föstudagur, október 27, 2006

Fundin??

Ok...fyrst vil ég biðja þá sem lásu síðasta bloggið mitt og fylltust hræðslu afsökunar :(
Ég verð að játa að ég gerði mér ekki grein fyrir því að fólk tæki mark á þessum orðum mínum af einhverri alvöru þó öllu gríni fylgi nokkur alvara. Fyrirgefðu pabbi minn (vissi ekki að þú værir farinn að lesa bloggið mitt!!!)
Ég er ekki þunglynd, ekki í neinu rugli, ekki klofinn persónuleiki og þaðan af síður í sjálfsmorðshugleiðingum.
Það er í rauninni allt í stakasta lagi nema ég er svo mikið utan við mig og eitthvað ekki að fylgjast með.

Fyrir þá sem ekki þekkja mig nógu vel þá er ég týpan sem geng alltaf strax frá öllu, loka alltaf skáphurðum þegar ég er búin að ganga frá þvottinum/sækja mér föt, og klósettið maður minn...loka því alltaf. Ég geng alltaf frá strax eftir matinn og vaska upp, fer alltaf út með ruslið þegar það er fullt... jafnvel þótt það sé hávaða rok og myrkur....NEMA HVAÐ undanfarið hef ég bara ekkert verið að spá í neitt af þessu, ég kem að skáphurðunum opnum upp á gátt en samt var ÉG síðust að nota skápinn, klósettið er opið, ég nenni ekki að vaska upp svo það safnast aðeins í vaskinn. Ég meina ég er sjónvarpsfíkill og ég elska að horfa á sjónvarp en fyrstu árin mín í skólanum "fórnaði" ég mörgum sjónvarpsþáttum þar sem ég var að LÆRA...en núna þá horfði ég meira að segja á þætti sem mér finnast hundleiðinlegir bara til að þurfa ekki að læra....það er bara þetta sem er að mér!!!!!!!!!! Tittlingaskítur??????

NEMA HVAÐ...í gær sat ég og lærði í marga klukkutíma og náði að komast vel af stað í þeim verkefnum sem liggja fyrir og vann mikið upp AUK ÞESS sem ég eldaði, vaskaði upp OG ÞURRKAÐI!!!!!!

Svo kannski er hin gamla Íris að koma til baka....ég verð nefnilega að játa að þrátt fyrir að hún sé skrýtin á marga vegu þá kann ég betur við hana!!

Hinum lesendum mínum þakka ég uppörvandi orð...veit ég á marga góða að...so don´t worry...be happy!!!!!!

2 Comments:

At 8:51 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gott að gamla Íris er komin til baka ;-) Það er samt ekkert að því að slaka aðeins á kröfunum til sín og vera smá slugsi endrum og sinnum. Ég geri það stundum en fæ samt nóg eftir smá tíma og líður miklu betur eftir að heimilið er komið í þokkalegt horf aftur. Mér líður bara ílla ef það er mikið drasl í kringum mig...sýgur orkuna í burtu frá manni;-0
Þetta með klósettsetuna er ég sammála og allir á mínu heimili loka henni...það fer oft ekki á milli mála að það hafa verið gestir hjá okkur því næst þegar við notum klósettið þá er "klósettsetan opin", hehe. Fyndnasta er samt að Sighvatur og Gabríel taka eftir þessu og pirra sig stundum á því. Bara til að bæta við þessa skemmtilegu umræðu þá held ég að ég eigi með þeim snyrtilegustu karlmönnum er kemur að klósettmálamálunum, hehe...þ.e. þeir sitja oftast á klósettinu í stað þess að standa og það er STÓR plús hvað varðar þrifin ;-)
Love ya díva ;-)

 
At 8:52 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

HJÁLP...þarf kennslu í að skrifa stutt komment!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home