Ítalía heimsmeistari!!!
ÍTALÍA HEIMSMEISTARI 2006.
Áttu þeir það skilið?? Verðskuldaður sigur??
Sitt sýnist hverjum að sjálfsögðu en ég vissi að mínir menn myndu taka þetta á endanum. Leikurinn reyndar ekki sá skemmtilegasti að mínu mati, fyrri hálfleikur þó mun skemmtilegri en sá síðari, mínir menn virkuðu þreyttir í seinni hálfleik og áttu þá framlenginguna eftir.
Cannavaro og Camoranesi bara bestir og Buffon tók þetta bara með annarri!!
Við íslendingar eigum að fagna þessu þar sem við sigruðum ítali hér þegar Lippi var að stýra þeim í sínum fyrsta leik og þá sá hann hvað yrði að gerast hjá ítölum til að ná þessum árangri!! Sko allt okkur að þakka hvað ítalir eru góðir!!!!
En svona er boltinn og menn komast upp með ýmislegt en er refsað fyrir annað, boltinn er sanngjarn og ósanngjarn og þetta atvik með kónginn, Zidane, er ákaflega sorglegt. Ég dýrka hann og þótti erfitt að sjá hann kveðja svona. Spurning hvað Materazzi gerði honum??
Á morgun er líklega stór dagur í ítalska boltanum þegar dómur verður kveðinn og Juventus sem á marga góða leikmenn í ítalska liðinu verður jafnvel sent í serie c!!
Las annars í dag að leikmenn ættu að fá sakaruppgjöf og ekki vera dæmdir er þeir skila titlinum heim....dæmi nú hver fyrir sig!
3 Comments:
Til hamingju með sigurinn Íris mín. Já þetta er leiðindamál og eflaust ekki eins skemmtilegt að koma heim með titilinn á þessari stundu. Ömurlegt með Zidane, hefði aldrei trúað þessu á hann því ég hélt að hann væri svo prúður og góður leikmaður. Er það eflaust en synd að enda ferilinn á þennan hátt, mér fannst þetta svo sorglegt. Nú er bara að bíða og sjá hvað var sagt sem gerði hann svona reiðan :-0
Greets to the webmaster of this wonderful site! Keep up the good work. Thanks.
»
Very best site. Keep working. Will return in the near future.
»
Skrifa ummæli
<< Home