Allt á réttri leið...
...já...ótrúlegt hvað maður getur dregið suma hluti....EN
ég fór í viðskiptabankann minn um daginn og gekk frá hlutum sem ég er búin að vera á leiðinni að ganga frá í margar vikur...kláraði þau mál gersamlega og er ekkert smá ánægð með það. Nú er allt eins og það á að vera.
Búin að kaupa kort í ræktina og skó og byrjuð að æfa, þannig að það mál er líka frá :)
Nú á ég bara eftir að panta tíma í krabbameinsskoðun og ganga frá innbús-eða heimilistryggingu eða hvað sem það nú er sem mann vantar og þá hef ég lokið við það sem óklárað í haust :)
Semsagt...allt á réttri leið!!
Þessi pistill verður ekki lengri þar sem ég hef ekki orku í höndunum til að skrifa því ég fór í ræktina í dag og fór í alls konar tæki og bara titra og skelf eftir það...en það venst....vonandi!!!
1 Comments:
Duglegust! Alltaf gott að vera búin með þessi mál sem oft bíða og bíða ;-)
Skrifa ummæli
<< Home