Ester og Einar 100 ára :)
Mín skrapp til eyja í hádeginu í gær og kom aftur í hádeginu í dag...allt til að vera viðstödd 100 ára afmæli elsku frænku minnar og mannsins hennar.
Ester er systir hennar mömmu og ég fæddist á 19 ára afmælisdaginn hennar. Við erum af mörgum taldar líkar...svo ég vitni nú bara í ræðuna mína í gær "... við erum báðar hávaxnar, grannar, brúnhærðar, brúneygðar, barmamiklar blaðurskjóður..."
Ester og Einar byrjuðu saman þegar þau voru bara 15 ára og áttu barn 16 ára....og eiga í dag 4 börn og 4 barnabörn....stærðfræðikennarinn, dóttir þeirra, fékk það út að þau hafi verið saman meira en 60% af ævinni og bara 30% sem þau sjálf...ef ég fer alveg með rétt mál....spáiðið í það!!!!!
Í gær voru Diddinn og Baddinn veislustjórar og stóðu sig með stakri prýði eins og þeirra er von og vísa, Kristborg hélt smá tölu, mamma var með braginn Systraþel og naut þar aðstoðar við millikaflann "umbarassa", ég var með ræðu og við Diddi með rapp, auk þess sem Diddinn og Baddinn voru búnir að gera myndband sem var svo drepfyndið að ég hélt ég yrði ekki eldri. Auk þess sem Ester og Einar voru verðlaunuð, í karla og kvennaflokki sem Besta mamma í heimi og Besti pabbi í heimi.
Semsagt vel heppnuð ferð og frábært afmæli sem ég hefði ekki viljað missa af....hehehehe...hræsni...þar sem ég lagði ekki í Herjólf á föstudagskvöldið vegna ÓVEÐURS svo ég splæsti bara í flug fram og til baka.....var nefnilega á námskeiði og hitti þar eina konu úr eyjum og ég var að segja að ég gæti ekki farið í þessu óveðri og hún leit á mig og sagði að ég myndi pottþétt fara ef þetta væri jarðarförin hennar og ég bara já auðvitað, sama hvernig veðrið væri og þá sagði hún..já einmitt...betra er afmæli en jarðarför, maður á að hittast og gleðjast í lifanda lífi....sannarlega orð að sönnu!!!!
Elsku Ester og Einar....til hamingju með daginn, lífið og hvort annað og takk fyrir frábæra veislu!!
Myndir úr afmælinu eru í albúminu!!!!