laugardagur, október 07, 2006

Lægð

Það verður nú bara að segjast eins og er að ég hef verið í einhverri undarlegri lægð upp á síðkastið, ég er svo áhugalaus um allt að það er ekki lengur fyndið, ég hreinlega nenni ekki neinu og er bara eitthvað svo undarlega ólík sjálfri mér. Vona nú að ég fari að ná að hrista þetta af mér....er búin að vera svo ótrúlega áhugalaus hvað námið varðar og er svo óánægð með sjálfa mig með það...er nefnilega mjög samviskusöm og skipulögð og þetta er næst síðasta önnin svo þetta er sko alls ekki rétti tíminn til að vera í einhverju rugli. PIRR PIRR
Allt spilar þetta samt saman...maður er bara líka orðinn þreyttur, í 3 ár hefur maður eytt að jafnaði 4 -5 klst á hverju kvöldi að lesa sænskar, enskar, norskar og ef maður er heppinn íslenskar fræðigreinar.

Svo er alltaf undirmannað í vinnunni og manni tekst aldrei að klára allt sem manni langar til að gera, þarf að gera allt í hollum og stela sér tíma og þá fer ég nú bara í vont skap....þrátt fyrir mitt góða og vinsæla og jákvæða jafnaðargeð!!!
Þegar maður er kominn í svona "víta"hring þá verður maður eitthvað svo uppgefinn og fer að hugsa um til hvers maður sé nú að þessu öllu saman!!!
Ætti maður kannski bara að gefa skít í þetta allt og snúa sér að einhverju öðru?? Er maður eitthvað betur settur með það?? Er ekki grasið alltaf grænna hinumegin??
Ótrúlegt hvað maður er klikk...þegar maður er í námi vill maður helst ekki vera það og svo þegar maður er ekki í námi þá saknar maður þess stundum svolítið!!!
Af hverju vill maður oft það sem maður ekki hefur?????

EN....nú hlýtur að fara að fara að líða að því að maður fari að fara að koma sér af stað og klára þetta með sóma eins mér er einni lagið....úff hvað er erfitt að vera í svona lægð...það fer mér bara alls ekki en ég kem mér einhvern veginn ekki út!!!!!!!!! Hjálp!!!!!

2 Comments:

At 7:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvaða hvaða! hættu þessari vitleysu mín kæra og sturtaðu í þig vodka og hvað þetta er sem þú drekkur með því farðu að dansa og daðra,,,, þú hressist við það lofa því. Allir eiga sínu slæmu daga og held að það sé í lagi að þú eigir einn til tvo allann þann tíma sem við höfum unnið saman.Hin sí hressa káta og glaða samstarfkona Her.....Ble ble

 
At 11:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ sæta:)
Gaman af ykkur systkynum... ég byrjaði á því að fara að lesa bloggið hjá Didda og hugsaði "vá snild- gæinn að deyja úr jákvæðni!" og fór síðan yfir á þína síðu... ha ha og "vá það er alveg í hina áttina" En er þetta ekki bara svona einn af þessum dögum?? Það væri nú hálf ömurlegt ef allir dagar væru góðir dagar;) Og er ekki bara komin tími á að við förum saman í húsmæðraorlof??? Eda plönum kvöld til að hittast og lesa yfir öll bréfin sem fóru á milli Vestmannaeyja og Ítalu þegar þú varst úti??? Jeremías... ég get garinterað að við gætum örugglega hlegið þá!!! Elska þig uppí topp Íris- þú ert ÆÐI!
ÞÍN
Fríða Hrönn

 

Skrifa ummæli

<< Home