laugardagur, október 14, 2006

Umferðarstjarfi

Ekki veit ég hvað það er en ég fæ svo oft störu þegar ég er að keyra að mér er hætt að lítast á blikuna...kannski er það allt þetta áreiti....umferðarljósin, auglýsingarskilti, ótrúlega sterk ljós á bílum og svo bara allir þessir bílar sem eru á götum borgarinnar.

Ótrúlega undarlegt finnst mér...það er bannað að vera með litaðar rúður í bílum en það mega vera flennistór auglýsinga-flettispjöld, t.d við Kringluna, sem fanga athygli bílstjóra sem og annarra farþega.
Ljósin á bílunum eru orðin mun sterkari en þau voru og ekki lengur fylgst með því í bifreiðarskoðun. Þá eru sum umferðarljósin, sérstaklega græni liturinn alltof sterkur sum staðar þar sem eru ný ljós/gatnamót.

Allt þetta kann að valda þessum umferðarstjarfa mínum...nema að ég sé bara orðin svona gömul og með lélega sjón!!!

1 Comments:

At 11:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ sys, santino er orðið :), vissi ekki e-mailið þitt ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home