miðvikudagur, október 18, 2006

Á sama tíma

Er ekki ótrúlegt hvað hlutirnir hittasta alltaf á sama tíma??

Í síðustu viku var fundur í skólanum hjá Grétu á miðvikudagskvöldi og svo var foreldrafundur hjá mér í leikskólanum á fimmtudagskvöldið.
Í gærkveldi var ég í "aumingjamat" og í kvöld var ég svo á öðrum fundi í skólanum hjá Grétu...og er það algerlega mér að kenna þar sem ég náði að gerast bekkjarfulltrúi í bekknum hennar....hugsaði með mér að illu væri best af lokið og eflaust betra að gera þetta í 1.bekk þar sem þetta er mun auðveldara en þegar þau eldast.
Á morgun er svo starfsmannafundur í vinnunni minni svo enn og aftur þarf ég að koma blessuðu barninu mínu fyrir.

Síðustu helgina í október erum við svo að fara til Eyja þar sem Ester og Einar eiga samtals 100 ára afmæli en einmitt þá helgi vorum við mæðgur boðnar í geggjaðasta hrekkjarvökupartý ever en verðum því miður að afþakka það góða boð :(

Óli bróðir hringdi í okkur í gær og vildi endilega bjóða okkur út að borða í vikunni en....öll kvöld fullbókuð svo það verður að bíða betri tíma!!!

Svona vill þetta oft verða...maður situr heima mörg kvöld í röð, jafnvel í margar vikur og svo bara búmm.....allt að gerast!!!
En það er bara gaman...að fara út, hitta annað fólk, komast í annað umhverfi og svona...ekkert athugavert við það. Hvar væri ég án pabba og ömmu Þórey sem koma mér til bjargar og passa Grétu??? Takk takk elskurnar!!!

3 Comments:

At 1:18 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Var að sjá það fyrst núna að besta fóstra Íslands (og þó víða væri leytað) væri með blogg síðu..skil ekki hvernig þetta fór fram hjá mér. Nú get é loksins þakkað fyrir commentin á síðunni minni.
Já það getur verið alveg merkilegt hvað maður getur verið busy eina vikuna og svo nálægt því að liggja í dvala þá næstu.
Gauti biður alveg pottþétt að heilsa þér og vonandi fáum við tækifæri á að hittast um jólin.
Ég ætla að setja þig inní bloggrúntinn minn... ef það er í lagi þín vegna?

 
At 5:56 e.h., Blogger IrisD said...

Þér er það velkomið Thelma mín :)

Knús til Gauta!!

 
At 6:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

HÆ Jæja ég skal bæta á listan þinn kæra kona...þú áttir að vera á foreldraráðsfundi í vinnunni í dag kl 16:45. en þar sem að ég er ótrúlega notarleg,hjálpsöm og vel af guði gerð þá sat ég þennan fund fyrir þína hönd mín kæra,Ekkert að þakka þar sem ég geri allt fyrir þig því ég veit að þú myndir gera það sama fyrir mig.
Annars gangi þér vel þessa viku.
Hugsa til þín frá USA,Herdís. BÆ

 

Skrifa ummæli

<< Home