Stjörnuspáin...
...fyrir daginn í dag hittir ágætlega í mark þótt ég taki sjaldan mark á henni. En fyrir daginn í dag hljómar stjörnuspáin mín í Blaðinu svona:
Ekki láta hindranir ógna þér því að þú getur gert allt sem þú vilt. Þú verður að horfast í augu við vandann og þá geturðu vel tekist á við hann.
Ok...þetta hittir í mark þar sem ég hitti stórkostlegan mann um daginn sem sagði mér að ég ætti að hafa miklu meiri trú á sjálfri mér því ég væri stórkostleg. Hann sagði mér einnig að ég yrði að horfast í augu við og skilja svo eftir það sem væri að hrella mig á líkama og sál. Það sem er liðið er liðið og ég á ekki að burðast með það lengur, það er ástæðulaust og auðvitað rétt hjá þessum stórkostlega manni, en stundum hægara sagt en gert...sérstaklega þegar maður veltir sér jafnmikið uppúr hlutunum og ég geri.
Nú ÆTLA ég að taka mér tak...ekki samt í bak...heldur koma því frá mér sem íþyngir mér svo að ég get ekki hreyft mig ...já takið í bakinu voru tilfinningar sem ekki fá útrás á annan hátt. Harður skrápur er alger vitleysa...bara losa um og sleppa öllu út...það er málið.
Stjörnuspáin fyrir sunnudaginn er alveg stórkostleg og hittir beint í mark (eins og skot ítalanna munu gera á morgun!!!).
Hún hljóðar svona:
Það verður minna álag á þér von bráðar. Þú þarft að fara í frí og það mun vera þér mjög ánægjulegt. Njóttu þess að skipuleggja fríið í þaula og þá muntu fá það út úr því sem þú þarft og þig langar.
Sko þetta er bara hrikalega fyndið, ég er að fara í 2ja daga frí eftir hálfan mánuð til að fara í brúðkaup á Ísafirði, skemmtilegt ferðalag og ég fékk ferðaáætlun fyrir það í gær. Svo er ég að fara í frí 31.júlí og þá fæ ég fjóra ítali í heimsókn til mín 31.júlí og þau verða hjá mér í 2 vikur. Ég er búin að eyða 2-3 kvöldum í að skipuleggja fríið út í ystu æsar og sl. mánudag sendi ég þeim 8 bls ferðaáætlun sem hitti beint í mark. Ég fæ vonandi það sem ég vil út úr því fríi...að tala ítölsku í 2 vikur er það sem ég þarf og mig langar!!!
Hvað álagið varðar þá er það líka rétt...mikið álag af eigin völdum...sjálfskapað álag...sem ég ÆTLA að losa mig við...fyrr en seinna.
Þannig að kannski má maður bara taka svolítið mark á stjörnuspám eftir allt saman!!!
4 Comments:
Bíddu,bíddu hvaða stórkostlegi maður er þetta? Ekki segja mér að það hafi verið gifti hnykkjarinn.Á hann þá ekki ógiftan bróðir?Ég er annars bara í rugl letikasti og hef það ógeðslega gott, sé þig spræka á mánudxxxx.
Til hamingju með sigurinn í kvöld skvís ;-) Ertu ekki örugglega á líf...i?!
Gabríel er rosalega ánægður með að mamma sín hafi keypt Ítalíuboli á strákana áður en kmótið byrjaði. Það er ekki að spyrja í hverju hann klæðist á morgun.
Keep up the good work. thnx!
»
I say briefly: Best! Useful information. Good job guys.
»
Skrifa ummæli
<< Home