föstudagur, október 13, 2006

Líf-hrædd

Ég er mjög jarðbundin manneskja, og það sem meira er...ég er gasalega lífhrædd...ég er sjúklega hrædd við dauðann og þá sérstaklega eftir að ég átti Grétu. Ég ætla að nefna fáein dæmi en bið ykkur um að úrskurða mig ekki alveg geggjaða þar sem ég hef lesið fræðigreinar um fólk sem á meira bágt en ég...auk þess sem margir af mínum lesendum eru mömmur þá skal ég hundur heita ef einhver þeirra hefur ekki hugsað eitthvað í líkingu við það sem hér kemur...hehehe!!

Þegar ég var ófrísk fórum við ósjaldan í bíltúr, mér fannst svo gott og gaman að rúnta um borgina og fá mér ís, Gréta er sko fædd í júní, og bara sjá mannlífið og svona. Eftir að Gréta fæddist vildi ég helst ekki fara í bíl nema það væri nauðsynlegt, við værum að fara eitthvað ákveðið, ekki bara á rúntinn, af ótta við að eitthvað kæmi fyrir.

Þegar ég fór með hana í Herjólf í fyrsta sinn var hún bara tæplega 2ja mánaða og ég var síðust af biðlista að fá koju og þar sat ég og ímyndaði mér að Herjólfur myndi farast bara af því ég væri að fara í tilefnislausa ferð til Vestmannaeyja, bara vera hjá mömmu í viku eða meira!!
Svona leið mér líka þegar ég fór með hana í fyrstu flugferðina og þegar ég fór með hana til Ítalíu.
Maður er náttúrulega klikk....ekkert annað.
En ég er nú að lagast, hún er búin að fara nokkrar ferðir með pabba í Herjólfi til eyja og ekki dottið í sjóinn eða neitt...auk þess hefur hún líka farið með Didda bæði í Herjólf og flug til eyja og allt gengið vel :)

En þetta er allavega móðurtilfinningin, held ég, en sem betur fer varð ég ekki þunglynd og þessar hugsanir staldra stutt við...sem betur fer...og þetta eldist aðeins af manni.

Þess vegna dáist ég að Hörpu vinkonu minni sem elti manninn sinn, hann Jón Gunnar, til Dubai þar sem hann er að fljúga og þar eru þau núna með öll 3 börnin að upplifa eitthvað alveg nýtt. Hann er náttúrulega að vinna þannig að hún er oft ein með börnin á ókunnum slóðum og það kostar dug og þor. Ég veit ekki hvort ég myndi þora þessu.
Var einmitt spurð að því í dag af hverju ég rifi mig ekki upp og færi til Ítalíu. Góð spurning...ég svaraði bara hreinskilnislega: ég þori það ekki, ekki ein með Grétu.
Þau millilentu á Heathrow og upplifðu glundroða þar vegna sprengjuhótunar, sem reyndist svo ekkert, en ég er ansi hrædd um að mitt litla hjarta hefði slegið sitt síðasta ef ég hefði verið þar!!

Ég tek því litla sem enga áhættu í lífinu, fer mínar öruggu leiðir og þori t.d ekki í river-rafting, fallhlífarstökk, sjóskíði eða einhver fáránleg tæki í Tívolíi!!!!
Kannski óspennandi líf en líf engu að síður!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

1 Comments:

At 8:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Guð ég kannast svo við þetta , fyrstu vikurnar eftir að ég átti börnin mín var ég að biðja manninn minn að hingja í mig á hverjum morgni vegna þess að ég var svo hrædd um að deyja og barnið lægi bara eitt og bjargarlaust.
Svo hefur bílhræðslan orðið miklu meiri eftir að ég var mamma.
Svona er maður skrýtinn.

 

Skrifa ummæli

<< Home