Strengir og spinning :)
Vaknaði í morgun...og var alveg viss um að ég væri tognuð í náranum!!! Þvílíkar harðsperrur hef ég aldrei á ævinni fengið...eða jú kannski...en það er bara svo asskoti langt síðan ég hef hreyft mig reglulega og þá svona mikið í einu að ég er bara búin að gleyma hvernig alvöru harðsperrur eru..híhíhíhíhí....
En við Ingunn fórum hring í tækjunum á þriðjudaginn, fórum eftir hennar prógrammi og vorum frekar fyndnar...ég er svolítið lengri en hún og hún er svolítið sterkari en ég svo við þurftum að stilla allt aftur og aftur þar sem við fórum samferða svona í fyrsta skiptið mitt...fyrst hún svo ég....svo hún gæti nú kennt mér :) og hvatt mig til dáða :) híhíhíhí....
Ég var alveg að farast í náranum og gat varla gengið, en skellti mér samt sem áður í ræktina og viti menn....þegar við fórum að hlaupabrettið að hita upp hvarf verkurinn nánast...eða dofnaði allavega ískyggilega.
Þar sem við vorum á hlaupabrettinu og vorum rétt búnar að hita upp var kallað að skemmtilegur spinningtími væri að fara að byrja, við litum á hvor aðra og sögðum:"eigum við að fara?" Og þar sem við erum svo hugaðar og með mikilmennskubrjálæði...á lágu stigi samt...þá skelltum við okkur og skemmtum okkur líka svona vel...ji minn eini, ég hélt að ég yrði ekki eldri þegar ég steig af hjólinu í lokin og Ingunn var eins og eldhnöttur í framan :)
Þetta var ótrúlega gaman og gott, skemmtilegur leiðbeinandi sem hvatti fólkið áfram og sparaði ekki hrósið...og þegar við löbbuðum út sagði hann að við hefðum staðið okkur vel!!!!
Það var ótrúlega gaman og gott að heyra, sérstaklega þar sem hann spurði í byrjun hvort einhver hefði aldrei farið í spinning og ég rétti upp hönd...hehehe...þannig að mín stóð sig bara vel og þegar tíminn var búinn var ég bara ótrúlega stolt af sjálfri mér og ætla pottþétt í þennan tíma aftur :)
Sótti svo Grétu í pössun og þessi elska, spurði hvort þetta hefði verið erfitt og ég sagði henni að ég hefði hjólað næstum frá Reykajvík á Selfoss og þá sagði þessi elska: "æ mamma, hvað þú ert dugleg, ég er svo stolt af þér" Manni fallast bara hendur og það kemur kökkur í hálsinn og ég gat ekki annað en stoppað á miðri leið og knúsað hana og kysst og þakkað henni fyrir. Svona hvatning er nú aldeilis frábær!!
Og ég uppgötvaði annað þegar ég kom heim....ég fór að teygja betur á þegar ég kom heim og fann þá að þegar ég byrjað að teygja og fann fyrir í náranum HÆTTI ég að teygja....og þá rann það upp fyrir mér að þegar ég festist í bakinu og fór í nudd sagði Brynjar mér að ég forðaðist alltaf sársauka og ég yrði að fara að takast á við hlutina, svo ég teygði og teygði og teygði svo enn þá meira.....og viti menn.....sjaldan liðið betur!!! Og velti fyrir mér af hverju ég hefði ekki teygt á í dag í staðinn fyrir að hlífa mér svona??
En maður lifir og lærir.....er farin að fá mér gulrætur og rófu (ó já...er að taka líkamsræktina og mataræðið svaka alvarlega sko.....)
2 Comments:
Djöfull erum við ógó duglegar marr.. hehehe Barasta flottastar þó að ég hefði verið blá í framan eftir spinning tímann. Geggjaður kennari og svo fyndinn. Ætli hann sé singel??? LOL.. smá djókur hjá mínum.
Kv. Ingunn
Nei elskan þú varst ekki BLÁ...þú varst rauð...svo blá....svo rauðblá...muahhhhh...en já við erum geggjað duglegar....og geggjað fyndnar líkar....góður djókur hjá þínum...muahhhhh....
Sjáumst í ræktinni í fyrramálið ;)
Skrifa ummæli
<< Home