Morgnarnir mínir...og margt annað :)
Morgnarnir hér eru oftast nokkuð erfiðir, okkur mæðgum þykir báðum ótrúlega gott að sofa og notum tímann til hins ítrasta á morgnana...sem er ekki gott því oftar en ekki erum við á síðasta snúngingi og það er óþolandi og enn meira óþolandi að ná ekki að losna við þennan löst...og fara á fætur fyrir kl.7.
Ég læt klukkuna hringja kl 6.50 finnst alveg djöfullegt að sjá töluna 6 á útvarpsvekjaranum...þótt hún sé 6.50....en svo læt ég útvarpið líka vekja mig og hef það stillt á Bylgjuna þar sem ég er haldin sjálfspyntingarhvöt....þannig er mál með vexti að Sirrý er langt langt frá því að vera minn uppáhaldsfjölmiðlamaður...mér finnst hún ákaflega ekki skemmtileg...en samt læt ég þau Í Bítið alltaf vekja mig....þrátt fyrir að margar aðrar stöðvar séu í boði!!!!
Svo er það annað....maður vaknar kl 7 og fréttirnar eru það fyrsta sem maður heyrir og ég verð nú bara að segja eins og er að mér finnst að það ætti að vera regla nr 1, 2 og 3 að byrja á GLEÐIFRÉTTUM...ég er viss um að ég færi glöð á fætur ef fyrsta fréttin væri t.d að Raggi Bjarna og Eivör væru að fara að syngja með Sinfoníuhljómsveit Íslands....en ekki að 26 manns hafi látist og 14 slasast í sprengjuárás í Bagdad!!!!!!!!!!!!!!
Mér finnst voðalega gott að lesa helgarblöðin uppí rúmi á laugardögum og sunnudögum, enda margt skemmtilegt að lesa um helgar. Í morgun las ég meðal annars Mælistikuna í Fréttablaðinu og sá að GULUR verður litur sumarsins og komst líka að því hvaða fatnaður er skyldueign fyrir vor/sumar 2007 og mér líður svo miklu miklu betur....satínkjóll, pallíettur, silfurlitaður kjóll, og aðrar málmlitaðar og glansandi flíkur....úff hvað ég er fegin að vita þetta...vorið á næsta leiti og ég var farin að örvænta!!!!!!
Og ég fór næstum að gráta þegar ég las að Beckham hjónin hefðu ekki getað eytt Valentínusardeginum saman...snökt snökt!!!!
Ég las líka gagnrýni um barnasöngleikinn Abbababb en ég fór einmitt með Grétu og Jón Bjarna og Óla bróður að sjá hann í gær og krakkarnir skemmtu sér konunglega og fengu að taka þátt í lokaatriðinu, sem var bara gaman. Ég skemmti mér líka mjög vel en fyrir mér er það fyrir mestu að börnin hafi gaman af þessu og það höfðu mín svo sannarlega því Gréta vildi ólm fara aftur!!!
En leikritið fékk ekki góða dóma af því FULLORÐNUM gagnrýnanda fannst leikmyndin ekki nógu góð, búningarnir ekki góðir, tónlistin ekki góð og svona mætti lengi telja. Gagnrýnandinn segist vilja fá þetta betra, vandaðra, agaðra og segir að ekkert sé of gott og ekkert of vandað að gerð sem á að bjóða ungum börnum....ég spyr:ætli hann eigi barn?? Ætli hann hafi spurt börnin út í búningana, leikmyndina, tónlistina?? Hvort þeim hafi fundist þetta skemmtilegt eða leiðinlegt? Skildu þau leikritið og innihaldið? Hvaða karakter fannst þeim skemmtilegastur??
Ég er alveg sammála því að sumt af barnaefninu í sjónvarpinu er alls ekki boðlegt börnum, það er talað til barna eins og þau séu algerlega út úr heiminum og sumt finnst mér bara alveg fyrir neðan þeirra virðingu.
En þetta fullorðna fólk er svo skrýtið og sér hlutina í allt öðru ljósi en börn ,ég meina ekki eru það börn sem líta á Barbie sem staðalímynd og kynveru/kyntákn. Hvað þá að ég hafi hitt ungabarn sem pælir í því hvort Tinky Winky í Stubbunum sé hommi, eða hvort merkið sem hann er með á höfðinu sé merki samkynhneigðra og hvað stendur taskan eiginlega fyrir? Er hann hann eða hún??????????????????
Þetta segir meira um hugsunarhátt fullorðinna en barna.
En jæja....þessi pistill er kominn út og suður......best að skella sér bara í bollubakstur!!!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home