þriðjudagur, júlí 25, 2006

Vestfirðir

Ísland skartaði sínu fegursta á fimmtudaginn/sunnudaginn en þá vorum ég, Gréta, mamma, pabbi, Óli, Ester og Einar að keyra á Ísafjörð/frá Ísafirði. Skelltum okkur þangað í brúðkaup frænku okkar, Guðnýjar Stefaníu og hennar manns Jóns Hálfdáns. Þetta var magnað ferðalag og hreint stórkostlegt að ferðast um okkar fallega land í þessari veðurblíðu.
Útsýnið í glampandi sólinni var stórbrotið og meiriháttar að horfa út um gluggann þegar maður var hátt upp á einni af mörgum hæðum sem þarf að kljúfa á leiðinni. Þvílíkt af vötnum og gróðri, spegilsléttur og tindrandi hafflöturinn, eyðibýli, sæluhús og margt annað sem var ákaflega fallegt að sjá. Mæli hiklaust með þessari leið alla vega einu sinni á ævinni ;)

Við gistum á Suðureyri við Súgandafjörð og höfðum það virkilega gott, borðuðum þar á frábærum veitingastað...steinbítur, plokkfiskur, lambaskankar, harðfiskur, bláberjasúpa, rabbabaraostakaka og allt hráefnið úr firðinum...magnað!! Skelltum okkur í sundlaugina og á bryggjuna og skemmtum okkur konunglega þar við að fylgjast með marhnútum, krossfiskur, flyðrum og öðrum sjávardýrum.

Skoðuðum meðal annars Hrafnseyri, kirkjuna á Stað, Ísafjörð, Hnífsdal, Bolungarvík, Flateyri og Súðavík og á heimleiðinni tókum við á okkur krók til að skoða Reykjanesskóla en þar var mamma einn vetur og var mjög gaman að koma þangað og hlusta á mömmui rifja upp æskuárin :)

Fór nú nokkuð um mann að skoða Flateyri og Súðavík þar sem snjóflóðin féllu hér um árið...mikið svakalega er það átakanlegt....eins öll auðu húsin í Hnífsdal og á Bolungarvík....sorglegt!!

En allavega.....frábær ferð í alla staði, geggjað veður, frábær félagsskapur og meiriháttar brúðkaup...getur maður beðið um meira???

4 Comments:

At 7:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hljómar skemmtilegt ferðalag, hefði alveg viljað koma með en svona er bara að vera svarti sauðurinn í fjölskyldunni, maður fær aldrei að koma með neitt:( hehehehehe muhahaha;)

 
At 9:46 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ójá. Hef farið tvisvar á Vestfirðina og farið einmitt á flesta staðina og það var ofsalega gaman að koma þarna, svolítið spes. Ísafjörður finnst mér yndislegur bær en ég fékk hálfgert sjokk að koma á Suðureyri en það var nú fyrir um 7 árum síðan.

 
At 7:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
At 11:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 

Skrifa ummæli

<< Home