mánudagur, febrúar 19, 2007

Bolla bolla....

...bolludagur, sprengidagur og öskudagur....þessir dagar eru svo skemmtilegir!!

Gréta gerði bolluvönd í gær á meðan ég bakaði bollur!!
Buðum svo Óla bróður í bollukaffi og hann kom náttúrlega færandi hendi...með konudagsgjafir handa okkur mæðgum, ég fékk nýja Norah Jones diskinn og Gréta Júróvisjón diskinn....og vorum við báðar mjög sáttar...takk fyrir okkur Ólinn okkar :)
Úðuðum svo í okkur bollum með sultu og rjóma...ég er svo gamaldags að ég vil bara hafa þær þannig...enga ávexti og skraut...bara eins og var í gamla daga!!
Skelltum okkur svo aðeins í Kringluna og Gréta fékk nornabúning fyrir öskudaginn, ég var svo glöð þegar hún vildi vera norn og hætta við að vera Silvía Nótt eins og hún er búin að vera að tala um sl. 6 mánuði...hjúkk...mikil gleði á mínum bæ :)
Brunuðum svo í Ikea þar sem ég fjárfesti loksins í náttborðinu sem mig hefur langað í sl. 2 ár...já maður leyfir sér ekki alltaf allt strax....bara þegar það er tímabært :) skellti því svo saman á meðan Gréta horfði á Stundina okkar.

Í dag voru fiskibollur í hádeginu, bollur með sultu og rjóma í kaffinu og hinar alræmdu Írisar-Ritz bollur í kvöldmat.....en á morgun verður bara Saltkjöt og baunir í hádeginu því ég hvorki kann né nenni að læra að elda þennan þjóðarrétt....allavega ekki þetta árið!!
Afi og Inga hafa alltaf boðið okkur en nú eru þau bara á Kanarí....algerlega vanhugsað hjá þeim að vera í útlöndum á sjálfan sprengidag...hehehehe...vona að þau hafi það sem allra best þar eftir allt sem á undan er gengið hjá þeim!!

Jæja....á morgun fæ ég að vera með Grétu í skólanum í fyrsta tíma og morgunsöng og það verður eflaust svaka gaman, allavega erum við báðar mjög spenntar :)

Öskudagur er enn óráðinn hjá mér....á eftir að finna mér búning....

1 Comments:

At 12:38 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæl Íris
Mér finnst þú blogga full lítið um allskyns vinnuslúður....
hvernig á ég að geta fylgst með ykkur eskunum....
Á aldrei eftir að vinna meðykkur aftur held ég barasta en skoðaði myndir frá Tallin áðan og mikið var það gaman...sé að þið hafið nú ekki getað skemmt ykkur illa ....sá samt engan Sigga sem átti að kúra milli þín og Birgittu...humm....

En bið kærlega að heilsa öllum ... sendi email í nóvember sem ég veit ekkert hvort þið fenguð ....
Er Sigga búin að eiga ????

Keðja Gurrý....

 

Skrifa ummæli

<< Home