4 þurrir, 11 blautir....
Núna þegar 15 dagar eru liðnir af júlí hafa verið 4 alþurrir dagar og 11 blautir....frábært sumar!!!!
Er að fara á Ísafjörð á fimmtudaginn til að vera viðstödd brúðkaup frænku minnar, Guðnýjar Stefaníu og hlakka nú ekkert sérlega til að keyra alla þessa leið um holt og hæðir, firði og heiðar í rigningu, roki og þoku jafnvel...og ekki hlakka ég meira til að fá 4 ítali í heimsókn og ferðast með þá um landið i 2 vikur í roki og rigningu....mikið sem ég er orðin leið á þessu!!!
Það vill samt svo skemmtilega til að ítalarnir vilja endilega heimsækja lönd í norðri og eftir því sem er kaldara þeimur ánægðari verða þeir...svo þeir eru að velja rétta sumarið til að koma hingað!! Enda hef ég ítrekað sagt þeim að ferðir okkar miðist við veður og þau verði að vera við öllu búin...koma með hlý föt sem þola rok, rigningu og kulda, vettlingar, húfur og treflar líka velkomin!!!
Þegar ég lít út um gluggann sé ég grasið í garðinum mínum og það er vel grænt....trén og allar plöntur vaxa og dafna um leið og sálartetur íslendinga fyllist örvæntingu vegna þess að sumarið 2006 hefur ekki enn látið sjá sig og maður er farinn að kvíða haustinu og vetrinum....þetta þarf að endurskoða fyrir næsta sumar....Það verður bara að loka landinu í 2-3 mánuði og hleypa okkur í sólina!!!!
2 Comments:
Já sólin er eitthvað lítið búin að láta sjá sig þarna á fróni, mætti nú alveg skipta þessu jafnara. Ég hélt nú að ég ætti ekki eftir að segja þetta en um daginn fór hitinn niður í 20 stig og mér fannst eiginlega bara kalt. Svona er maður orðin skrítin.
Góða skemmtun með gestina þína þeir eiga örugglega eftir að skemmta sér frábærlega hvernig sem veðrið er.
Kv. Lilja í Köben
I love your website. It has a lot of great pictures and is very informative.
»
Skrifa ummæli
<< Home