Rababaragrautur
Sat í eldhúsinu í gær og skar rababara í bita, sykraði þá, setti í poka og í frysti til að geta gert rababaragraut.....er ég gamaldags eða???
Þar sem ég sat og gerði þetta spáði ég í hvort "konur" á mínum aldri geri rababaragraut????
Svona er þetta þegar maður er einn heima og hefur of mikinn tíma til að hugsa um allt og ekkert!!
P.s. Hnykkið og nuddið hjá alvöru hnykkjara var sko ekkert í líkingu við hitt hoppið og hossið...enda er ég endurnærð á líkama og sál eftir meðferð töframannsins...ótrúlegt en satt!!
3 Comments:
Jú mér finnst þetta doldið spes með rabarbaragrautinn.... mér myndi allavega aldrei detta þetta í hug verð nú að segja það :o/
Annars til hamingju með Ítalina þína.... þú ert sú eina sem ég veit um að haldi með þeim ;o)
TIL HAMINGJU MEÐ GLÆSILEGAN SIGUR.... Rosalega var þetta magnaður leikur..... Einn sá besti bara sem ég hef séð... Ítalirnir áttu þetta alveg skilið en ég vorkenndi samt Þjóðverjunum agalega.... Þeir voru á heimavelli og sonna.... Hljóta að hafa verið mikil vonbrigði.. En betra liðið vann...... og sem betur fer réðust úrslitin ekki í vítakeppni..... spái að Ítalirnir mæti Frökkum í úrslitaleiknum.....:)
mmmm rabarbaragrautur.... nammi namm. Þú býður mér næst.
Kv. Ingunn
Skrifa ummæli
<< Home