fermast, bíða eftir að verða 16 ára og komast á ball, bíða eftir að byrja í framhaldsskóla, bíða eftir að fá bílpróf, bíða eftir að komast í ríkið, bíða eftir að komast á staði með 20-22 ára aldurstakmark, bíða eftir að útskrifast, bíða eftir hinum eina rétta, bíða eftir að eignast börn og margt margt fleira. Þegar allt þetta er komið er ekki eftir neinu að bíða....og hvað gerist þá??
Horfði á mynd um daginn um mann sem átti allt, konu, fallegt heimili, gott starf og allt....en þá varð hann svo hræddur....hræddur um að lífið yrði svo fyrirsjáanlegt....ekkert óvænt myndi framar gerast!!!!!!! En lífið er fullt af óvæntum hlutum, held að það sé einn af þeim þáttum sem við þurfum ekki að óttast!!!!

Þegar ég var unglingur voru framtíðarplön mín þau að ég ætlaði að verða íþróttafréttamaður....sem ég varð ekki, ég ætlaði að gifta mig í Papey árið 2000...það gerðist ekki, ég ætlaði líka með Hörpu vinkonu minni á ólympíuleikana í Sydney í Ástralíu árið 2000...og það gerðist ekki heldur....en fórum þó saman til Köben í september 2006!!!!!!!!!
Í staðinn fór ég tvisvar sinnum til Ítalíu, fór í ítölsku í Háskólanum, fór að vinna á leikskóla, er að útskrifast sem leikskólakennari, átti barn árið 2000....sem er mun betra en að gifta sig í Papey eða fara á ólympíuleikana í Sydney :) svo ég hef ekki undan neinu að kvarta....lífið tekur sífellt óvæntum breytingum og oftast ekki hægt að plana framtíðina út í ystu æsar en alltaf gott að setja sér einhver markmið!!!

Mín markmið þessa dagana er að klára lokaverkefnið með stæl og útskrifast í sumar, fara svo og taka BA-próf í ítölsku og þýða eitt stykki ítalska bók yfir á íslensku, drulla mér af stað í ræktina með Ingunni vinkonu, hlúa að sál minni og andlegu hliðinni og halda áfram að reyna að vera besta mamma í heimi.....ekki slæm markmið og ekki heldur óframkvæmanleg!!!!!!
Semsagt...nóg til að takast á við og ég hlakka bara til!!!!!!!!!

2 Comments:

At 11:13 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Maður veit aldrei sína framtíð fyrr en...eins og máltækið segir;-0
Við ætluðum að flytjast til DK eftir stúdentinn og fara í framhaldsnám en í staðinn flytjum við 10 árum síðar. Gott að setja sér markmið en maður má heldur ekki verða vonsvikinn ef að þau ganga ekki öll upp. Alltaf gaman að rifja upp hvað maður ætlaði sér og sjá hvað hefur ræst eða hvað hefur breyst;-)

 
At 4:27 e.h., Blogger Unknown said...

Einhverstaðar las ég að það væri betra að setja sér markmið og standa ekki við þau heldur en að sleppa því að setja sér markmið!

Ég er alveg sammála þessu- og auðvitað geta aðstæður breyst og lífið leitt mann á stað sem manni hefði ekki órað fyrir og þá breytast sum markmiðin í lífi mans;)

Frábært að fá að hitta ykkur mæðgur um helgina;o* Knús og kossar*

 

Skrifa ummæli

<< Home