sunnudagur, febrúar 11, 2007

Óhugnarleg upplifun

Skellti mér í keilu og svo á rúntinn á föstudagskvöldið og fór svo á skyndihjálparnámskeið á laugardaginn. Kom svo heim, lærði smá, fór svo í matarboð og svo fórum við öll fjógur saman í bæinn. Ég var á bílnum og þar sem við er stopp til móts við Kirkjuhúsið sjáum við að manni er bókstaflega fleygt niður af steyptum stigapalli og beint á gangstéttina, fallið er ca 2-2.10 metra hátt og það var virkilega óhuggnalegt að sjá manninn koma fljúgandi þarna niður, og ég er ekki að ýkja, það hefur einhver fáviti ýtt allsvakalega og af virkilega öllum mætti á bakið á manninum og hann kom alveg kylliflatur og beinn niður á steypta stéttina og beint á andlitið. Ég get ímyndað mér þetta svona eins og þegar maður fær magaskell í sundi....bara svona 1000x verra.
Maðurinn lá svo bara hreyfingarlaus í svona 30 sek og félagi minn stökk út úr bílnum mínum til að tékka á honum þar sem allir hinir sem áttu leið um eða stóðu á stigapallinum skeyttu engu um hann. Maðurinn var með meðvitund og hljóðin sem komu úr honum voru hræðileg, hann hefur eflaust verið að reyna að ná andanum og sársaukinn hefur örugglega verið frekar mikill, hann kipptist til og eins og sagði voru hljóðin skelfileg.
Fljótlega komu samt 2 aðrir menn til að athuga með hann og vinkona mín hringdi í 112 og bað um að fá einhvern sendan og löggan kom bara 4 mín seinna og félagi minn gaf skýrslu en því miður sáum við ekki þann sem gerði þetta. Rétt á eftir kom sjúkrabíll og sem betur fer sáum við að maðurinn var reistur við og studdur inn í sjúkrabílinn.

Þetta var bláókunnugur maður og þetta var virkilega óþægileg upplifun, ég skalf alveg á meðan við fylgdumst með þessu öllu saman og mér varð mikið um. Ég hugsaði einmitt að þetta hefði getað verið pabbi minn og það sem mér fannst skondið er að ég hef oft meiri áhyggjur af bræðrum mínum ef ég veit að þeir eru að djamma heldur en sjálfri mér þegar ég er að djamma, þrátt fyrir allt þetta rohypnol-og nauðgunartal er ég hræddari um aðra en sjálfa mig.

Velti einnig öðru fyrir mér, þegar ég lendi í svona aðstæðum verð ég svo hrædd, ég fæ bullandi hjartslátt og skelf og nötra og þegar ég var að blása í dúkkuna á skyndihjálparnámskeiðinu var okkur sagt að það væri oft ekki kræsilegt að þurfa að blása í fólk sem er ekki með lífsmarki og það sá ég í gær, ég efast um að ég gæti bjargað nokkrum manni????

1 Comments:

At 10:44 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Guð minn góður! Ég beið alltaf eftir setningunni um að þetta væri brúða og kvikmyndatökuliðið hefði svo komið í ljós.... Ég trúi því MÆTAVEL að ykkur hafi brugðið - je dúdda mía segi ég bara, er ekki í lagi með fólk!!!!????

Kv. Beta

 

Skrifa ummæli

<< Home