þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Fínn dagur :)

Dagurinn í dag var ótrúlega fínn árangursríkur og fullur af jákvæðri orku ;)

Ég er í vettvangstengdu vali þessa vikuna og við erum því 3 saman á öðrum leikskólum en okkar að vinna að þróunarverkefni. Það er mjög gaman og stelpurnar sem ég vinn með eru alveg frábærar. Við náum svo vel saman og höfum unnið mikið af verkefnum saman og alltaf gengið vel og mikið gaman...mikið bullað og hlegið!!!!! Þessi vika er engin undantekning og við getum bara verið ánægðar með okkur, erum á góðri leið og þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur....ekki heldur af lokaverkefninu :)

Í dag fór ég líka í Sorpu með rusl og föt í Rauða Kross gáminn, fór í bankann og gekk frá sparnaðarmálum sem og ýmsum tryggingum, er búin að vera á leiðinni að gera þetta í heila eilífð....og rúsínan í pylsuendanum....ég fór í ræktina!!!
Ó já....er bara búin að skella mér á æfingaskó og líkamsræktarkort...heila 9 mánuði...og í dag var fyrsti dagurinn!! Hef ekki snert svona tæki síðan í Týsheimilinu í ÍÞR 403 hehehehe...

Í för með mér var skólastjóri daðurskólans og einkaþjálfarinn minn, Ingunn Ragna Sæmundsdóttir...hehehehe..og stóð hún sig með prýði....kenndi mér að stilla hjólið og hjóla og drattaði svo kjellunni í Jóga.....jiiiii....þetta er ótrúlegt...eitthvað sem ég hélt að ég myndi ekki alveg fíla en það koma þægilega á óvart...reyndar kom ég sjálfri mér á óvart og líkaði þetta bara ansi vel, er alveg tilbúin að halda áfram (kannski þar til strengirnir koma á morgun...eða hinn!!!!). Dagurinn í dag var samt bara róleg byrjun, en ísskápurinn er fullur af skyri, grænmeti og ávöxtum.....skrapp í Bónus í dag og keypri ekkert sætt...bara þurrkaða ávexti, grænmeti og annað hollt!!

Er sátt og sæl og þakka fyrir árangurs-og gleðiríkan dag ;)

4 Comments:

At 2:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Frábært að heyra sæta:) Það er svo ótrúlegt hvað líkamsrækt og gott matarræði hefur góð áhrif á sálina!

Knús og kossar í borgina til þín:O*

Fríða sys ;o)

 
At 12:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

geggjað, við systkynin erum alveg að gera okkur í hollustunni.. verðum rosaleg. en rosalega áttu margar sys? :) Annars er allt gott hjá okkur, Heiddi er pínu sár samt útí frænku sína að eiga ekki link inná síðuna sína :( hehehe Annars langaði mig bara að kvitta :) risaknús að norðan Heiða sys

 
At 1:18 e.h., Blogger IrisD said...

Já Heiða mín...ég er svo rík að eiga svona mörg "systkini"

Hollustan er alveg að gera sig og ég alveg að standa mig...hehehe..ótrúlega stolt af okkur systkinunum ÖLLUM saman :)

Bæti strax út þessu með linkinn, Heiddi fær sitt pláss...

knús úr borginni...

 
At 6:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jæja næsta skref er þá bara að drífa sig með mér í BootCamp-ið ;) En ég er ánægður með þig að drullsast í ræktina en annars er ég bara ánægður með þig yfir höfuð og finnst gott að eiga þig sem systir ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home