miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Blátt áfram (blattafram.is)

Var að koma heim af fyrirlestri á vegum Blátt áfram, í skólanum hennar Grétu. Ég hef mikið og lengi velt fyrir mér, hvað og hvernig maður segir 6 ára gamalli dóttur sinni frá því ógæfulega sem getur hent hana á meðan hún er bara saklaust barn.
Mér finnst ótrúlega sárt að ÞURFA að segja henni frá þessu en ég gerði það samt núna í haust og aftur núna þar sem hún er farin í skóla (sem er opnara og minna verndað svæði en leikskólinn) auk þess sem barnaníðingur var á ferð hér í hverfinu og við fengum ítrekað póst frá skólanum um að tala við börnin okkar um að tala hvorki við né fara eitthvað með ókunnugum. Ég las fyrir hana bækur þar sem við ræddum um líkamann, hver á hann og hver ræður yfir honum og svo sagði ég henni bara beint út að það væru veikir menn sem sýndum börnum typpið á sér og segðu að það væri leyndarmál og það mætti ekki segja frá. Og svo töluðum við um það að mega alls ekki fara með ókunnugum, sama hvað væri í boði, nammi, gæludýr eða hvað sem það nú er sem þessi veiku menn nota.
Við ræddum þetta svolítið og hún virðist alveg vera með á nótunum. EN....það sem sló mig mest á þessum fyrirlestri eru líkurnar á því að ég þekki barnaníðing því 30-40% þeirra barna sem eru misnotuð kynferðislega eru misnotuð af FJÖLSKYLDUMEÐLIMUM!!!!
Börnunum okkar stafar EKKI mest hætta af ókunnugum heldur VINUM OKKAR eða FJÖLSKYLDUMEÐLIMUM; 60% í viðbót eru misnotuð af fólki sem fjölskyldan TREYSTIR.
Ég meina...hversu hræðilegt er þetta? Mér finnst þetta svo hræðilegt að ég fæ bullandi hjartslátt og gubbuna upp í háls. Mér finnst óþægilegt að senda hana eina í afmæli til fólks sem ég þekki ekki neitt, eins og foreldra barna í skólanum hennar, hvað þá þegar hún mun komast á "gista" aldurinn, þegar vinkonurnar vilja fara að gista hjá hver annarri....þær mega bara alltaf allar gista hér!!!!!!!!!!!!!

Staðreyndin er sú að hér á landi er 1 af hverjum 5 stúlkum og 1 af hverjum 10 drengjum eru misnotuð, eða 17% af íslenskra barna fyrir 17 ára aldur.

Systurnar sem standa að Blátt Áfram samtökunum eiga heiður skilið og mér finnst að það eigi að skylda fólk til að mæta á svona fyrirlestra. Þær hafa þessa reynslu frá eigin hendi og tala opinskátt um það og hvetja til spurninga, jafnvel um þeirra persónulegu reynslu.
Það sem mér fannst líka ótrúlegt að heyra er að þær eru að leita úrræða fyrir GERENDUR líka, ekki bara þolendur þar sem það hefur sýnt sig að í flestum tilfellum hafa gerendur orðið fyrir því sama. Meitt fólk meiðir annað fólk sögðu þær margoft í kvöld.
Ég vissi það svosem, og veit það vel að einu sinni voru þetta börn sem var brotið á og enginn gerði neitt en ég held samt að reiðin verði svo brjálæðisleg hjá manni ef þetta myndi henda manns eigið barn og ég fer ekki ofan af því að ef einhver myndi gera dóttur minni þetta myndi ég vilja taka þann hinn saman, hengja hann upp á hárinu og skera undan honum með bitlausum ostaskerara......eina sneið á dag!!!!! Kannski þar til reiðinni slotar en það vakna hjá mér svo ótal margar spurningar eftir á;
Hvernig kemst fólk í gegnum þetta?? Hvernig getur fólk sem frá 4-12 ára aldurs hefur verið misnotað komist í gegnum þetta?? Hvar fær það styrk?? Getur það fyrirgefið í alvöru?? Ég hef trú á sálfræðingum og geðlæknum og öllu því en mér er um megn að skilja þetta og vona svo sannarlega að við mæðgur komumst í gegnum lífið án þess að þurfa að reyna þetta.

Ég mæli hiklaust með heimasíðunni þeirra og ef þið eigið þess kost að komast á svona fyrirlestur, það gerir manni bara gott...ég er allavega mjög fegin að hafa átt þess kost og nýtt mér hann!!

1 Comments:

At 8:01 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

vá , æi stundum finnst manni heimurinn einum of.
Það er svo stutt síðan að þær voru litlar í vöggu og þurftu ekki að hafa áhuggjur af einu né neinu.
Stundum langar mig bara að loka börnin inni með mér og hleypa þeim út þegar þau eru fullorðin, nei ég segi svona en hvað getur maður gert!!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home