mánudagur, febrúar 05, 2007

"Harpa vinkona á Laugarvatni"

Fyrir allmörgum árum var ég svo lánsöm að eignast yndislega vinkonu, hana Kristbjörgu. Sú yndislega vinkona mín átti vinkonu sem hún talaði látlaust um...og sú vinkona var "Harpa vinkona á Laugarvatni" eins og Kristbjörg talaði alltaf um hana. Það var sama hvert umræðuefnið var það kom nánast alltaf eitthvað hjá Kristbjörgu um þessa "Hörpu vinkonu á Laugarvatni" og ég viðurkenni það að ég var að verða ansi pirruð...eflaust bara abbó...út í þessa "Hörpu vinkonu á Laugarvatni" sem ég hafði aldrei hitt en bara heyrt svo mikið um.

En svo kom að því að við "Harpa vinkona á Laugarvatni" hittumst og við náðum svona asskoti vel saman og urðum strax mjög góðar vinkonur. "Harpa vinkona á Laugarvatni" á skyldfólk í Eyjum og kom þangað og fór svo að vinna í fiski með okkur. Ég, hún og Kristbjörg vorum saman á borði í gamla Hraðinu og stóðum okkur eins og hetjur að skera og pakka, sérstaklega daginn sem út brutust mikil rifrildi á milli þeirra vinkvenna, Kristbjargar og "Hörpu vinkonu á Laugarvatni". Ég er ekki frá því að Kristbjörg hafi verið pínu abbó út í hvað ég og Harpa urðum miklar vinkonur.
Allavega...við Harpa skrifuðumst mikið á og hringdumst á og þegar Harpa kom til Vestmannaeyja skemmtum við okkur konunglega við að labba sama hringinn í bænum og skoða sætu strákana, hanga fyrir utan böll auk þess að bralla margt fleira. Þegar kom að því að Harpa ætti að fara heim á Laugarvatn var gæfunnar oftar en ekki freistað og hún hringdi í foreldra sína til að suða um að fá að vera lengur (og ég söng fyrir þau lagið "Please don´t go....don´t go away...) en það gekk ekki alltaf!!!

Ég heimsótti líka Hörpu á Laugarvatn og var þar á einhverri skemmtun, þar sá ég "fólk" drekka tequila í fyrsta sinn og fannst það ógeð....var náttla ekki farin að drekka sjálf á þessum tíma....hehehee....og fólk varð snarklikkað af þessu og "Harpa vinkona á Laugarvatni" var þar engin undantekning þar sem hún stóð fyrir framan Gumma Jóns í Sálinni og sönglaði "Gummi Jóns er sexý....Gummi Jóns er æði".

Þessi frábæra vinkona mín á afmæli í dag.
Hún er svo frábær og góð vinkona og við höfum brallað svooooo mikið saman. Þótt við höfum þekkst lengi og átt frábærar stundir saman, í Eyjum, á Laugarvatni, í sumarbústöðum, á Þjóðhátið, í Köben, í Reykjavík....þá hefur samband okkar styrkst og breyst sl. 2 ár og hún hefur verið mér stoð og stytta í mínu lífi og því sem ég hef gengið í gegnum. Hún er með mér þrátt fyrir ólík hlutskipti og stað okkar í lífinu og hún er hluti af mínu lífi. Hún er alltaf til staðar fyrir mig og ég vona að ég sé það fyrir hana.

Elsku "Harpa vinkona á Laugarvatni"...til hamingju með daginn og takk fyrir að vera til og vera sönn vinkona í gegnum súrt og sætt.....lovjú!!!!!!!!!

1 Comments:

At 10:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ honey.
Takk fyrir kveðjuna og þessi fallegu orð. Vá hvað það var gaman að lesa þetta,ég hló og hló við að lesa þetta. Rifjar upp margt skemmtilegt. Takk fyrir að vera vinkona mín, þú ert bara æði.
lovjú2 honey.
Þín Harpa vinkona á Laugarvatni (nú í Reykjavík)

 

Skrifa ummæli

<< Home