sunnudagur, október 01, 2006

Heiðmörk og hráskinka

Þvílík veðurblíða sem hefur verið undanfarna daga...þótt maður finni nú alveg að það sé að kólna og haustið sé komið. Í gær var svo ákaflega fallegt veður og því þótti manni alveg nauðsynlegt að komast eitthvert út í náttúruna, Þingvellir áttu að verða fyrir valinu enda fádæma fallegt þar þegar litasinfónía haustsins er í hámarki. En sökum skorts á sól þar varð Heiðmörk fyrir valinu. Þangað skunduðum við mæðgur ásamt Hörpu og Birgittu og börnum og nutum þar veðurblíðunnar. Krakkarnir hæstánægðir í pollabuxum og stígvélum með bolta, sippubönd, sápukúlur, badmintonspaða og ég veit ekki hvað og hvað!! Við kjellurnar hæstánægðar með bakkeslið hennar Birgittu, heitt súkkulaði og rjómi, brauð með hangikjöti/osti/túnfisksalati, og svo 600 gramma nammipokinn hennar Hörpu í eftirrétt!!! Það gerist ekki huggulegra!!!!!!!!!!!!!!
Ekta íslensk útilega nema það vantaði bara tjaldið!!
Þarna vorum við í rúma 3 tíma og þvílíkt sem það var huggulegt, blankalogn, sólskin, ró og friður (svo mikill að fullorðnir gátu meira að segja pissað úti!!!).
Ekki létum við þessa samveru gott heita því eftir Heiðmörk var brunað í Rósarimann þar sem börnin fengu pylsur en við kjellurnar fengum okkur ítalska hráskinku (nammi namm), ekta ítalskan parmisan ost, melónu, klettasalat, kirsuberjatómata og ristaðar furuhnetur og þessu var skolað niður með einu rauðvínsglasi...eða tveimur...já svei mér þá ef við Birgitta erum ekki bara að verða fullorðnar!!!

Í morgun skelltum við mægður okkur í sunnudagaskólann í blíðunnni og svo var brunað í Grafarvoginn og þaðan með Hörpu og co. á Selfoss. Við Gréta fórum til Svönu Lilju og Fanneyjar þar sem við vorum ekki enn búnar að hitta Svönu Lilju frá því hún kom heim frá Ítalíu (fyrir 3 mánuðum síðan!!). Þar skoðuðum við myndir og spjölluðum við þær systur og fórum svo með þeim að skoða nýjasta frændann, litla (hálf)bróður þeirra, en hann er bara 3ja vikna og algert krútt....ji hvað það væri stundum gaman að eiga eitt svona lítið en.....Gréta mín nægir mér alveg!!!!!

Ótrúlega hugguleg helgi í góðum félagsskap...sem er meðal þess sem maður metur mest í lífinu!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home